Prince látinn 57 ára að aldri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. apríl 2016 17:18 Prince Rogers Nelson, tónlistargoðið betur þekktur sem Prince, er látinn, 57 ára að aldri. Fannst hann látinn á heimili sínu Chanhassem í Minnesota í Bandaríkjunum. Bandaríska vefsíðan TMZ staðhæfir þetta og hefur það eftir heimildarmönnum sem tengjast Prince nánum böndum. Þá hefur fjölmiðlafulltrúi Prince staðfest andlát Prince við fréttastofu AP.Dánarorsök er óþekkt en í síðustu viku þurfti flugmaður flugvélar sem Prince var farþegi í að nauðlenda svo koma mætti honum undir læknishendur. Fulltrúi Prince sagði að hann hefði verið með flensuna. Hann birtist þó á tónleikum daginn eftir. Prince var bæði afkasta- og áhrifamikill listamaður. Hann gaf út alls 39 plötur, þar á meðal tvær á síðasta ári. Þekktasta verk hans er hinsvegar Purple Rain sem kom út árið 1984 ásamt samnefndri mynd. Hlaut Prince óskarsverðlaunin fyrir tónlistina í þeirri mynd auk þess sem að titillag plötunnar var útnefnt besta lag níunda áratugarins af tónlistarvefnum Pitchfork.Prince var margverðlaunaður tónlistarmaður. Auk fyrrgreindra óskarsverðlauna vann hann alls til sjö Grammy-verðlauna en hann var tilnefndur 32 sinnum. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Prince Rogers Nelson, tónlistargoðið betur þekktur sem Prince, er látinn, 57 ára að aldri. Fannst hann látinn á heimili sínu Chanhassem í Minnesota í Bandaríkjunum. Bandaríska vefsíðan TMZ staðhæfir þetta og hefur það eftir heimildarmönnum sem tengjast Prince nánum böndum. Þá hefur fjölmiðlafulltrúi Prince staðfest andlát Prince við fréttastofu AP.Dánarorsök er óþekkt en í síðustu viku þurfti flugmaður flugvélar sem Prince var farþegi í að nauðlenda svo koma mætti honum undir læknishendur. Fulltrúi Prince sagði að hann hefði verið með flensuna. Hann birtist þó á tónleikum daginn eftir. Prince var bæði afkasta- og áhrifamikill listamaður. Hann gaf út alls 39 plötur, þar á meðal tvær á síðasta ári. Þekktasta verk hans er hinsvegar Purple Rain sem kom út árið 1984 ásamt samnefndri mynd. Hlaut Prince óskarsverðlaunin fyrir tónlistina í þeirri mynd auk þess sem að titillag plötunnar var útnefnt besta lag níunda áratugarins af tónlistarvefnum Pitchfork.Prince var margverðlaunaður tónlistarmaður. Auk fyrrgreindra óskarsverðlauna vann hann alls til sjö Grammy-verðlauna en hann var tilnefndur 32 sinnum.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira