Röng auglýsing send út vegna mistaka starfsmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. apríl 2016 20:38 Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding segir að það hafi ekki verið ætlun sín að ólaunaðir sérfræðingar myndu hafa aðrar starfsskyldur en þær sem tengjast rannsóknum á hvölum. Vísir/GVA Sú auglýsing sem hvalaskoðunarfyrirtækið Elding sendi frá sér þar sem var óskað eftir tveimur sérfræðingum í ólaunuð sjálfboðastörf við rannsóknir á hegðun hvala auk almennra afgreiðslustarfa og þrif um borð í bátum fyrirtækisins var röng. Mistök starfsmanns ollu því að starfslýsingin sem fylgdi auglýsingunni var röng. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hvalaskoðunarfyrirtækinu. Bandalag háskólamanna (BHM) gerði í dag alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og var þess krafist að Elding myndi greiða þeim sem ráðnir yrðu í umrædd störf að lágmarki þau laun sem kjarasamningar tilgreina. Elding segir að kvörtun BHM sé byggð á misskilningi. „Um er að ræða mistök af hálfu starfsmanns okkar við gerð auglýsingar sem fór út án yfirlestar sem orsakar misskilning BHM. Fyrir mannleg mistök birtist auglýsingin þar sem fram komu öll tilfallandi störf um borð í bátum okkar og nefnir auglýsingin að auki rangan vinnutíma. Við hörmum þann misskilning sem hefur risið vegna málsins og biðjumst velvirðingar á mistökum okkar,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Lýstu eftir sérfræðingum í ólaunuð störf á hvalaskoðunarbátumJafnframt kemur fram að stöðurnar sem auglýstar voru snúi að langvarandi rannsóknum á hvölum og lífríki Faxaflóa samkvæmt samstarfssamningi Eldingar og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Húsavík. Ætlar stjórn fyrirtækisins að ráða óháðan aðila til að yfirfara þátttöku Eldingar í verkefninu svo tryggja megi að engin vafi sé á að framkvæmd þess sé í samræmi við lög og reglur. Segir Elding að ekki hafi verið ætlunin að þeir sem ráðnir yrðu hefðu aðrar starfskyldur um borð í bátum fyrirtækisins en þær að rannsaka hvali og afla ganga á grundvelli samningsins á milli Eldingar og Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Húsavík. Bendir fyrirtækið á að lögum samkvæmt þurfi áhafnarmeðlimir að hafa lokið sérstökum námskeiðum í Slysavarnaskóla sjómanna og að rannsóknaraðilarnar teljist sem farþegar um borð í skipum Eldingar. Þá undrast Elding á viðbrögðum BHM og segist hafa svarað fyrirspurnum BHM um síðastliðna helgi án þess að fá viðbrögð.Frétt Kvöldfrétta Stöðvar 2 um máliðYfirlýsing Eldingar Vegna fréttatilkynningar BHM um auglýsingu Eldingar eftir þátttakendum í rannsóknarstörf um borð í bátum fyrirtækisins vilja forsvarsmenn fyrirtækisins koma eftirfarandi á framfæri. Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding hefur starfað við góðan orðstír frá árinu 1998 og átt ríkan þátt í að hefja hvalaskoðun við Íslandsstrendur til vegs og virðingar. Á þessu ári má ætla að um 300 þúsund ferðamenn muni fara í hvalaskoðun og 250 starfsmenn starfi við greinina. Allan þennan tíma höfum við haft að leiðarljósi að byggja atvinnugreinina upp með fagmennsku og gæði að leiðarljósi. Það að ætla fyrirtækinu að sigla undir fölsku flaggi með því að nýta háskólanema við almenn störf í fyrirtækinu í stað þess að sinna mikilvægum rannsóknarstörfum er óþolandi að sitja undir. Fyrirtækið líður ekki að brotið sé á starfsfólki og harmar hvernig BHM leggur málið upp.Þær stöður sem auglýstar voru lausar snúa að langvarandi rannsóknum á hvölum og lífríki Faxaflóa samkvæmt samstarfssamningi Eldingar og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Húsavík. Elding hefur um árabil lagst á árarnar með rannsóknarsamfélaginu til að auka þekkingu okkar á hvölum við Íslandsstrendur. Hefur stuðningur okkar aldrei verið launungarmál heldur þvert á móti eitthvað sem við erum stolt af og viljum halda áfram.Um er að ræða mistök af hálfu starfsmanns okkar við gerð auglýsingar sem fór út án yfirlestar sem orsakar misskilning BHM. Fyrir mannleg mistök birtist auglýsingin þar sem fram komu öll tilfallandi störf um borð í bátum okkar og nefnir auglýsingin að auki rangan vinnutíma. Við hörmum þann misskilning sem hefur risið vegna málsins og biðjumst velvirðingar á mistökum okkar.Við bendum á að Elding svarið fyrirspurnum BHM vegna auglýsingarinnar um síðastliðna helgi án nokkurra viðbragða þeirra. Undrumst við mjög ákvörðun BHM um að reka málið einhliða í fjölmiðlumÞað var aldrei ætlunin að þátttakendur í verkefninu hefðu aðrar starfskyldur um borð í bátum fyrirtækisins en þær að rannsaka hvali og afla ganga á grundvelli áðurnefnds samnings. Við bendum á að í sérstökum lögum um starfsvettvang okkar eru gerðar ítarlegar kröfur um hverjir mega starfa og þar með lögskrást til starfa á sjó á Íslandi og verða allir skráðir áhafnarmeðlimir að hafa lokið sérstökum námskeiðum í Slysavarnaskóla sjómanna. Rannsóknaaðilarnir teljast ekki til áhafnar né starfsmanna fyrirtækisins og teljast því til farþega um borð.Í kjölfar umræðunar sem myndast hefur ætlar stjórn fyrirtækisins að ráða óháðan aðila til að yfirfara þátttöku okkar í verkefninu svo tryggja megi að engin vafi sé á að framkvæmd þess sé fyllilega í samræmi við lög og reglur. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lýstu eftir sérfræðingum í ólaunuð störf á hvalaskoðunarbátum BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsingu Eldingar. 20. apríl 2016 13:57 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur Sjá meira
Sú auglýsing sem hvalaskoðunarfyrirtækið Elding sendi frá sér þar sem var óskað eftir tveimur sérfræðingum í ólaunuð sjálfboðastörf við rannsóknir á hegðun hvala auk almennra afgreiðslustarfa og þrif um borð í bátum fyrirtækisins var röng. Mistök starfsmanns ollu því að starfslýsingin sem fylgdi auglýsingunni var röng. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hvalaskoðunarfyrirtækinu. Bandalag háskólamanna (BHM) gerði í dag alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og var þess krafist að Elding myndi greiða þeim sem ráðnir yrðu í umrædd störf að lágmarki þau laun sem kjarasamningar tilgreina. Elding segir að kvörtun BHM sé byggð á misskilningi. „Um er að ræða mistök af hálfu starfsmanns okkar við gerð auglýsingar sem fór út án yfirlestar sem orsakar misskilning BHM. Fyrir mannleg mistök birtist auglýsingin þar sem fram komu öll tilfallandi störf um borð í bátum okkar og nefnir auglýsingin að auki rangan vinnutíma. Við hörmum þann misskilning sem hefur risið vegna málsins og biðjumst velvirðingar á mistökum okkar,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Lýstu eftir sérfræðingum í ólaunuð störf á hvalaskoðunarbátumJafnframt kemur fram að stöðurnar sem auglýstar voru snúi að langvarandi rannsóknum á hvölum og lífríki Faxaflóa samkvæmt samstarfssamningi Eldingar og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Húsavík. Ætlar stjórn fyrirtækisins að ráða óháðan aðila til að yfirfara þátttöku Eldingar í verkefninu svo tryggja megi að engin vafi sé á að framkvæmd þess sé í samræmi við lög og reglur. Segir Elding að ekki hafi verið ætlunin að þeir sem ráðnir yrðu hefðu aðrar starfskyldur um borð í bátum fyrirtækisins en þær að rannsaka hvali og afla ganga á grundvelli samningsins á milli Eldingar og Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Húsavík. Bendir fyrirtækið á að lögum samkvæmt þurfi áhafnarmeðlimir að hafa lokið sérstökum námskeiðum í Slysavarnaskóla sjómanna og að rannsóknaraðilarnar teljist sem farþegar um borð í skipum Eldingar. Þá undrast Elding á viðbrögðum BHM og segist hafa svarað fyrirspurnum BHM um síðastliðna helgi án þess að fá viðbrögð.Frétt Kvöldfrétta Stöðvar 2 um máliðYfirlýsing Eldingar Vegna fréttatilkynningar BHM um auglýsingu Eldingar eftir þátttakendum í rannsóknarstörf um borð í bátum fyrirtækisins vilja forsvarsmenn fyrirtækisins koma eftirfarandi á framfæri. Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding hefur starfað við góðan orðstír frá árinu 1998 og átt ríkan þátt í að hefja hvalaskoðun við Íslandsstrendur til vegs og virðingar. Á þessu ári má ætla að um 300 þúsund ferðamenn muni fara í hvalaskoðun og 250 starfsmenn starfi við greinina. Allan þennan tíma höfum við haft að leiðarljósi að byggja atvinnugreinina upp með fagmennsku og gæði að leiðarljósi. Það að ætla fyrirtækinu að sigla undir fölsku flaggi með því að nýta háskólanema við almenn störf í fyrirtækinu í stað þess að sinna mikilvægum rannsóknarstörfum er óþolandi að sitja undir. Fyrirtækið líður ekki að brotið sé á starfsfólki og harmar hvernig BHM leggur málið upp.Þær stöður sem auglýstar voru lausar snúa að langvarandi rannsóknum á hvölum og lífríki Faxaflóa samkvæmt samstarfssamningi Eldingar og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Húsavík. Elding hefur um árabil lagst á árarnar með rannsóknarsamfélaginu til að auka þekkingu okkar á hvölum við Íslandsstrendur. Hefur stuðningur okkar aldrei verið launungarmál heldur þvert á móti eitthvað sem við erum stolt af og viljum halda áfram.Um er að ræða mistök af hálfu starfsmanns okkar við gerð auglýsingar sem fór út án yfirlestar sem orsakar misskilning BHM. Fyrir mannleg mistök birtist auglýsingin þar sem fram komu öll tilfallandi störf um borð í bátum okkar og nefnir auglýsingin að auki rangan vinnutíma. Við hörmum þann misskilning sem hefur risið vegna málsins og biðjumst velvirðingar á mistökum okkar.Við bendum á að Elding svarið fyrirspurnum BHM vegna auglýsingarinnar um síðastliðna helgi án nokkurra viðbragða þeirra. Undrumst við mjög ákvörðun BHM um að reka málið einhliða í fjölmiðlumÞað var aldrei ætlunin að þátttakendur í verkefninu hefðu aðrar starfskyldur um borð í bátum fyrirtækisins en þær að rannsaka hvali og afla ganga á grundvelli áðurnefnds samnings. Við bendum á að í sérstökum lögum um starfsvettvang okkar eru gerðar ítarlegar kröfur um hverjir mega starfa og þar með lögskrást til starfa á sjó á Íslandi og verða allir skráðir áhafnarmeðlimir að hafa lokið sérstökum námskeiðum í Slysavarnaskóla sjómanna. Rannsóknaaðilarnir teljast ekki til áhafnar né starfsmanna fyrirtækisins og teljast því til farþega um borð.Í kjölfar umræðunar sem myndast hefur ætlar stjórn fyrirtækisins að ráða óháðan aðila til að yfirfara þátttöku okkar í verkefninu svo tryggja megi að engin vafi sé á að framkvæmd þess sé fyllilega í samræmi við lög og reglur.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lýstu eftir sérfræðingum í ólaunuð störf á hvalaskoðunarbátum BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsingu Eldingar. 20. apríl 2016 13:57 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur Sjá meira
Lýstu eftir sérfræðingum í ólaunuð störf á hvalaskoðunarbátum BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsingu Eldingar. 20. apríl 2016 13:57