Norska ríkið brýtur gegn mannréttindum Anders Breivik Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2016 13:22 Breivik leiddur inn í salinn þegar mál hans gegn ríkinu var tekið fyrir í seinasta mánuði. Vísir/EPA Norska ríkið hefur brotið gegn mannréttindum fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik í fangelsi en héraðsdómstóll Oslóar kvað upp dóm sinn í máli Breivik gegn norska ríkinu í dag. Breivik höfðaði málið þar sem hann taldi mannréttindi sín meðal annars brotinn vegna þess að hann er ítrekað látinn sæta líkamsleit, hann sætir einangrun og hann er vakinn á nóttunni. Þá fær hann að hafa takmörkuð samskipti við annað fólk. Að mati dómsins eru líkamsleitirnar og sú mikla einangrun sem Breivik sætir brot á einu ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Norska ríkið hélt því fram fyrir dómi fangelsisvist hans væri að fullu leyti í samræmi við lög og reglur. Nauðsynlegt væri að hann sætti mikilli öryggisgæslu þar sem hann væri sérstaklega hættulegur maður. Hinn þrjátíu og sjö ára gamli Breivik var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi árið 2012 fyrir að hafa drepið sjötíu og sjö manns árið 2011, annars vegar í sprengingu í miðborg Óslóar og hins vegar með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins voru. Alls myrti hann átta manns í Osló og 69 manns í Útey, að mestu leyti ungt fólk. Ólíklegt þykir að honum muni nokkurn tímann verða sleppt. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Réttarhöld í máli Breivik í beinni: Sakar norsk yfirvöld um mannréttindabrot Anders Behring Breivik sakar yfirvöld um mannréttindabrot með því að halda honum í einangrun og lýsir aðstæðum sínum í fangelsinu sem pyndingum. 15. mars 2016 13:55 Breivik gaf skýrslu: Segist hafa fengið 3.500 stuðningsbréf Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik gaf skýrslu í morgun en réttarhöld í máli hans gegn norska ríkinu hélt áfram í morgun. 16. mars 2016 10:13 Réttarhöld fjöldamorðingja gegn norska ríkinu hófust í gær Anders Behring Breivik, sem dvelur í 30 fermetra klefa og stundar fjarnám í háskóla, segir aðstæður sínar jafnast á við pyndingar. 16. mars 2016 07:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Norska ríkið hefur brotið gegn mannréttindum fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik í fangelsi en héraðsdómstóll Oslóar kvað upp dóm sinn í máli Breivik gegn norska ríkinu í dag. Breivik höfðaði málið þar sem hann taldi mannréttindi sín meðal annars brotinn vegna þess að hann er ítrekað látinn sæta líkamsleit, hann sætir einangrun og hann er vakinn á nóttunni. Þá fær hann að hafa takmörkuð samskipti við annað fólk. Að mati dómsins eru líkamsleitirnar og sú mikla einangrun sem Breivik sætir brot á einu ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Norska ríkið hélt því fram fyrir dómi fangelsisvist hans væri að fullu leyti í samræmi við lög og reglur. Nauðsynlegt væri að hann sætti mikilli öryggisgæslu þar sem hann væri sérstaklega hættulegur maður. Hinn þrjátíu og sjö ára gamli Breivik var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi árið 2012 fyrir að hafa drepið sjötíu og sjö manns árið 2011, annars vegar í sprengingu í miðborg Óslóar og hins vegar með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins voru. Alls myrti hann átta manns í Osló og 69 manns í Útey, að mestu leyti ungt fólk. Ólíklegt þykir að honum muni nokkurn tímann verða sleppt.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Réttarhöld í máli Breivik í beinni: Sakar norsk yfirvöld um mannréttindabrot Anders Behring Breivik sakar yfirvöld um mannréttindabrot með því að halda honum í einangrun og lýsir aðstæðum sínum í fangelsinu sem pyndingum. 15. mars 2016 13:55 Breivik gaf skýrslu: Segist hafa fengið 3.500 stuðningsbréf Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik gaf skýrslu í morgun en réttarhöld í máli hans gegn norska ríkinu hélt áfram í morgun. 16. mars 2016 10:13 Réttarhöld fjöldamorðingja gegn norska ríkinu hófust í gær Anders Behring Breivik, sem dvelur í 30 fermetra klefa og stundar fjarnám í háskóla, segir aðstæður sínar jafnast á við pyndingar. 16. mars 2016 07:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Réttarhöld í máli Breivik í beinni: Sakar norsk yfirvöld um mannréttindabrot Anders Behring Breivik sakar yfirvöld um mannréttindabrot með því að halda honum í einangrun og lýsir aðstæðum sínum í fangelsinu sem pyndingum. 15. mars 2016 13:55
Breivik gaf skýrslu: Segist hafa fengið 3.500 stuðningsbréf Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik gaf skýrslu í morgun en réttarhöld í máli hans gegn norska ríkinu hélt áfram í morgun. 16. mars 2016 10:13
Réttarhöld fjöldamorðingja gegn norska ríkinu hófust í gær Anders Behring Breivik, sem dvelur í 30 fermetra klefa og stundar fjarnám í háskóla, segir aðstæður sínar jafnast á við pyndingar. 16. mars 2016 07:00