Alyson Bailes látin Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2016 18:26 Alyson J.K. Bailes. Vísir/Stefán Alyson J.K. Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, lést í Skotlandi þann 29. apríl síðastliðinn. Alyson starfaði í 30 ár í bresku utanríkisþjónustunni og gegndi þar fjölda trúnaðarstarfa, síðast starfi sendiherra í Helsinki. Hún var forstöðumaður Alþjóðafriðarrannsóknastofnunarinnar (SIPRI) í Stokkhólmi á árunum 2002-2007, þegar að hún tók við starfi aðjúnkts við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún var einnig gestaprófessor við College of Europe í Brugge 2010-2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Afkastamikill fræðimaðurAlyson var ein af virtustu fræðimönnum á sviði varnar- og öryggismála í Evrópu, vopnaeftirlits og afvopnunar. Við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands sérhæfði hún sig í utanríkismálum Norðurlanda, Norðurslóðamálum og smáríkjafræðum. Hún tók virkan þátt í starfi Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við HÍ og var tíma formaður stjórnar þeirra. Þá tók hún þátt í stofnun Rannsóknaseturs um Norðurslóðir innan Alþjóðamálastofnunar. Alyson var afkastamikill fræðimaður og birti árlega tugi fræðigreina auk þess sem hún ritstýrði fjölmörgum bókum og ritum. Hún var óþreytandi við að halda fyrirlestra um alla Evrópu og veita rannsóknastofnunum, félagasamtökum og ríkjum ráðgjöf á ofangreindum sérsviðum. Alyson lagði metnað í að aðstoða nemendur sína og unga vísindamenn og veita þeim innblástur til frekara náms og starfa. Hún hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín.Veita verðlaun í hennar nafni Til að minnast Alyson og framlags hennar til fræðanna hafa Stjórnmálafræðideild HÍ, Alþjóðamálastofnun HÍ og breska sendiráðið í Reykjavík ákveðið að veita árlega verðlaun í hennar nafni fyrir framúrskarandi BA eða MA ritgerð á sviðum öryggismála, Norðurslóðarannsókna eða utanríkistefnu Norðurlandanna.Alyson var fædd í Manchester í Bretlandi 6. apríl árið 1949. Hún stundaði nám við The Belvedere School í Liverpool og Somerville College í Oxford háskóla þaðan sem hún útskrifaðist með BA próf í nútímasögu með ágætiseinkunn árið 1969 og MA próf árið 1971. Alyson var gerð að heiðursfélaga við Somerville College árið 2001. Hún lætur eftir sig móður, systur og bróður í Bretlandi. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Alyson J.K. Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, lést í Skotlandi þann 29. apríl síðastliðinn. Alyson starfaði í 30 ár í bresku utanríkisþjónustunni og gegndi þar fjölda trúnaðarstarfa, síðast starfi sendiherra í Helsinki. Hún var forstöðumaður Alþjóðafriðarrannsóknastofnunarinnar (SIPRI) í Stokkhólmi á árunum 2002-2007, þegar að hún tók við starfi aðjúnkts við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún var einnig gestaprófessor við College of Europe í Brugge 2010-2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Afkastamikill fræðimaðurAlyson var ein af virtustu fræðimönnum á sviði varnar- og öryggismála í Evrópu, vopnaeftirlits og afvopnunar. Við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands sérhæfði hún sig í utanríkismálum Norðurlanda, Norðurslóðamálum og smáríkjafræðum. Hún tók virkan þátt í starfi Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við HÍ og var tíma formaður stjórnar þeirra. Þá tók hún þátt í stofnun Rannsóknaseturs um Norðurslóðir innan Alþjóðamálastofnunar. Alyson var afkastamikill fræðimaður og birti árlega tugi fræðigreina auk þess sem hún ritstýrði fjölmörgum bókum og ritum. Hún var óþreytandi við að halda fyrirlestra um alla Evrópu og veita rannsóknastofnunum, félagasamtökum og ríkjum ráðgjöf á ofangreindum sérsviðum. Alyson lagði metnað í að aðstoða nemendur sína og unga vísindamenn og veita þeim innblástur til frekara náms og starfa. Hún hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín.Veita verðlaun í hennar nafni Til að minnast Alyson og framlags hennar til fræðanna hafa Stjórnmálafræðideild HÍ, Alþjóðamálastofnun HÍ og breska sendiráðið í Reykjavík ákveðið að veita árlega verðlaun í hennar nafni fyrir framúrskarandi BA eða MA ritgerð á sviðum öryggismála, Norðurslóðarannsókna eða utanríkistefnu Norðurlandanna.Alyson var fædd í Manchester í Bretlandi 6. apríl árið 1949. Hún stundaði nám við The Belvedere School í Liverpool og Somerville College í Oxford háskóla þaðan sem hún útskrifaðist með BA próf í nútímasögu með ágætiseinkunn árið 1969 og MA próf árið 1971. Alyson var gerð að heiðursfélaga við Somerville College árið 2001. Hún lætur eftir sig móður, systur og bróður í Bretlandi.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira