Segir tillögu ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2016 14:43 Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar á að skila tillögum í lok júní um aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn skattaundaskotum og nýtingu skattaskjóla. Formaður Vinstri grænna segir tillöguna ekki ganga nógu langt. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að skipa sérstakan starfshóp til að gera tillögur að breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum sem saman myndi aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Starfshópurinn skili tillögum sínum eigi síðar en hinn 30. júní. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að fjármálaráðuneytið hafinú þegar gert þeim embættum sem fara með skattframkvæmd, eftirlit, rannsóknir og innheimtu ljóst að það sé reiðubúið til viðræðna um ráðstafanir til að þau geti komist yfir sem fyllstar upplýsingar um eignir þeirra sem eru framtalsskyldir eru hér á landi í skattaskjólum. Ríkur vilji sé til að tryggja að embættin séu þess megnug að vinna úr þeim upplýsingum. Á það bæði við um úrvinnslu þeirra gagna sem þegar hafa verið keypt og önnur gögn sem mögulegt yrði að afla.Vill skipa nefnd sérfræðinga Í tilkynningunni segir að fjármálaráðuneytið undirbúi nú sérstakt mat á umfangi fjármagnstilfærslna og undanskota á aflandssvæðum og muni það nýtast til að áætla tekjutap hins opinbera af slíkri starfsemi um leið og fjárhagsleg þýðing þess að unnið sé gegn undanskotum verði staðfest. Mælt var fyrir þingsályktun Vinstri grænna á Alþingi í gær þar sem lagt er til að forseti Alþingis skipi rannsóknarnefnd á umfangi og eðli skattaskjóla og söfnun upplýsinga um Íslendinga í þeim. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins segir aðgerðir fjármálaráðherra að hluta til rúmast innan tillögu Vinstri grænna. „En hún er auðvitað víðfemari og snýst um að Alþingi taki málið sérstaklega fyrir og skipi nefnd sérfræðinga á þessu sviði til þess að rannsaka umsvifin og áhrifin á samfélagið. Það er mikilvægur þáttur í þessu því að þessi umræða um skattaskjólin snýst ekki bara um skattaundaskot - hún snýst líka um þau skaðlegu áhrif sem þau hafa á innlent viðskiptalíf og innlenda samkeppni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir Alþingi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar á að skila tillögum í lok júní um aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn skattaundaskotum og nýtingu skattaskjóla. Formaður Vinstri grænna segir tillöguna ekki ganga nógu langt. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að skipa sérstakan starfshóp til að gera tillögur að breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum sem saman myndi aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Starfshópurinn skili tillögum sínum eigi síðar en hinn 30. júní. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að fjármálaráðuneytið hafinú þegar gert þeim embættum sem fara með skattframkvæmd, eftirlit, rannsóknir og innheimtu ljóst að það sé reiðubúið til viðræðna um ráðstafanir til að þau geti komist yfir sem fyllstar upplýsingar um eignir þeirra sem eru framtalsskyldir eru hér á landi í skattaskjólum. Ríkur vilji sé til að tryggja að embættin séu þess megnug að vinna úr þeim upplýsingum. Á það bæði við um úrvinnslu þeirra gagna sem þegar hafa verið keypt og önnur gögn sem mögulegt yrði að afla.Vill skipa nefnd sérfræðinga Í tilkynningunni segir að fjármálaráðuneytið undirbúi nú sérstakt mat á umfangi fjármagnstilfærslna og undanskota á aflandssvæðum og muni það nýtast til að áætla tekjutap hins opinbera af slíkri starfsemi um leið og fjárhagsleg þýðing þess að unnið sé gegn undanskotum verði staðfest. Mælt var fyrir þingsályktun Vinstri grænna á Alþingi í gær þar sem lagt er til að forseti Alþingis skipi rannsóknarnefnd á umfangi og eðli skattaskjóla og söfnun upplýsinga um Íslendinga í þeim. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins segir aðgerðir fjármálaráðherra að hluta til rúmast innan tillögu Vinstri grænna. „En hún er auðvitað víðfemari og snýst um að Alþingi taki málið sérstaklega fyrir og skipi nefnd sérfræðinga á þessu sviði til þess að rannsaka umsvifin og áhrifin á samfélagið. Það er mikilvægur þáttur í þessu því að þessi umræða um skattaskjólin snýst ekki bara um skattaundaskot - hún snýst líka um þau skaðlegu áhrif sem þau hafa á innlent viðskiptalíf og innlenda samkeppni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir
Alþingi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira