Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2016 20:45 Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra með nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót, sem áætlað er að kosti yfir fjóra milljarða króna. Brúarsmíðin hefst á næsta ári, samkvæmt samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Gamla brúin er orðin 55 ára gömul, byggð árið 1961, en hún var á þeim tíma sú næstlengsta á Íslandi, á eftir Lagarfljótsbrú, 255 metra löng. En hún er fyrir löngu orðin barn síns tíma, einbreið, sem veldur því að aðeins er hægt að aka yfir hana í aðra áttina í einu, og vegna þess hversu löng hún er myndast iðulega biðraðir við brúarendana meðan bílstjórar bíða eftir því að komast yfir.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót var sú næstlengsta á landinu þar til brýrnar yfir Skeiðarársand voru opnaðar árið 1974.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þá er hún líka sérlega óslétt sem þýðir að menn verða að aka rólega, ætli menn ekki að hossast þeim mun meira. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld má einmitt sjá hvernig bílarnir hossast þegar ekið er eftir bugðóttu brúargólfinu. Núverandi þjóðvegur um Hornafjörð liggur meðfram fjöllunum í talsverðum hlykk. Með nýju brúarstæði er hægt að taka hann af og ná þannig 11,8 kílómetra styttingu með því að leggja veginn sunnar. Og svona mun nýja brúin líta út, samkvæmt tölvuteikningu en hún verður 250 metra löng og 10 metra breið. Vegagerðin áætlar að heildarkostnaður við brú og vegagerð nemi 4.250 milljónum króna.Svona mun nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót líta út. Útsýni verður til jöklanna á Mýrum.Tölvuteikning/Vegagerðin.Samgönguáætlun, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, miðar við að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Hvenær verkinu lýkur ræðst af fjárveitingum en líklegt að vegafarendur þurfi enn að bíða í þrjú til fjögur ár eftir að aka á nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót. Ásamt Vaðlaheiðargöngum verður hún mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. Mestu viðbrigðin verða þó væntanlega fyrir íbúa sveitanna vestan Hornafjarðar, Mýra, Suðursveitar og Öræfasveitar, sem sækja þjónustu til Hafnar. Ferð í verslun eða skóla styttist þannig um 24 kílómetra, fram og til baka. Mikilvægi nýrrar brúar var meðal annars lýst á Stöð 2 í þættinum Um land allt, um ferðaþjónustuna á Smyrlabjörgum. Alþingi Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Bændagisting með stærsta veitingasal Suðausturlands Lítil bændagisting, sem barnmörg hjón byrjuðu með á Smyrlabjörgum í Suðursveit árið 1990, hefur vaxið upp í að verða eitt veglegasta sveitahótel landsins og þar er nú stærsti veitingasalur Suðausturlands. 4. nóvember 2013 18:45 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra með nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót, sem áætlað er að kosti yfir fjóra milljarða króna. Brúarsmíðin hefst á næsta ári, samkvæmt samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Gamla brúin er orðin 55 ára gömul, byggð árið 1961, en hún var á þeim tíma sú næstlengsta á Íslandi, á eftir Lagarfljótsbrú, 255 metra löng. En hún er fyrir löngu orðin barn síns tíma, einbreið, sem veldur því að aðeins er hægt að aka yfir hana í aðra áttina í einu, og vegna þess hversu löng hún er myndast iðulega biðraðir við brúarendana meðan bílstjórar bíða eftir því að komast yfir.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót var sú næstlengsta á landinu þar til brýrnar yfir Skeiðarársand voru opnaðar árið 1974.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þá er hún líka sérlega óslétt sem þýðir að menn verða að aka rólega, ætli menn ekki að hossast þeim mun meira. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld má einmitt sjá hvernig bílarnir hossast þegar ekið er eftir bugðóttu brúargólfinu. Núverandi þjóðvegur um Hornafjörð liggur meðfram fjöllunum í talsverðum hlykk. Með nýju brúarstæði er hægt að taka hann af og ná þannig 11,8 kílómetra styttingu með því að leggja veginn sunnar. Og svona mun nýja brúin líta út, samkvæmt tölvuteikningu en hún verður 250 metra löng og 10 metra breið. Vegagerðin áætlar að heildarkostnaður við brú og vegagerð nemi 4.250 milljónum króna.Svona mun nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót líta út. Útsýni verður til jöklanna á Mýrum.Tölvuteikning/Vegagerðin.Samgönguáætlun, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, miðar við að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Hvenær verkinu lýkur ræðst af fjárveitingum en líklegt að vegafarendur þurfi enn að bíða í þrjú til fjögur ár eftir að aka á nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót. Ásamt Vaðlaheiðargöngum verður hún mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. Mestu viðbrigðin verða þó væntanlega fyrir íbúa sveitanna vestan Hornafjarðar, Mýra, Suðursveitar og Öræfasveitar, sem sækja þjónustu til Hafnar. Ferð í verslun eða skóla styttist þannig um 24 kílómetra, fram og til baka. Mikilvægi nýrrar brúar var meðal annars lýst á Stöð 2 í þættinum Um land allt, um ferðaþjónustuna á Smyrlabjörgum.
Alþingi Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Bændagisting með stærsta veitingasal Suðausturlands Lítil bændagisting, sem barnmörg hjón byrjuðu með á Smyrlabjörgum í Suðursveit árið 1990, hefur vaxið upp í að verða eitt veglegasta sveitahótel landsins og þar er nú stærsti veitingasalur Suðausturlands. 4. nóvember 2013 18:45 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00
Bændagisting með stærsta veitingasal Suðausturlands Lítil bændagisting, sem barnmörg hjón byrjuðu með á Smyrlabjörgum í Suðursveit árið 1990, hefur vaxið upp í að verða eitt veglegasta sveitahótel landsins og þar er nú stærsti veitingasalur Suðausturlands. 4. nóvember 2013 18:45
Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30