Gunnleifur: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2016 15:36 Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, fer ekki á EM. vísir/vilhelm „Gummi [Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins] hringdi í mig korteri fyrir blaðamannafundinn og tilkynnti mér að ég færi ekki með,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, í viðtali við Vísi. Það kom vafalítið mörgum á óvart að sjá að Gunnleifur var ekki valin í EM-hóp Íslands í dag en þessi aldursforseti hópsins undanfarin ár hefur verið fastagestur í landsliðshópnum. „Ég ætla ekkert að fela það að ég var miður mín að fá þessar fréttir. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við. Ég skal viðurkenna það að þetta kom mér á óvart,“ segir Gunnleifur. „En svona er þetta bara. Ég er ekkert að fara að grenja út af þessu. Ég hef lent í miklu meiri áföllum í lífinu heldur en þessu. Ég verð samt alltaf klár,“ segir hann bara nokkuð léttur miðað við fréttir dagsins. Gunnleifur var ekki búinn að fá neinar vísbendingar um hvort hann væri í hópnum eða ekki áður en Guðmundur Hreiðarsson hringdi í hann í hádeginu í dag. Hann fékk engar útskýringar beint og var ekki að leitast eftir þeim. „Ég var ekkert að pumpa hann og vera eitthvað grenjandi í símann rétt fyrir fundinn hjá þeim. Það hefur ekkert upp á sig. Ég er ekkert að yngjast eða að fara að bæta mig sem markvörður en ég hef verið fastamaður í þessum hópi og verið vel metinn innan hans. Ég er í sama standi og undanfarin ár en þeir sjá eitthvað í hinum markvörðunum,“ segir Gunnleifur sem styður auðvitað kollega sína í markinu. „Allir þessi markverðir eru frambærilegir og ég kem til með að vera í góðu sambandi við Hannes og Ögmund sérstaklega sem eru góðir vinir mínir.“ Aðspurður í gríni með hvaða liði hann haldi á EM í ljósi þessara tíðinda svarar Gunnleifur: „Svíum,“ og skellihlær. „Auðvitað verð ég fremstur í flokki í íslensku stuðningsmannasveitinni. Það er engin spurning. Þetta eru allt vinir mínir og ég vona að þeim gangi sem allra best,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37 Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21 Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13 Heimir: Íslenskir knattspyrnumenn eru verðmætari en fyrir ári síðan Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að íslensk knattspyrna verði að átta sig á verðmætum hennar. 9. maí 2016 13:46 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Heimir þakkaði Óla Jó og Pétri Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson fengu rós í hnappagatið frá Lars og Heimi. 9. maí 2016 13:48 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira
„Gummi [Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins] hringdi í mig korteri fyrir blaðamannafundinn og tilkynnti mér að ég færi ekki með,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, í viðtali við Vísi. Það kom vafalítið mörgum á óvart að sjá að Gunnleifur var ekki valin í EM-hóp Íslands í dag en þessi aldursforseti hópsins undanfarin ár hefur verið fastagestur í landsliðshópnum. „Ég ætla ekkert að fela það að ég var miður mín að fá þessar fréttir. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við. Ég skal viðurkenna það að þetta kom mér á óvart,“ segir Gunnleifur. „En svona er þetta bara. Ég er ekkert að fara að grenja út af þessu. Ég hef lent í miklu meiri áföllum í lífinu heldur en þessu. Ég verð samt alltaf klár,“ segir hann bara nokkuð léttur miðað við fréttir dagsins. Gunnleifur var ekki búinn að fá neinar vísbendingar um hvort hann væri í hópnum eða ekki áður en Guðmundur Hreiðarsson hringdi í hann í hádeginu í dag. Hann fékk engar útskýringar beint og var ekki að leitast eftir þeim. „Ég var ekkert að pumpa hann og vera eitthvað grenjandi í símann rétt fyrir fundinn hjá þeim. Það hefur ekkert upp á sig. Ég er ekkert að yngjast eða að fara að bæta mig sem markvörður en ég hef verið fastamaður í þessum hópi og verið vel metinn innan hans. Ég er í sama standi og undanfarin ár en þeir sjá eitthvað í hinum markvörðunum,“ segir Gunnleifur sem styður auðvitað kollega sína í markinu. „Allir þessi markverðir eru frambærilegir og ég kem til með að vera í góðu sambandi við Hannes og Ögmund sérstaklega sem eru góðir vinir mínir.“ Aðspurður í gríni með hvaða liði hann haldi á EM í ljósi þessara tíðinda svarar Gunnleifur: „Svíum,“ og skellihlær. „Auðvitað verð ég fremstur í flokki í íslensku stuðningsmannasveitinni. Það er engin spurning. Þetta eru allt vinir mínir og ég vona að þeim gangi sem allra best,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37 Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21 Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13 Heimir: Íslenskir knattspyrnumenn eru verðmætari en fyrir ári síðan Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að íslensk knattspyrna verði að átta sig á verðmætum hennar. 9. maí 2016 13:46 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Heimir þakkaði Óla Jó og Pétri Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson fengu rós í hnappagatið frá Lars og Heimi. 9. maí 2016 13:48 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37
Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21
Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13
Heimir: Íslenskir knattspyrnumenn eru verðmætari en fyrir ári síðan Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að íslensk knattspyrna verði að átta sig á verðmætum hennar. 9. maí 2016 13:46
Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24
Heimir þakkaði Óla Jó og Pétri Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson fengu rós í hnappagatið frá Lars og Heimi. 9. maí 2016 13:48