Fótbolti

Bayern Munchen meistari | Alfreð og félagar áfram í efstu deild

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikil stemning hjá stuðningsmönnum FC Bayern.
Mikil stemning hjá stuðningsmönnum FC Bayern. vísir/getty
Bayern Munchen varð í dag þýskur meistari þegar liðið vann góðan sigur á Ingolstadt, 1-0. Liðið hefur því átta stiga forskot á Borussia Dortmund þegar aðeins ein umferð er eftir.

Dortmund tapaði óvænt fyrir Eintracht Frankfurt, 1-0, á útivelli.

Alfreð Finnbogason og félagar náði í gríðarlega mikivægt stig þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Schalke. Alfreð fékk eitt frábært færi í leiknum en honum brást bogalistinn.

Augsburg er nú í 11. sæti deildarinnar með 38 stig, þremur stigum á undan Werder Bremen sem er í 16. sætinu, eða fallsæti. Augsburg hefur því tryggt sætið sitt í deildinni.

Hér að neðan má sjá úrslit dagsins í þýska boltanum.

Borussia Moenchengladbach 2 - 1 Bayer Leverkusen

Eintracht Frankfurt 1 - 0 Borussia Dortmund

Köln 0 - 0 Werder Bremen

Hamburger SV 0 - 1 Wolfsburg

Hannover 96 1 - 0 Hoffenheim

Hertha Berlin 1 - 2 Darmstadt

Ingolstadt 1 - 2 Bayern Munich

Schalke 04 1 - 1 Augsburg

VfB Stuttgart 1 - 3 Mainz 05




Fleiri fréttir

Sjá meira


×