Gunnar Nelson: Engin hola svo djúp að maður komist ekki framhjá henni Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2016 07:00 Gunnar Nelson á æfingu í Rotterdam fyrir bardagann á sunnudaginn. vísir/kjartan páll MMA Gunnar Nelson, fremsti bardagakappi þjóðarinnar, berst í fyrsta sinn á árinu 2016 á sunnudagskvöldið en hann stígur þá inn í búrið í Ahoy-höllinni í Rotterdam. Gunnar þarf að svara fyrir sig eftir slæmt tap gegn Brasilíumanninum Demian Maia í Las Vegas í desember á síðasta ári. Hinn 24 ára gamli Tumenov er rísandi stjarna í UFC-heiminum. Eftir að vinna þrettán bardaga og tapa aðeins einum heima í Rússlandi fékk hann samning hjá UFC en tapaði fyrsta bardaganum innan sambandsins. Síðan þá hefur hann verið á miklum skriði og unnið fimm bardaga í röð, þar af þrjá með rothöggi.Sjá einnig:Fer inn í búrið til að klára þennan gaur „Hann er bestur standandi. Mér finnst boxið hans vera best en spörkin hans eru mjög góð líka. Sérstaklega háspörkin sem eru frekar snögg. Hann blandar þessu skemmtilega saman. Það er aðallega boxið sem er það besta. Hann er klassískur þar hvað varðar fótavinnu og annað en það virkar vel fyrir hann,“ segir Gunnar sem hefur æft standandi leikinn mikið undanfarin tvö ár. Hann langar þó mest að koma Tumenov í jörðina. „Ég á eftir að nota þau verkfæri sem ég hef, hver sem þau verða. Það væri örugglega helvíti fínt að tuskast í honum þar,“ segir Gunnar glettinn. Aðspurður hversu sterka mótherja Tumenov hefur verið að leggja segir Gunnar: „Hann er að berjast í sterkustu deild í heiminum og er í 14. sæti í veltivigt. Þetta eru allt duglegir og öflugir gæjar sem hann er að vinna. Þegar þú ert að keppa í þessari deild þá eru allir mjög góðir.“Gunnar og Conor McGregor á æfingu í Mjölniskastalanum í síðustu viku.vísir/kjartan pállConor truflaði ekki Ólíkt því sem var fyrir síðustu bardaga æfði Gunnar að mestu leyti heima á Íslandi hjá sínu félagi ,Mjölni, þar sem hann fékk vini sína frá Bretlandi og Írlandi til að koma yfir hafið og æfa með sér. Hann dvaldi löngum stundum í Ameríku fyrir síðustu tvo bardaga en fannst þetta mikið betra. „Það er mjög gott að vera heima þar sem ég er með lítinn strák. Svo er æfingaaðstaðan okkar í Mjölni alveg frábær til undirbúnings. Það að fá stráka yfir til Íslands og æfa með okkur í Mjölni er eins gott og það gerist finnst mér. Ég myndi vilja hafa það þannig oftar ef möguleiki er á,“ segir Gunnar.Sjá einnig:Þjálfari Gunnars: Verðum að vinna þennan bardaga Írski bardagamaðurinn Conor McGregor, skærasta stjarna UFC-heimsins í dag, kom einnig til Íslands til að æfa með Gunnari síðustu vikuna sem hann var hér heima. Gunnar og Conor eru miklir vinir og hafa verið lengi. Það fór líklega ekki fram hjá mörgum að Conor setti UFC-heiminn á hliðina þegar hann sagðist vera hættur en fjölmiðlafárið í kringum það truflaði ekki æfingaskipulag þeirra. „Það hafði engin áhrif á æfingarnar. Ég er búinn að þekkja Conor í mörg ár og það er alltaf drama og dæmi í kringum hann. Það er alltaf nóg af fjöri þannig að maður er löngu orðinn vanur þessu,“ segir Gunnar, en var þetta ekki það mesta hingað til? „Ekkert endilega,“ segir Gunnar og hlær. „Þetta var fínn pakki en mikið á netinu sem ég var ekkert að spá í. Við héldum bara okkar plani og vorum að æfa og djöflast þannig að þetta breytti engu máli fyrir mig.“Gunnar berst í fyrsta sinn á árinu á sunudaginn.vísir/gettyLæri mikið af honum Conor átti sjálfur að berjast í júlí gegn Nate Diaz og reyna að hefna fyrir tapið fyrr á þessu ári. Ekkert verður af bardaganum þar sem hann fór hálfpartinn í hart við UFC. Hann sagðist vera hættur en hætti svo við að hætta nokkrum dögum síðar. „Hann sagðist vera kominn með nóg af þessu. Mig grunaði að hann myndi koma aftur og ég hugsa að hann hafi alveg vitað það sjálfur. Þó menn hætti koma þeir aftur. Á þessum tímapunkti var hann orðinn þreyttur á öllu þessu fjölmiðladæmi. Það var að fara illa í hann,“ segir Gunnar um vin sinn Conor.Sjá einnig:Gunnar æfir á 15. hæð og er búinn í klippingu | Myndir „Hann langaði að fara að æfa því hann var að fara að mæta manni sem hann var búinn að tapa fyrir. Hann langaði að fá tíma út af fyrir sig til að æfa á meðan það var verið að reyna að draga hann inn í alls konar fjölmiðladæmi.“ Gunnar segir það gera sér mjög gott að æfa með Conor en þeir hafa æft saman lengi: „Það er alltaf frábært. Við höfum æft saman frá því við vorum 19 ára. Það er ekkert nýtt fyrir mig að mæta honum. Hann var ekki að mæta í fyrsta skipti til Íslands né erum við að æfa í fyrsta skipti saman. Við höfum reglulega verið saman í æfingabúðum. Það hafa alltaf verið mjög góð samskipti okkar á milli og æfingar okkar hafa verið góðar. Ég hef alltaf lært mikið af honum.“Gunnar fékk að kenna á því gegn Demian Maia síðast en ætlar sér sigur gegn Tumenov.vísir/gettyHugsar ekki um tap Eftir mikinn og hraðan uppgang í UFC er Gunnar nú búinn að tapa tveimur af síðustu þremur bardögum og er dottinn út af styrkleikalista veltivigtarinnar. John Kavanagh, þjálfari hans, gekk svo langt að segja í viðtali við Fréttablaðið í vikunni að Gunnar verði að vinna Tumenov. En hann hugsar ekki einu sinni um hvað verður um ferilinn ef allt fer á versta veg á sunnudaginn.Sjá einnig:Gunnar: Ég vil annan bardaga við Maia en er ekki týpan sem skora á menn opinberlega „Maður hugsar ekki svona. Maður heldur bara áfram. Það skiptir engu máli hvað gerist. Það þýðir ekkert að spá í þessum hlutum núna,“ segir Gunnar sem er alltaf bjartsýnn og hefur trú á eigin getu. „Auðvitað getur allt gerst og þá tekur maður bara á því þegar að því kemur. Það er engin hola í veginum það djúp að maður komist ekki fram hjá henni og geti haldið áfram. Maður horfir bara fram á við og heldur áfram. Það tapa allir íþróttamenn einhvern tíma,“ segir Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Þjálfari Gunnars: Verðum að vinna þennan bardaga Írinn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, naut þess að koma til Íslands á dögunum en hann var þá að undirbúa Gunnar Nelson fyrir bardagann gegn Albert Tumenov um helgina. 5. maí 2016 06:00 Gunnar: Ég vil annan bardaga við Maia en er ekki týpan sem skora á menn opinberlega Brasilíumaðurinn vann Gunnar Nelson örugglega í desember en útkoman yrði ekki sú sama ef þeir berjast aftur segir Gunnar. 5. maí 2016 12:15 Gunnar æfir á 15. hæð og er búinn í klippingu | Myndir Það fer vel um Gunnar Nelson í Rotterdam en þrír dagar eru í stóra bardagann gegn Albert Tumenov. 5. maí 2016 13:30 Komdu með bestu staðreyndina um Gunnar Nelson UFC í Evrópu stendur fyrir skemmtilegum leik um Gunnar Nelson á Twitter þessa dagana. 3. maí 2016 23:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Sjá meira
MMA Gunnar Nelson, fremsti bardagakappi þjóðarinnar, berst í fyrsta sinn á árinu 2016 á sunnudagskvöldið en hann stígur þá inn í búrið í Ahoy-höllinni í Rotterdam. Gunnar þarf að svara fyrir sig eftir slæmt tap gegn Brasilíumanninum Demian Maia í Las Vegas í desember á síðasta ári. Hinn 24 ára gamli Tumenov er rísandi stjarna í UFC-heiminum. Eftir að vinna þrettán bardaga og tapa aðeins einum heima í Rússlandi fékk hann samning hjá UFC en tapaði fyrsta bardaganum innan sambandsins. Síðan þá hefur hann verið á miklum skriði og unnið fimm bardaga í röð, þar af þrjá með rothöggi.Sjá einnig:Fer inn í búrið til að klára þennan gaur „Hann er bestur standandi. Mér finnst boxið hans vera best en spörkin hans eru mjög góð líka. Sérstaklega háspörkin sem eru frekar snögg. Hann blandar þessu skemmtilega saman. Það er aðallega boxið sem er það besta. Hann er klassískur þar hvað varðar fótavinnu og annað en það virkar vel fyrir hann,“ segir Gunnar sem hefur æft standandi leikinn mikið undanfarin tvö ár. Hann langar þó mest að koma Tumenov í jörðina. „Ég á eftir að nota þau verkfæri sem ég hef, hver sem þau verða. Það væri örugglega helvíti fínt að tuskast í honum þar,“ segir Gunnar glettinn. Aðspurður hversu sterka mótherja Tumenov hefur verið að leggja segir Gunnar: „Hann er að berjast í sterkustu deild í heiminum og er í 14. sæti í veltivigt. Þetta eru allt duglegir og öflugir gæjar sem hann er að vinna. Þegar þú ert að keppa í þessari deild þá eru allir mjög góðir.“Gunnar og Conor McGregor á æfingu í Mjölniskastalanum í síðustu viku.vísir/kjartan pállConor truflaði ekki Ólíkt því sem var fyrir síðustu bardaga æfði Gunnar að mestu leyti heima á Íslandi hjá sínu félagi ,Mjölni, þar sem hann fékk vini sína frá Bretlandi og Írlandi til að koma yfir hafið og æfa með sér. Hann dvaldi löngum stundum í Ameríku fyrir síðustu tvo bardaga en fannst þetta mikið betra. „Það er mjög gott að vera heima þar sem ég er með lítinn strák. Svo er æfingaaðstaðan okkar í Mjölni alveg frábær til undirbúnings. Það að fá stráka yfir til Íslands og æfa með okkur í Mjölni er eins gott og það gerist finnst mér. Ég myndi vilja hafa það þannig oftar ef möguleiki er á,“ segir Gunnar.Sjá einnig:Þjálfari Gunnars: Verðum að vinna þennan bardaga Írski bardagamaðurinn Conor McGregor, skærasta stjarna UFC-heimsins í dag, kom einnig til Íslands til að æfa með Gunnari síðustu vikuna sem hann var hér heima. Gunnar og Conor eru miklir vinir og hafa verið lengi. Það fór líklega ekki fram hjá mörgum að Conor setti UFC-heiminn á hliðina þegar hann sagðist vera hættur en fjölmiðlafárið í kringum það truflaði ekki æfingaskipulag þeirra. „Það hafði engin áhrif á æfingarnar. Ég er búinn að þekkja Conor í mörg ár og það er alltaf drama og dæmi í kringum hann. Það er alltaf nóg af fjöri þannig að maður er löngu orðinn vanur þessu,“ segir Gunnar, en var þetta ekki það mesta hingað til? „Ekkert endilega,“ segir Gunnar og hlær. „Þetta var fínn pakki en mikið á netinu sem ég var ekkert að spá í. Við héldum bara okkar plani og vorum að æfa og djöflast þannig að þetta breytti engu máli fyrir mig.“Gunnar berst í fyrsta sinn á árinu á sunudaginn.vísir/gettyLæri mikið af honum Conor átti sjálfur að berjast í júlí gegn Nate Diaz og reyna að hefna fyrir tapið fyrr á þessu ári. Ekkert verður af bardaganum þar sem hann fór hálfpartinn í hart við UFC. Hann sagðist vera hættur en hætti svo við að hætta nokkrum dögum síðar. „Hann sagðist vera kominn með nóg af þessu. Mig grunaði að hann myndi koma aftur og ég hugsa að hann hafi alveg vitað það sjálfur. Þó menn hætti koma þeir aftur. Á þessum tímapunkti var hann orðinn þreyttur á öllu þessu fjölmiðladæmi. Það var að fara illa í hann,“ segir Gunnar um vin sinn Conor.Sjá einnig:Gunnar æfir á 15. hæð og er búinn í klippingu | Myndir „Hann langaði að fara að æfa því hann var að fara að mæta manni sem hann var búinn að tapa fyrir. Hann langaði að fá tíma út af fyrir sig til að æfa á meðan það var verið að reyna að draga hann inn í alls konar fjölmiðladæmi.“ Gunnar segir það gera sér mjög gott að æfa með Conor en þeir hafa æft saman lengi: „Það er alltaf frábært. Við höfum æft saman frá því við vorum 19 ára. Það er ekkert nýtt fyrir mig að mæta honum. Hann var ekki að mæta í fyrsta skipti til Íslands né erum við að æfa í fyrsta skipti saman. Við höfum reglulega verið saman í æfingabúðum. Það hafa alltaf verið mjög góð samskipti okkar á milli og æfingar okkar hafa verið góðar. Ég hef alltaf lært mikið af honum.“Gunnar fékk að kenna á því gegn Demian Maia síðast en ætlar sér sigur gegn Tumenov.vísir/gettyHugsar ekki um tap Eftir mikinn og hraðan uppgang í UFC er Gunnar nú búinn að tapa tveimur af síðustu þremur bardögum og er dottinn út af styrkleikalista veltivigtarinnar. John Kavanagh, þjálfari hans, gekk svo langt að segja í viðtali við Fréttablaðið í vikunni að Gunnar verði að vinna Tumenov. En hann hugsar ekki einu sinni um hvað verður um ferilinn ef allt fer á versta veg á sunnudaginn.Sjá einnig:Gunnar: Ég vil annan bardaga við Maia en er ekki týpan sem skora á menn opinberlega „Maður hugsar ekki svona. Maður heldur bara áfram. Það skiptir engu máli hvað gerist. Það þýðir ekkert að spá í þessum hlutum núna,“ segir Gunnar sem er alltaf bjartsýnn og hefur trú á eigin getu. „Auðvitað getur allt gerst og þá tekur maður bara á því þegar að því kemur. Það er engin hola í veginum það djúp að maður komist ekki fram hjá henni og geti haldið áfram. Maður horfir bara fram á við og heldur áfram. Það tapa allir íþróttamenn einhvern tíma,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Þjálfari Gunnars: Verðum að vinna þennan bardaga Írinn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, naut þess að koma til Íslands á dögunum en hann var þá að undirbúa Gunnar Nelson fyrir bardagann gegn Albert Tumenov um helgina. 5. maí 2016 06:00 Gunnar: Ég vil annan bardaga við Maia en er ekki týpan sem skora á menn opinberlega Brasilíumaðurinn vann Gunnar Nelson örugglega í desember en útkoman yrði ekki sú sama ef þeir berjast aftur segir Gunnar. 5. maí 2016 12:15 Gunnar æfir á 15. hæð og er búinn í klippingu | Myndir Það fer vel um Gunnar Nelson í Rotterdam en þrír dagar eru í stóra bardagann gegn Albert Tumenov. 5. maí 2016 13:30 Komdu með bestu staðreyndina um Gunnar Nelson UFC í Evrópu stendur fyrir skemmtilegum leik um Gunnar Nelson á Twitter þessa dagana. 3. maí 2016 23:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Sjá meira
Þjálfari Gunnars: Verðum að vinna þennan bardaga Írinn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, naut þess að koma til Íslands á dögunum en hann var þá að undirbúa Gunnar Nelson fyrir bardagann gegn Albert Tumenov um helgina. 5. maí 2016 06:00
Gunnar: Ég vil annan bardaga við Maia en er ekki týpan sem skora á menn opinberlega Brasilíumaðurinn vann Gunnar Nelson örugglega í desember en útkoman yrði ekki sú sama ef þeir berjast aftur segir Gunnar. 5. maí 2016 12:15
Gunnar æfir á 15. hæð og er búinn í klippingu | Myndir Það fer vel um Gunnar Nelson í Rotterdam en þrír dagar eru í stóra bardagann gegn Albert Tumenov. 5. maí 2016 13:30
Komdu með bestu staðreyndina um Gunnar Nelson UFC í Evrópu stendur fyrir skemmtilegum leik um Gunnar Nelson á Twitter þessa dagana. 3. maí 2016 23:15
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti