Bið KA-manna hlýtur að taka enda í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2016 07:00 KA-menn hafa beðið lengi eftir Pepsi-deildar leik. Vísir/Ernir Keppni í Inkasso-deildinni, næstefstu deild Íslandsmótsins, hefst í dag með tveimur leikjum. Í fyrsta sinn verða sýndir leikir frá deildinni í sjónvarpi en Stöð 2 Sport mun sýna einn leik í umferð í allt sumar. Það stefnir í alveg ótrúlega skemmtilegt og spennandi sumar í Inkasso-deildinni en þar eru 5-6 lið sem ætla sér upp um deild. Langlíklegast til að vinna sér aftur sæti á meðal þeirra bestu er KA en fá lið í sögu 1. deildarinnar hafa mætt jafnsterk til leiks og raun ber vitni. Hægt er að líta til baka á sterk lið í 1. deildinni eins og FH 2000, Keflavík 2003 og Breiðablik 2005, en þar var mikið af mönnum sem síðar áttu eftir að verða stjörnur hér heima og jafnvel landsliðsmenn. KA er aftur á móti búið að sækja þekktar stærðir úr Pepsi-deildinni til að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra bestu.Guðmann síðasta púslið Ekkert lið hefur dvalið lengur í 1. deildinni en KA. Þetta verður tólfta sumarið í röð hjá norðanmönnum í deildinni en næst koma Haukar sem hafa verið tvöfalt styttra í næstefstu deild. Þeir komust upp en féllu árið 2010. KA hefur lengi verið í mikilli meðalmennsku en nú er metnaðurinn gífurlegur. Til að koma sér upp eru KA-menn búnir að sækja Almar Ormarsson til KA og Hallgrím Mar Steingrímsson til Víkings. Elfar Árni Aðalsteinson kom frá Breiðabliki í fyrra og þá eru erlendir leikmenn í byrjunarliðinu, á borð við Juraj Grizelj og Archange Nkumu, mjög sterkir. Eina spurningamerkið er varnarleikurinn og markvarslan. Til að styrkja varnarleikinn fékk liðið Guðmann Þórisson á dögunum frá Íslandsmeisturum FH en norðanmenn vona að hann sé síðasta púslið sem þurfi til. Það verður hreinlega skandall ef KA fer ekki upp og það vita allir innan félagsins. Pressan er mikil en með þennan mannskap hlýtur tólf ára bið KA-manna að ljúka í vor.Keflavík eða Leiknir Samkvæmt árlegri spá fyrirliða og þjálfara Inkasso-deildarinnar eru Keflavík og Leiknir liðin sem eiga að slást um að fara upp með KA. Það eru liðin sem féllu úr Pepsi-deildinni í fyrra en ljóst er að þau ætla sér bæði upp aftur. Keflvíkingar hafa fengið til baka herforingjann Jónas Guðna Sævarsson og misst lítið á móti; fyrir utan Sindra Snæ Magnússon fór stærstu hluti útlendingahersveitarinnar sem gerði ekkert fyrir liðið í fyrra. Leiknismenn ætla að keyra á svipuðum mannskap en hafa þó misst tvo sterka pósta af miðjunni í þeim Sindra Björnssyni og langbesta leikmanni liðsins á síðustu leiktíð, Hilmari Árna Halldórssyni. Styrkur beggja liða liggur í þjálfurunum en Kristján Guðmundsson, sem var rekinn frá Keflavík í fyrra, mun væntanlega heyja mikla baráttu við sitt gamla félag þar sem Þorvaldur Örlygsson er tekinn við stjórnartaumunum. Minnast verður á Austfjarðaævintýrið en í deildinni eru þrjú lið að austan; Fjarðabyggð, Leiknir F. og Huginn, og verður gaman að sjá hvernig þeim gengur. Leiknir og Huginn eru í næstefstu deild í fyrsta sinn.Tímabil í B-deildinni KA 12 ár í röð Haukar 6 Grindavík 4 Selfoss 4 HK 3 Fjarðabyggð 2 Fram 2 Þór 2 Huginn 1 Keflavík 1 Leiknir F. 1 Leiknir R. 1 Íslenski boltinn Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Keppni í Inkasso-deildinni, næstefstu deild Íslandsmótsins, hefst í dag með tveimur leikjum. Í fyrsta sinn verða sýndir leikir frá deildinni í sjónvarpi en Stöð 2 Sport mun sýna einn leik í umferð í allt sumar. Það stefnir í alveg ótrúlega skemmtilegt og spennandi sumar í Inkasso-deildinni en þar eru 5-6 lið sem ætla sér upp um deild. Langlíklegast til að vinna sér aftur sæti á meðal þeirra bestu er KA en fá lið í sögu 1. deildarinnar hafa mætt jafnsterk til leiks og raun ber vitni. Hægt er að líta til baka á sterk lið í 1. deildinni eins og FH 2000, Keflavík 2003 og Breiðablik 2005, en þar var mikið af mönnum sem síðar áttu eftir að verða stjörnur hér heima og jafnvel landsliðsmenn. KA er aftur á móti búið að sækja þekktar stærðir úr Pepsi-deildinni til að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra bestu.Guðmann síðasta púslið Ekkert lið hefur dvalið lengur í 1. deildinni en KA. Þetta verður tólfta sumarið í röð hjá norðanmönnum í deildinni en næst koma Haukar sem hafa verið tvöfalt styttra í næstefstu deild. Þeir komust upp en féllu árið 2010. KA hefur lengi verið í mikilli meðalmennsku en nú er metnaðurinn gífurlegur. Til að koma sér upp eru KA-menn búnir að sækja Almar Ormarsson til KA og Hallgrím Mar Steingrímsson til Víkings. Elfar Árni Aðalsteinson kom frá Breiðabliki í fyrra og þá eru erlendir leikmenn í byrjunarliðinu, á borð við Juraj Grizelj og Archange Nkumu, mjög sterkir. Eina spurningamerkið er varnarleikurinn og markvarslan. Til að styrkja varnarleikinn fékk liðið Guðmann Þórisson á dögunum frá Íslandsmeisturum FH en norðanmenn vona að hann sé síðasta púslið sem þurfi til. Það verður hreinlega skandall ef KA fer ekki upp og það vita allir innan félagsins. Pressan er mikil en með þennan mannskap hlýtur tólf ára bið KA-manna að ljúka í vor.Keflavík eða Leiknir Samkvæmt árlegri spá fyrirliða og þjálfara Inkasso-deildarinnar eru Keflavík og Leiknir liðin sem eiga að slást um að fara upp með KA. Það eru liðin sem féllu úr Pepsi-deildinni í fyrra en ljóst er að þau ætla sér bæði upp aftur. Keflvíkingar hafa fengið til baka herforingjann Jónas Guðna Sævarsson og misst lítið á móti; fyrir utan Sindra Snæ Magnússon fór stærstu hluti útlendingahersveitarinnar sem gerði ekkert fyrir liðið í fyrra. Leiknismenn ætla að keyra á svipuðum mannskap en hafa þó misst tvo sterka pósta af miðjunni í þeim Sindra Björnssyni og langbesta leikmanni liðsins á síðustu leiktíð, Hilmari Árna Halldórssyni. Styrkur beggja liða liggur í þjálfurunum en Kristján Guðmundsson, sem var rekinn frá Keflavík í fyrra, mun væntanlega heyja mikla baráttu við sitt gamla félag þar sem Þorvaldur Örlygsson er tekinn við stjórnartaumunum. Minnast verður á Austfjarðaævintýrið en í deildinni eru þrjú lið að austan; Fjarðabyggð, Leiknir F. og Huginn, og verður gaman að sjá hvernig þeim gengur. Leiknir og Huginn eru í næstefstu deild í fyrsta sinn.Tímabil í B-deildinni KA 12 ár í röð Haukar 6 Grindavík 4 Selfoss 4 HK 3 Fjarðabyggð 2 Fram 2 Þór 2 Huginn 1 Keflavík 1 Leiknir F. 1 Leiknir R. 1
Íslenski boltinn Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira