Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Breiðablik 4-3 | Sonný Lára hetja Blika í vítakeppninni Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum í Garðabæ skrifar 5. maí 2016 21:15 Breiðablik vann Stjörnuna á Samsung-vellinum í kvöld en staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og réðust úrslitin því í vítaspyrnukeppni. Markvörður Blika, Sonný Lára Þráinsdóttir, varði tvær vítaspyrnur frá Stjörnukonum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Sonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, varði fyrstu spyrnu Stjörnunnar sem Harpa Þorsteinsdóttir tók og þá síðustu sem Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Blikar skoruðu úr öllum vítaspyrnum sínum nema einni en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skaut í stöng úr sinni spyrnu. Aðstæður á Samsung-vellinum voru nokkuð erfiðar í kvöld en það blés þó nokkuð í kjölfarið var ískalt. Það tók því leikmenn beggja liði dágóða stund að komast í takt við leikinn og var mikill vorbragur á leiknum í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var mjög tíðindalítill og kom hættulegasta færi hans á lokamínútunni þegar Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Blika, átti fínt skot á mark Stjörnunnar en heimamenn náðu að bjarga á línu. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn var ekki mikið skárri og náðu leikmenn liðanna aldrei að finna taktinn almennilega í þessum fótboltaleik. Blikar fengu nokkur ágæt færi í síðari hálfleiknum og voru sterkari aðilinn í leiknum. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því var farið strax í vítaspyrnukeppni. Stjarnan misnotaði tvær vítaspyrnur og Blikar eina. Það var Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Blika, sem varði síðustu spyrnu Stjörnumanna þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir misnotaði spyrnuna. Blikar unnu því leikinn, 4-3, á ísköldum Samsung-vellinum.Ólafur gerði Stjörnuna að bikarmeisturum í fyrra.vísir/valliÓlafur: Það var alveg skítkalt hér í kvöld „Fótboltalega séð fannst mér þessi leikur bara ágætur, en veðrið var ekki gott og það var skítkalt,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið. „Þetta voru bara tvö mjög góð lið og hvorugt þeirra vildi taka mikla sénsa. Það var því ekki mikið um færi og því endaði leikurinn 0-0.“ Hann segir að lokasending leikmanna, þessi úrslitasending sem ræður til um hvort liðið fái gott færi eða ekki hafi ekki verið nægilega góð hjá liðinu í kvöld. „Bæði lið lágu mikið til baka og því var lítið um pláss fyrir aftan. Það er bara svona happa og glappa hvernig svona vítaspyrnukeppnir fara og ég er ekkert að svekkja mig á henni. En ég er ánægður með leik okkar í kvöld.“ Ólafur segir að liðið sé klárt í mótið og ætli sér stóra hluti í sumar.Rakel í leik með Blikum.Rakel: Aldrei þreytt að lyfta bikar „Það var bara fínt að spila þennan leik, smá vindur og auðvitað skítkalt en það getur gerst,“ segir Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn. „Mér fannst við byrja smá stressaðar á boltann, náum ekki að halda honum niðri og erum illa að spila honum á milli. Við erum með rosalega hraða kantmenn og það er okkar styrkur. Það kom lítið út úr þeim útaf vindinum.“ Hún segir að það verði aldrei þreytt að lyfta titli. „Mótið leggst bara mjög vel í mig. Við erum bara mjög vel undirbúnar og með svipaðan hóp og í fyrra. Við þekkjum hvor aðra mjög vel og hópnum hlakkar til að byrja. Við ætlum okkur að verja Íslandsmeistaratitilinn.“Vísir/ErnirSonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, fagnar sigri.Vísir/Ernir Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Breiðablik vann Stjörnuna á Samsung-vellinum í kvöld en staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og réðust úrslitin því í vítaspyrnukeppni. Markvörður Blika, Sonný Lára Þráinsdóttir, varði tvær vítaspyrnur frá Stjörnukonum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Sonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, varði fyrstu spyrnu Stjörnunnar sem Harpa Þorsteinsdóttir tók og þá síðustu sem Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Blikar skoruðu úr öllum vítaspyrnum sínum nema einni en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skaut í stöng úr sinni spyrnu. Aðstæður á Samsung-vellinum voru nokkuð erfiðar í kvöld en það blés þó nokkuð í kjölfarið var ískalt. Það tók því leikmenn beggja liði dágóða stund að komast í takt við leikinn og var mikill vorbragur á leiknum í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var mjög tíðindalítill og kom hættulegasta færi hans á lokamínútunni þegar Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Blika, átti fínt skot á mark Stjörnunnar en heimamenn náðu að bjarga á línu. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn var ekki mikið skárri og náðu leikmenn liðanna aldrei að finna taktinn almennilega í þessum fótboltaleik. Blikar fengu nokkur ágæt færi í síðari hálfleiknum og voru sterkari aðilinn í leiknum. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því var farið strax í vítaspyrnukeppni. Stjarnan misnotaði tvær vítaspyrnur og Blikar eina. Það var Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Blika, sem varði síðustu spyrnu Stjörnumanna þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir misnotaði spyrnuna. Blikar unnu því leikinn, 4-3, á ísköldum Samsung-vellinum.Ólafur gerði Stjörnuna að bikarmeisturum í fyrra.vísir/valliÓlafur: Það var alveg skítkalt hér í kvöld „Fótboltalega séð fannst mér þessi leikur bara ágætur, en veðrið var ekki gott og það var skítkalt,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið. „Þetta voru bara tvö mjög góð lið og hvorugt þeirra vildi taka mikla sénsa. Það var því ekki mikið um færi og því endaði leikurinn 0-0.“ Hann segir að lokasending leikmanna, þessi úrslitasending sem ræður til um hvort liðið fái gott færi eða ekki hafi ekki verið nægilega góð hjá liðinu í kvöld. „Bæði lið lágu mikið til baka og því var lítið um pláss fyrir aftan. Það er bara svona happa og glappa hvernig svona vítaspyrnukeppnir fara og ég er ekkert að svekkja mig á henni. En ég er ánægður með leik okkar í kvöld.“ Ólafur segir að liðið sé klárt í mótið og ætli sér stóra hluti í sumar.Rakel í leik með Blikum.Rakel: Aldrei þreytt að lyfta bikar „Það var bara fínt að spila þennan leik, smá vindur og auðvitað skítkalt en það getur gerst,“ segir Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn. „Mér fannst við byrja smá stressaðar á boltann, náum ekki að halda honum niðri og erum illa að spila honum á milli. Við erum með rosalega hraða kantmenn og það er okkar styrkur. Það kom lítið út úr þeim útaf vindinum.“ Hún segir að það verði aldrei þreytt að lyfta titli. „Mótið leggst bara mjög vel í mig. Við erum bara mjög vel undirbúnar og með svipaðan hóp og í fyrra. Við þekkjum hvor aðra mjög vel og hópnum hlakkar til að byrja. Við ætlum okkur að verja Íslandsmeistaratitilinn.“Vísir/ErnirSonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, fagnar sigri.Vísir/Ernir
Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira