Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin í 3-0 sigri á Villarreal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2016 12:15 Liverpool-menn fagna marki. vísir/getty Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. Villarreal vann fyrri leikinn 1-0 en Liverpool skoraði strax í upphafi leiks og bætti síðan við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Liverpool skoraði þriðja markið eftir að Villarreal hafði misst fyrirliða sinn af velli með tvö gul spjöld. Liverpool mætir öðru spænsku liði í úrslitaleiknum á St. Jakob-Park í Basel 18. maí næstkomandi því Sevilla er komið alla leið þriðja árið í röð. Liverpool er nú aðeins einum sigri frá Meistaradeildinni því sigurvegarinn í Evrópudeildinni í ár tryggir sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Sigur Liverpool-liðsins var sannfærandi. Liðið gaf tóninn strax í byrjun og gat bætt við fleiri mörkum. Spænska liðið ógnaði með skyndisóknum í fyrri hálfleik en eftir hlé var aldrei spurning um hvernig færi í kvöld. Daniel Sturridge og Adam Lallana skoruðu seinni tvö mörk Liverpool en fyrsta markið var sjálfsmark hjá Bruno, leikmanni Villarreal. Daniel Sturridge kom við sögu í öllum þrmeur mörkunum. Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og fyrsta markið kom eftir aðeins sjö mínútur en það var sjálfsmark eftir undirbúning Roberto Firmino. Daniel Sturridge var nálægt því að skora en boltinn fór af Villarreal-manninum og í markið. Daniel Sturridge bætti við öðru marki Liverpool á 63. mínútu þegar boltinn datt fyrir hann í teignum eftir flottan undirbúning frá Roberto Firmino. Sturridge nýtti sér það og kom Liverpool í frábæra stöðu. Víctor Ruiz, fyrirliði Villarreal, fékk sitt annað gula spjald á 71. mínútu og því spilaði spænska liðið manni færri síðustu tuttugu mínútur leiksins. Eftirleikurinn var því auðveldur fyrir Liverpool og úrslitin voru endanlega ráðin þegar Adam Lallana skoraði þriðja markið tíu mínútum síðar eftir að hann framlengdi skot Daniel Sturridge yfir marklínuna.Liverpool kemst í 1-0 á sjöundu mínútu Sturridge kemur Liverpool tveimur mörkum yfir Adam Lallana gulltryggir sigur Liverpool með þriðja markinu Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira
Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. Villarreal vann fyrri leikinn 1-0 en Liverpool skoraði strax í upphafi leiks og bætti síðan við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Liverpool skoraði þriðja markið eftir að Villarreal hafði misst fyrirliða sinn af velli með tvö gul spjöld. Liverpool mætir öðru spænsku liði í úrslitaleiknum á St. Jakob-Park í Basel 18. maí næstkomandi því Sevilla er komið alla leið þriðja árið í röð. Liverpool er nú aðeins einum sigri frá Meistaradeildinni því sigurvegarinn í Evrópudeildinni í ár tryggir sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Sigur Liverpool-liðsins var sannfærandi. Liðið gaf tóninn strax í byrjun og gat bætt við fleiri mörkum. Spænska liðið ógnaði með skyndisóknum í fyrri hálfleik en eftir hlé var aldrei spurning um hvernig færi í kvöld. Daniel Sturridge og Adam Lallana skoruðu seinni tvö mörk Liverpool en fyrsta markið var sjálfsmark hjá Bruno, leikmanni Villarreal. Daniel Sturridge kom við sögu í öllum þrmeur mörkunum. Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og fyrsta markið kom eftir aðeins sjö mínútur en það var sjálfsmark eftir undirbúning Roberto Firmino. Daniel Sturridge var nálægt því að skora en boltinn fór af Villarreal-manninum og í markið. Daniel Sturridge bætti við öðru marki Liverpool á 63. mínútu þegar boltinn datt fyrir hann í teignum eftir flottan undirbúning frá Roberto Firmino. Sturridge nýtti sér það og kom Liverpool í frábæra stöðu. Víctor Ruiz, fyrirliði Villarreal, fékk sitt annað gula spjald á 71. mínútu og því spilaði spænska liðið manni færri síðustu tuttugu mínútur leiksins. Eftirleikurinn var því auðveldur fyrir Liverpool og úrslitin voru endanlega ráðin þegar Adam Lallana skoraði þriðja markið tíu mínútum síðar eftir að hann framlengdi skot Daniel Sturridge yfir marklínuna.Liverpool kemst í 1-0 á sjöundu mínútu Sturridge kemur Liverpool tveimur mörkum yfir Adam Lallana gulltryggir sigur Liverpool með þriðja markinu
Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira