Cryptochrome frumsýnir 360 ° myndband Birgir Örn Steinarsson skrifar 5. maí 2016 00:01 Hljómsveitin Cryptochrome hefur sett sér það stórfenglega markmið að senda frá sér nýtt myndband í hverjum mánuði. Metnaður sveitarinnar er gífurlegur eins og sést á myndbandi mánaðarins sem er við lagið Play Dough og er frumsýnt hér á Vísi. Myndbandið má sjá hér að ofan. Hér nýtir leikstjóri myndbandsins Logi Hilmarsson sér nýja tækni sem stundum kölluð Virtual Reality eða 360 ° en eins og nafnið gefur til kynna er allt rými í allar mögulegar sjónáttir nýtt. „Það er hægt að horfa á þetta á venjulegum tölvuskjá þar sem þá er hægt að draga sjónarhornið með músinni í þá átt sem þú vilt horfa eða með símanum þar sem þú hreyfir hann til þess að beina sjónlínuna í einhverja tiltekna átt,“ útskýrir Anik Karensson rappari sveitarinnar. „Besta leiðin til þess að skoða þetta er VR gleraugna tæki sem þú setur á höfuðið. Þá geturðu bara snúið höfðinu og skoðað allt í kringum þig. Þá ertu inn í myndbandinu sjálfu.“Alls kyns kynjaverur birtast í nýja myndbandinu.Vísir/CryptochromeHvert áhorf ný upplifun Myndbandið er unnið þannig að eitthvað er að gerast frá öllum áttum þannig að ný upplifun fæst í hvert skipti sem horft er á myndbandið. „Ef eitthvað fer framhjá þér í fyrsta skiptið sem þú sérð það, þarftu bara að horfa í aðra átt þegar þú horfir á það næst.“ „Það er ekki hægt að leikstýra hverju skoti fyrir sig eins og í venjulegum myndbandið,“ bætir Una Stígsdóttir söngkona og rappari við. „Í þessu felast nýjar pælingar sem kvikmyndagerð hefur ekki þurft að kljást við áður. Söguþráður fer svolítið í laust loft þegar það er eitthvað að gerast alls staðar. Það er ekki lengur hægt að tala um línulega frásögn.“ Þetta er fimmta myndbandið sem Cryptochrome sendir frá sér á þessu ári en saman verða lögin 11 talsins og munu í heild mynda hina sjónrænu breiðskífu More Human. Myndböndin eru unnin af mismunandi fólki en Anik og Una koma að listrænni útfærslu í þeim öllum auk þess að semja tónlistina og hanna búninga sjálf. Logi Hilmarsson gerði einnig febrúar myndband Cryptochrome við lagið Clappo. Tónlist Tengdar fréttir Cryptochrome: Nýtt myndband í hverjum mánuði Íslenska-enska Reykjavíkursveitin Cryptochrome er þessa daganna að leggja nýjar línur hvað metnað varðar í tónlistar- og myndbandagerð. 15. apríl 2016 14:38 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitin Cryptochrome hefur sett sér það stórfenglega markmið að senda frá sér nýtt myndband í hverjum mánuði. Metnaður sveitarinnar er gífurlegur eins og sést á myndbandi mánaðarins sem er við lagið Play Dough og er frumsýnt hér á Vísi. Myndbandið má sjá hér að ofan. Hér nýtir leikstjóri myndbandsins Logi Hilmarsson sér nýja tækni sem stundum kölluð Virtual Reality eða 360 ° en eins og nafnið gefur til kynna er allt rými í allar mögulegar sjónáttir nýtt. „Það er hægt að horfa á þetta á venjulegum tölvuskjá þar sem þá er hægt að draga sjónarhornið með músinni í þá átt sem þú vilt horfa eða með símanum þar sem þú hreyfir hann til þess að beina sjónlínuna í einhverja tiltekna átt,“ útskýrir Anik Karensson rappari sveitarinnar. „Besta leiðin til þess að skoða þetta er VR gleraugna tæki sem þú setur á höfuðið. Þá geturðu bara snúið höfðinu og skoðað allt í kringum þig. Þá ertu inn í myndbandinu sjálfu.“Alls kyns kynjaverur birtast í nýja myndbandinu.Vísir/CryptochromeHvert áhorf ný upplifun Myndbandið er unnið þannig að eitthvað er að gerast frá öllum áttum þannig að ný upplifun fæst í hvert skipti sem horft er á myndbandið. „Ef eitthvað fer framhjá þér í fyrsta skiptið sem þú sérð það, þarftu bara að horfa í aðra átt þegar þú horfir á það næst.“ „Það er ekki hægt að leikstýra hverju skoti fyrir sig eins og í venjulegum myndbandið,“ bætir Una Stígsdóttir söngkona og rappari við. „Í þessu felast nýjar pælingar sem kvikmyndagerð hefur ekki þurft að kljást við áður. Söguþráður fer svolítið í laust loft þegar það er eitthvað að gerast alls staðar. Það er ekki lengur hægt að tala um línulega frásögn.“ Þetta er fimmta myndbandið sem Cryptochrome sendir frá sér á þessu ári en saman verða lögin 11 talsins og munu í heild mynda hina sjónrænu breiðskífu More Human. Myndböndin eru unnin af mismunandi fólki en Anik og Una koma að listrænni útfærslu í þeim öllum auk þess að semja tónlistina og hanna búninga sjálf. Logi Hilmarsson gerði einnig febrúar myndband Cryptochrome við lagið Clappo.
Tónlist Tengdar fréttir Cryptochrome: Nýtt myndband í hverjum mánuði Íslenska-enska Reykjavíkursveitin Cryptochrome er þessa daganna að leggja nýjar línur hvað metnað varðar í tónlistar- og myndbandagerð. 15. apríl 2016 14:38 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Cryptochrome: Nýtt myndband í hverjum mánuði Íslenska-enska Reykjavíkursveitin Cryptochrome er þessa daganna að leggja nýjar línur hvað metnað varðar í tónlistar- og myndbandagerð. 15. apríl 2016 14:38
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“