„Einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi“ Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2016 13:13 Jon Von Tetzchner. Mynd/Vivaldi Vafrinn Vivaldi hefur nú verið gefinn út í endanlegri útgáfu. Frumkvöðullinn Jon von Tetzchner, sem stóð einnig fyrir gerð vafrans Opera, á fyrirtækið sem gefur vafrann út. Vivaldi er að hluta til íslenskt fyrirtæki og vinna um tólf starfsmenn þess hér á höfuðborgarsvæðinu. Stærstur hluti fyrirtækisins er á Íslandi og í Noregi og eru teymin þar álíka stór. Í samtali við Vísi segir Jon að vinnan við vafrann hafi staðið yfir í tæp þrjú ár. Fyrir um ári síðan var vafrinn fyrst gefinn út til prófana og svo var endanlega útgáfan gefin út í síðasta mánuði. „Fólk er rosalega ánægt. Það verður að segjast eins og er. Það er búið að vera mjög gaman að tala við fréttamenn en fyrsta spurning þeirra hefur yfirleitt verið: Hvað eigum við að gera við annan vafra? Svo talar maður smávegis við fólk og svo prófar það. Allt í einu er maður bara kominn með nýja notendur.“Jon segir að það sjáist að margir hafi byrjað að prufa sig áfram og svo fest sig við Vivaldi.Vafrinn hefur fengið góða dóma hjá erlendum tæknimiðlum og Jon segir notendahóp Vivaldi byggjast upp smátt og smátt. Þeir hafi þó ekki sömu dreifingarmöguleika og stóru aðilarnir á markaðinum eins og Google, Apple og Microsoft.Sjá einnig: Kynna nýjan vafra tileinkuðum „nördahópnum“ „Allir hinir vafrarnir sem eru á markaðinum eru ætlaðir til þess að vera einfaldir. Það á að vera einfalt fyrir þig að fara frá hinum einföldu vöfrunum. Við einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi. Að gera eitthvað sem er betra fyrir notandann.“Sérstaða Vivaldi felst að vissu leyti í því að vafrinn er flóknari en aðrir og geta notendur sniðið vafrann vel að sínum þörfum og hentisemi.Jon bendir á að fjölmargir séu á netinu í marga klukkutíma á degi hverjum. Sé eitthvað verkefni sem sé þeim einstaklingum nauðsynlegt þá sé það góður vafri. „Í byrjun þegar þú ferð að nota hann sérðu að hann er litríkari og flottari því við erum með góða stráka í þessu. Svo ferðu að breyta honum. Það er hægt að breyta hvernig hann lítur út.” Þá taka starfsmenn Vivaldi á móti hugmyndum notenda. „Við tökum á móti öllum hugmyndum og það er kannski það mikilvægasta sem við það sem við erum að gera. Við hlustum á notendur. Það er lykillinn því hvernig við erum öðruvísi. Við erum með þá reglu að ef einhver biður um eitthvað og það er hægt, ekki of mikil vinna og ekki algerlega út í hött. Þá leggjum við það til. Kannski jafnvel bara sem valmöguleika svo þeir sem vilja geti notað það.“ „Hugsunarhátturinn er að fólk hefur mismunandi skoðun á því hvernig hlutirnir eiga að vera og það er flott. Okkar starf er að sjá til þess að allir geti haft hlutina eins og þau vilja sjálf.“Sjá einnig: Milljarðamæringur styrkir Gróttu.Styður við bakið á frumkvöðlumJon hefur verið duglegur við að styðja við bakið á sprotafyrirtækjum hér á Íslandi og rekur meðal annars Innovation House á Eiðistorgi. Starfsstöð Vivaldi er einnig þar til húsa. „Þetta var hugmynd sem gekk út á að styðja við frumkvöðlafyrirtæki og það er gott að geta gert það á þennan hátt. Ég fjárfesti í nokkrum fyrirtækjum og mér finnst mjög gaman að geta komið að því á Íslandi,“ segir Jon Von Tetzchner. Tengdar fréttir Internet Explorer ekki lengur vinsælastur Rúmlega 41 prósent netverja notast nú við Google Chrome. 3. maí 2016 11:27 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Vafrinn Vivaldi hefur nú verið gefinn út í endanlegri útgáfu. Frumkvöðullinn Jon von Tetzchner, sem stóð einnig fyrir gerð vafrans Opera, á fyrirtækið sem gefur vafrann út. Vivaldi er að hluta til íslenskt fyrirtæki og vinna um tólf starfsmenn þess hér á höfuðborgarsvæðinu. Stærstur hluti fyrirtækisins er á Íslandi og í Noregi og eru teymin þar álíka stór. Í samtali við Vísi segir Jon að vinnan við vafrann hafi staðið yfir í tæp þrjú ár. Fyrir um ári síðan var vafrinn fyrst gefinn út til prófana og svo var endanlega útgáfan gefin út í síðasta mánuði. „Fólk er rosalega ánægt. Það verður að segjast eins og er. Það er búið að vera mjög gaman að tala við fréttamenn en fyrsta spurning þeirra hefur yfirleitt verið: Hvað eigum við að gera við annan vafra? Svo talar maður smávegis við fólk og svo prófar það. Allt í einu er maður bara kominn með nýja notendur.“Jon segir að það sjáist að margir hafi byrjað að prufa sig áfram og svo fest sig við Vivaldi.Vafrinn hefur fengið góða dóma hjá erlendum tæknimiðlum og Jon segir notendahóp Vivaldi byggjast upp smátt og smátt. Þeir hafi þó ekki sömu dreifingarmöguleika og stóru aðilarnir á markaðinum eins og Google, Apple og Microsoft.Sjá einnig: Kynna nýjan vafra tileinkuðum „nördahópnum“ „Allir hinir vafrarnir sem eru á markaðinum eru ætlaðir til þess að vera einfaldir. Það á að vera einfalt fyrir þig að fara frá hinum einföldu vöfrunum. Við einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi. Að gera eitthvað sem er betra fyrir notandann.“Sérstaða Vivaldi felst að vissu leyti í því að vafrinn er flóknari en aðrir og geta notendur sniðið vafrann vel að sínum þörfum og hentisemi.Jon bendir á að fjölmargir séu á netinu í marga klukkutíma á degi hverjum. Sé eitthvað verkefni sem sé þeim einstaklingum nauðsynlegt þá sé það góður vafri. „Í byrjun þegar þú ferð að nota hann sérðu að hann er litríkari og flottari því við erum með góða stráka í þessu. Svo ferðu að breyta honum. Það er hægt að breyta hvernig hann lítur út.” Þá taka starfsmenn Vivaldi á móti hugmyndum notenda. „Við tökum á móti öllum hugmyndum og það er kannski það mikilvægasta sem við það sem við erum að gera. Við hlustum á notendur. Það er lykillinn því hvernig við erum öðruvísi. Við erum með þá reglu að ef einhver biður um eitthvað og það er hægt, ekki of mikil vinna og ekki algerlega út í hött. Þá leggjum við það til. Kannski jafnvel bara sem valmöguleika svo þeir sem vilja geti notað það.“ „Hugsunarhátturinn er að fólk hefur mismunandi skoðun á því hvernig hlutirnir eiga að vera og það er flott. Okkar starf er að sjá til þess að allir geti haft hlutina eins og þau vilja sjálf.“Sjá einnig: Milljarðamæringur styrkir Gróttu.Styður við bakið á frumkvöðlumJon hefur verið duglegur við að styðja við bakið á sprotafyrirtækjum hér á Íslandi og rekur meðal annars Innovation House á Eiðistorgi. Starfsstöð Vivaldi er einnig þar til húsa. „Þetta var hugmynd sem gekk út á að styðja við frumkvöðlafyrirtæki og það er gott að geta gert það á þennan hátt. Ég fjárfesti í nokkrum fyrirtækjum og mér finnst mjög gaman að geta komið að því á Íslandi,“ segir Jon Von Tetzchner.
Tengdar fréttir Internet Explorer ekki lengur vinsælastur Rúmlega 41 prósent netverja notast nú við Google Chrome. 3. maí 2016 11:27 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Internet Explorer ekki lengur vinsælastur Rúmlega 41 prósent netverja notast nú við Google Chrome. 3. maí 2016 11:27