Aukning í sölu bíla í apríl 74,2% Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 10:31 Mikil aukning varð í sölu bíla í nýliðnum aprílmánuði, eða sem nemur 74,2 prósentum. Í mánuðinum seldust 2.273 nýir bílar, en þeir voru 1.305 í sama mánuði í fyrra. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 30.apríl í ár hefur aukist um 63,6% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári. Nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 5.878 á móti 3.594 miðað við sama tímabil 2015, eða aukning um 2.284 bíla. Góður gangur er í endurnýjun bílaflotans og er mikilvægt að sú þróun haldi áfram þar sem meðalaldur bíla er enn hár hér á landi. Nýir bílar eyða og menga umtalsvert minna en þeir sem eldri eru en meðaleyðsla og útblástur bíla hefur dregist saman um 40% frá árinu 2005 til dagsins í dag og þeirri þróun er hvergi lokið, segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður
Mikil aukning varð í sölu bíla í nýliðnum aprílmánuði, eða sem nemur 74,2 prósentum. Í mánuðinum seldust 2.273 nýir bílar, en þeir voru 1.305 í sama mánuði í fyrra. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 30.apríl í ár hefur aukist um 63,6% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári. Nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 5.878 á móti 3.594 miðað við sama tímabil 2015, eða aukning um 2.284 bíla. Góður gangur er í endurnýjun bílaflotans og er mikilvægt að sú þróun haldi áfram þar sem meðalaldur bíla er enn hár hér á landi. Nýir bílar eyða og menga umtalsvert minna en þeir sem eldri eru en meðaleyðsla og útblástur bíla hefur dregist saman um 40% frá árinu 2005 til dagsins í dag og þeirri þróun er hvergi lokið, segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður