Dorrit með tengsl við svissneska bankareikninga og önnur aflandsfélög Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2016 18:46 Ólafur Ragnar og Dorrit. Vísir/EPA Dorrit Moussiaeff forsetafrú tengist fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og á hlut í að minnsta kosti tveim aflandsfélögum. Ólafur Ragnar, sem ítrekað hefur neitað því að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum, segist enga vitneskju hafa haft um félögin. Fjallað er um málið á vef Reykjavík Media, The Guardian og Süddeutche Zeitung en umfjöllunin er byggð á skjölum sem uppljóstrarar létu í té í gagnalekum sem nefnast Swiss Leaks og Panama Papers.Sjá einnig: Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélagSamkvæmt upplýsingum sem koma frá breska bankanum HSBC átti Dorrit , ásamt fjölskyldu sinni, hlut í félaginu Jaywick Properties Inc sem skráð var á Bresku jómfrúareyjum, þekktu skattaskjóli. Þá kemur fram að hún hafi verið skáð fyrir hlut í Moussaieff Sharon Trust og benda gögnin einnig til að Dorrit hafi átt að erfa hluta aflandseigna foreldra sinna eftir að 86 ára gömul móðir hennar félli frá. Samkvæmt gögnunum frá HSBC, sem eru frá árunum 2006 og 2007, kemur fram að fjölskylda Dorritar, hafi átt reikninga með allt að 80 milljón dollara innistæðum í HSBC bankanum í Sviss. Tekið er fram að svo virðist sem að Dorrit hafi sjálf ekki komið að reikningunum.Sjá einnig: Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminnÞá er einnig tekið fram að ekkert í gögnunum bendi til lögbrota af hálfu Dorritar. Ekki er ólöglegt að eiga aflandsfélög eða svissneska bankareikninga. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ítrekað neitað því, í kjölfar umfangsmikils gagnaleka frá Mossack Fonseca, að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt.Í umfjöllun RME og The Guardian kemur fram að Dorrit hafi ekki viljað svara spurningum um hvort að hún tengdist þessum félögum í dag eða öðrum félögum fjölskyldunnar. Segir hún að viðskipti sín hefðu alltaf verið í samræmi við lög og að þau væru einkamál. Í svari Örnólfar Thorssonar forsetaritara við fyrirspurn fréttastofu 365 segir að Ólafur Ragnar hafi aldrei heyrt um þau atriði sem nefnd voru í fréttinni né hefði hann nú eða nokkru sinni haft vitneskju um fjárhagstengsl konu sinnar við foreldra sína eða aðra í fjölskyldunni. Þá hafði hann engar upplýsingar um áform foreldra hennar að þeim látnum. Hann vissi því ekkert um málið. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Dorrit Moussiaeff forsetafrú tengist fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og á hlut í að minnsta kosti tveim aflandsfélögum. Ólafur Ragnar, sem ítrekað hefur neitað því að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum, segist enga vitneskju hafa haft um félögin. Fjallað er um málið á vef Reykjavík Media, The Guardian og Süddeutche Zeitung en umfjöllunin er byggð á skjölum sem uppljóstrarar létu í té í gagnalekum sem nefnast Swiss Leaks og Panama Papers.Sjá einnig: Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélagSamkvæmt upplýsingum sem koma frá breska bankanum HSBC átti Dorrit , ásamt fjölskyldu sinni, hlut í félaginu Jaywick Properties Inc sem skráð var á Bresku jómfrúareyjum, þekktu skattaskjóli. Þá kemur fram að hún hafi verið skáð fyrir hlut í Moussaieff Sharon Trust og benda gögnin einnig til að Dorrit hafi átt að erfa hluta aflandseigna foreldra sinna eftir að 86 ára gömul móðir hennar félli frá. Samkvæmt gögnunum frá HSBC, sem eru frá árunum 2006 og 2007, kemur fram að fjölskylda Dorritar, hafi átt reikninga með allt að 80 milljón dollara innistæðum í HSBC bankanum í Sviss. Tekið er fram að svo virðist sem að Dorrit hafi sjálf ekki komið að reikningunum.Sjá einnig: Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminnÞá er einnig tekið fram að ekkert í gögnunum bendi til lögbrota af hálfu Dorritar. Ekki er ólöglegt að eiga aflandsfélög eða svissneska bankareikninga. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ítrekað neitað því, í kjölfar umfangsmikils gagnaleka frá Mossack Fonseca, að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt.Í umfjöllun RME og The Guardian kemur fram að Dorrit hafi ekki viljað svara spurningum um hvort að hún tengdist þessum félögum í dag eða öðrum félögum fjölskyldunnar. Segir hún að viðskipti sín hefðu alltaf verið í samræmi við lög og að þau væru einkamál. Í svari Örnólfar Thorssonar forsetaritara við fyrirspurn fréttastofu 365 segir að Ólafur Ragnar hafi aldrei heyrt um þau atriði sem nefnd voru í fréttinni né hefði hann nú eða nokkru sinni haft vitneskju um fjárhagstengsl konu sinnar við foreldra sína eða aðra í fjölskyldunni. Þá hafði hann engar upplýsingar um áform foreldra hennar að þeim látnum. Hann vissi því ekkert um málið.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00
Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49
Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34