Árni Páll segir að Samfylkingin verði að nesta næsta formann vel Heimir Már Pétursson skrifar 1. maí 2016 19:00 Formaður Samfylkingarinnar segir það grundvallaratriði að endurnýja samstarf flokksins við verkalýðshreyfinguna og efla það fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi farið flatt á því í síðustu kosningum að hafa verkalýðshreyfinguna ekki í liði með sér. Hver sá sem leiði Samfylkinguna að loknu formannskjöri verði að hafa þetta að leiðarljósi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Rannveig Guðmundsdóttir fyrrverandi þingflokksmaður hennar voru gestir á Sprengisandi Bylgjunnar í morgun þar sem rætt var um sterk tengsl vinstriflokka við verkalýðshreyfinguna undanfarna öld. Árni Páll segir það hafa verið mistök að láta þetta samband rofna undir lok síðasta kjörtímabils. „Við fundum rosalega mikið fyrir því í síðustu kosningum til dæmis að við höfðum ekki verkalýðshreyfinguna með okkur. Sem við höfum alltaf haft fram að því. Það er grundvallaratriði fyrir okur að fá hana til baka. Þess vegna verðum við líka að segja alveg skýrt að við munum vinna með verkalýðshreyfingunni í framtíðinni og við viljum stilla upp sameiginlegum áherslumálum með verkalýðshreyfingunni,“ segir Árni Páll. Flokkurinn hafi orðið fyrir áfalli í síðustu kosningum og landsfundur hans í fyrra hafi skaðað flokkinn. Fram undan séu hins vegar miklir breytingatímar og þar hafi Samfylkingin hlutverki að gegna á miðju stjórnmálanna. „Við erum breytingaflokkurinn. Við erum með hugmyndir um hvernig á að breyta. Þess vegna hef ég líka verið að gangast fyrir því, sem ég ég veit alveg að sumum félögum mínum finnst ekkert allt of þægilegt, þegar ég segi að við verðum að horfast í augu við það að við gerðum líka mistök. Vegna þess að umbótaflokkur fær aldrei traust á nýjan leik nema hann útskýri af hverju hann náði ekki málum í gegn áður,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Kosningar fara að óbreyttu fram eftir sex mánuði og í millitíðinni heldur Samfylkingin landsfund og boðar til formannskjörs þar sem fjórir aðrir bjóða sig fram ásamt Árna Páli. Hann segist sjálfur hafa verið í óbærilegri stöðu með veiklað umboð frá síðasta landsfundi. Flokkurinn geti ekki nestað formann sinn með þeim hætti og hljóti að læra af reynslunni. „Og við verðum öll að sameinast um það að flokkurinn standi einhuga að baki þeim formanni sem stendur eftir sem sigurvegari nú. Ég held að það sé grundvallaratriði til að Samfylkingin sýni þjóðinni að hún sé mætt til leiks og ætli að sinna því að þjóna þjóðinni en ekki gleyma sér í einhverri togstreitu innanhúss,“ segir Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir það grundvallaratriði að endurnýja samstarf flokksins við verkalýðshreyfinguna og efla það fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi farið flatt á því í síðustu kosningum að hafa verkalýðshreyfinguna ekki í liði með sér. Hver sá sem leiði Samfylkinguna að loknu formannskjöri verði að hafa þetta að leiðarljósi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Rannveig Guðmundsdóttir fyrrverandi þingflokksmaður hennar voru gestir á Sprengisandi Bylgjunnar í morgun þar sem rætt var um sterk tengsl vinstriflokka við verkalýðshreyfinguna undanfarna öld. Árni Páll segir það hafa verið mistök að láta þetta samband rofna undir lok síðasta kjörtímabils. „Við fundum rosalega mikið fyrir því í síðustu kosningum til dæmis að við höfðum ekki verkalýðshreyfinguna með okkur. Sem við höfum alltaf haft fram að því. Það er grundvallaratriði fyrir okur að fá hana til baka. Þess vegna verðum við líka að segja alveg skýrt að við munum vinna með verkalýðshreyfingunni í framtíðinni og við viljum stilla upp sameiginlegum áherslumálum með verkalýðshreyfingunni,“ segir Árni Páll. Flokkurinn hafi orðið fyrir áfalli í síðustu kosningum og landsfundur hans í fyrra hafi skaðað flokkinn. Fram undan séu hins vegar miklir breytingatímar og þar hafi Samfylkingin hlutverki að gegna á miðju stjórnmálanna. „Við erum breytingaflokkurinn. Við erum með hugmyndir um hvernig á að breyta. Þess vegna hef ég líka verið að gangast fyrir því, sem ég ég veit alveg að sumum félögum mínum finnst ekkert allt of þægilegt, þegar ég segi að við verðum að horfast í augu við það að við gerðum líka mistök. Vegna þess að umbótaflokkur fær aldrei traust á nýjan leik nema hann útskýri af hverju hann náði ekki málum í gegn áður,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Kosningar fara að óbreyttu fram eftir sex mánuði og í millitíðinni heldur Samfylkingin landsfund og boðar til formannskjörs þar sem fjórir aðrir bjóða sig fram ásamt Árna Páli. Hann segist sjálfur hafa verið í óbærilegri stöðu með veiklað umboð frá síðasta landsfundi. Flokkurinn geti ekki nestað formann sinn með þeim hætti og hljóti að læra af reynslunni. „Og við verðum öll að sameinast um það að flokkurinn standi einhuga að baki þeim formanni sem stendur eftir sem sigurvegari nú. Ég held að það sé grundvallaratriði til að Samfylkingin sýni þjóðinni að hún sé mætt til leiks og ætli að sinna því að þjóna þjóðinni en ekki gleyma sér í einhverri togstreitu innanhúss,“ segir Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira