Formannsefni Samfylkingarinnar takast á í beinni á Vísi Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2016 13:35 Oddný Harðardóttir og Helgi Hjörvar eru á meðal þeirra sem bjóða fram krafta sína til formanns. Vísir Kosning á nýjum formanni Samfylkingarinnar hefst eftir rétt rúma viku. Fernt er í framboði en síðast þegar fylgi frmbjóðenda var kannað vildu flestir að Oddný G. Harðardóttir yrði næsti formaður flokksins. Kappræður milli frambjóðendanna verða í beinni útsendingu sem verður aðgengileg á Vísi í kvöld. Litlu munaði þó á fylgi við Oddnýju G. Harðardóttur þingmann flokksins og Helga Hjörvar þingflokksformann í þessari einu könnun sem gerð hefur verið svo vitað sé. En það voru stuðningsmenn Helga sem létu Gallup gera könnunina sem birt var hinn 21. apríl. Þá mældist Oddný með 32,4 prósenta fylgi en þar á eftir komu Helgi með 29,9 prósent, Árni Páll Árnason núverandi formaður Samfylkingarinnar með 20 prósent, Magnús Orri Schram varaþingmaður með 12,3 prósent og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi af Seltjarnarnesi með 5,5 prósent. Fráþví könnunin var gerð hefur Árni Páll dregið framboð sitt til baka. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram dagana 3. og 4. júní en í aðdraganda hans kjósa félagar í flokknum nýjan formann í almennri kosningu. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir kosninguna hefjast laugardaginn 28. maí eða eftir rétt rúma viku. „Hún verður að langmestu leyti rafræn þar sem fólk kýs á tölvum eða með símum. Kjörskrá var lokað 7. maí og allir sem voru félagar í Samfylkingunni þann dag fá að kjósa í formannskjörinu. Til þess að kjósa þarf að hafa Íslykil eða rafræn skilríki. Íslykilinn er hægt að finna á heimasíðu Íslykils www.islykill.is og rafræn skilríki í viðskiptabönkum,“ segir Kristján Guy. Yfir fimm þúsund manns kusu í formannskjöri árið 2013 þegar Árni Páll Árnason var fyrst kjörinn formaður. Kosningarnar hefjast eftir rúma viku og standa frá hádegi laugardagsins 28. maí til hádegis á fyrra degi landsfundar hinn 3. júní. „Úrslitin verða kynnt síðdegis á landsfundinum 3. júní sem verður settur þann dag. Fram að því eru frambjóðendur að kynna sig. Þeir eru að halda fundi um allt land og koma fram með sín stefnumál,“ segir framkvæmdastjórinn. Einn slíkur fundur frambjóðenda fer fram á Hótel Natura í Reykjavík klukkan 20:00 í kvöld og verður fundurinn sendur beint út á Vísi. „Það er fundur sem er öllum opinn og verður fróðlegt að sjá. Það verður skemmtilegt form á fundinum. Kappræðuform sem hefur ekki verið notað áður í svona kosningu. Þau eru fjögur að keppa og þetta gæti orðið mjög skemmtilegt,“ segir Kristján Guy Burgess. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Kosning á nýjum formanni Samfylkingarinnar hefst eftir rétt rúma viku. Fernt er í framboði en síðast þegar fylgi frmbjóðenda var kannað vildu flestir að Oddný G. Harðardóttir yrði næsti formaður flokksins. Kappræður milli frambjóðendanna verða í beinni útsendingu sem verður aðgengileg á Vísi í kvöld. Litlu munaði þó á fylgi við Oddnýju G. Harðardóttur þingmann flokksins og Helga Hjörvar þingflokksformann í þessari einu könnun sem gerð hefur verið svo vitað sé. En það voru stuðningsmenn Helga sem létu Gallup gera könnunina sem birt var hinn 21. apríl. Þá mældist Oddný með 32,4 prósenta fylgi en þar á eftir komu Helgi með 29,9 prósent, Árni Páll Árnason núverandi formaður Samfylkingarinnar með 20 prósent, Magnús Orri Schram varaþingmaður með 12,3 prósent og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi af Seltjarnarnesi með 5,5 prósent. Fráþví könnunin var gerð hefur Árni Páll dregið framboð sitt til baka. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram dagana 3. og 4. júní en í aðdraganda hans kjósa félagar í flokknum nýjan formann í almennri kosningu. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir kosninguna hefjast laugardaginn 28. maí eða eftir rétt rúma viku. „Hún verður að langmestu leyti rafræn þar sem fólk kýs á tölvum eða með símum. Kjörskrá var lokað 7. maí og allir sem voru félagar í Samfylkingunni þann dag fá að kjósa í formannskjörinu. Til þess að kjósa þarf að hafa Íslykil eða rafræn skilríki. Íslykilinn er hægt að finna á heimasíðu Íslykils www.islykill.is og rafræn skilríki í viðskiptabönkum,“ segir Kristján Guy. Yfir fimm þúsund manns kusu í formannskjöri árið 2013 þegar Árni Páll Árnason var fyrst kjörinn formaður. Kosningarnar hefjast eftir rúma viku og standa frá hádegi laugardagsins 28. maí til hádegis á fyrra degi landsfundar hinn 3. júní. „Úrslitin verða kynnt síðdegis á landsfundinum 3. júní sem verður settur þann dag. Fram að því eru frambjóðendur að kynna sig. Þeir eru að halda fundi um allt land og koma fram með sín stefnumál,“ segir framkvæmdastjórinn. Einn slíkur fundur frambjóðenda fer fram á Hótel Natura í Reykjavík klukkan 20:00 í kvöld og verður fundurinn sendur beint út á Vísi. „Það er fundur sem er öllum opinn og verður fróðlegt að sjá. Það verður skemmtilegt form á fundinum. Kappræðuform sem hefur ekki verið notað áður í svona kosningu. Þau eru fjögur að keppa og þetta gæti orðið mjög skemmtilegt,“ segir Kristján Guy Burgess.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira