Fastagestir Tíu dropa sorgmæddir vegna frétta af lokun Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. maí 2016 20:00 Kaffihúsið Tíu dropar mun í júlí hætta starfsemi á Laugavegi eftir næstum þrjátíu ára rekstur. Fastagestir kaffihússins eru sorgmæddir vegna málsins en rekstaraðilar leita nú logandi ljósi að nýju húsnæði. Kjallarahúsnæðið sem hýst hefur Tíu dropa í gegnum tíðina var selt fyrir nokkrum vikum og var sögðu nýir eigendur leigusamningi kaffihússins upp. Starfseminni verður því hætt 13 júlí. Arnar Þór Gíslason eigandi Tíu dropa segir tjónið vissulega fjárhagslegt en aðallega sé það tilfinningalegt. „Við erum búin að gera þetta þannig að þér á að líða eins og heima hjá ömmu. Og umfram það að veita þessa þjónustu sem er ekkert veitt hvar sem er í dag, að vera með pönnukökur og vöfflur og að hingað geti börn komið að spila með ömmum sínum og annað slíkt,“ segir hann. Arnar segir að margt hafi verið gert til að ná samkomulagi við húseiganda um áframhaldandi leigu húsnæðisins en að það hafi ekki borið árangur. „Þessi staður þarf ákveðið sjarmerandi húsnæði til að vera í. Við getum ekki verið til dæmis í nýju. En við erum byrjaðir að leita og ef það er einhver húseigandi þarna úti sem að vill hýsa okkur þá má hann endilega hafa samband,“ segir hann. „Þetta er mjög sorglegt og leiðinlegt. Það er stór hópur fastakúnna sem koma hérna daglega. Þetta er leiðinlegt fyrir alla held ég, og miðbæinn,“ segir Ingimar Böðvarsson sem hefur verið fastagestur á Tíu dropum undanfarin ár en fréttastofa ræddi við nokkra gesti kaffihússins í dag eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Kaffihúsið Tíu dropar mun í júlí hætta starfsemi á Laugavegi eftir næstum þrjátíu ára rekstur. Fastagestir kaffihússins eru sorgmæddir vegna málsins en rekstaraðilar leita nú logandi ljósi að nýju húsnæði. Kjallarahúsnæðið sem hýst hefur Tíu dropa í gegnum tíðina var selt fyrir nokkrum vikum og var sögðu nýir eigendur leigusamningi kaffihússins upp. Starfseminni verður því hætt 13 júlí. Arnar Þór Gíslason eigandi Tíu dropa segir tjónið vissulega fjárhagslegt en aðallega sé það tilfinningalegt. „Við erum búin að gera þetta þannig að þér á að líða eins og heima hjá ömmu. Og umfram það að veita þessa þjónustu sem er ekkert veitt hvar sem er í dag, að vera með pönnukökur og vöfflur og að hingað geti börn komið að spila með ömmum sínum og annað slíkt,“ segir hann. Arnar segir að margt hafi verið gert til að ná samkomulagi við húseiganda um áframhaldandi leigu húsnæðisins en að það hafi ekki borið árangur. „Þessi staður þarf ákveðið sjarmerandi húsnæði til að vera í. Við getum ekki verið til dæmis í nýju. En við erum byrjaðir að leita og ef það er einhver húseigandi þarna úti sem að vill hýsa okkur þá má hann endilega hafa samband,“ segir hann. „Þetta er mjög sorglegt og leiðinlegt. Það er stór hópur fastakúnna sem koma hérna daglega. Þetta er leiðinlegt fyrir alla held ég, og miðbæinn,“ segir Ingimar Böðvarsson sem hefur verið fastagestur á Tíu dropum undanfarin ár en fréttastofa ræddi við nokkra gesti kaffihússins í dag eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira