Fastagestir Tíu dropa sorgmæddir vegna frétta af lokun Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. maí 2016 20:00 Kaffihúsið Tíu dropar mun í júlí hætta starfsemi á Laugavegi eftir næstum þrjátíu ára rekstur. Fastagestir kaffihússins eru sorgmæddir vegna málsins en rekstaraðilar leita nú logandi ljósi að nýju húsnæði. Kjallarahúsnæðið sem hýst hefur Tíu dropa í gegnum tíðina var selt fyrir nokkrum vikum og var sögðu nýir eigendur leigusamningi kaffihússins upp. Starfseminni verður því hætt 13 júlí. Arnar Þór Gíslason eigandi Tíu dropa segir tjónið vissulega fjárhagslegt en aðallega sé það tilfinningalegt. „Við erum búin að gera þetta þannig að þér á að líða eins og heima hjá ömmu. Og umfram það að veita þessa þjónustu sem er ekkert veitt hvar sem er í dag, að vera með pönnukökur og vöfflur og að hingað geti börn komið að spila með ömmum sínum og annað slíkt,“ segir hann. Arnar segir að margt hafi verið gert til að ná samkomulagi við húseiganda um áframhaldandi leigu húsnæðisins en að það hafi ekki borið árangur. „Þessi staður þarf ákveðið sjarmerandi húsnæði til að vera í. Við getum ekki verið til dæmis í nýju. En við erum byrjaðir að leita og ef það er einhver húseigandi þarna úti sem að vill hýsa okkur þá má hann endilega hafa samband,“ segir hann. „Þetta er mjög sorglegt og leiðinlegt. Það er stór hópur fastakúnna sem koma hérna daglega. Þetta er leiðinlegt fyrir alla held ég, og miðbæinn,“ segir Ingimar Böðvarsson sem hefur verið fastagestur á Tíu dropum undanfarin ár en fréttastofa ræddi við nokkra gesti kaffihússins í dag eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Kaffihúsið Tíu dropar mun í júlí hætta starfsemi á Laugavegi eftir næstum þrjátíu ára rekstur. Fastagestir kaffihússins eru sorgmæddir vegna málsins en rekstaraðilar leita nú logandi ljósi að nýju húsnæði. Kjallarahúsnæðið sem hýst hefur Tíu dropa í gegnum tíðina var selt fyrir nokkrum vikum og var sögðu nýir eigendur leigusamningi kaffihússins upp. Starfseminni verður því hætt 13 júlí. Arnar Þór Gíslason eigandi Tíu dropa segir tjónið vissulega fjárhagslegt en aðallega sé það tilfinningalegt. „Við erum búin að gera þetta þannig að þér á að líða eins og heima hjá ömmu. Og umfram það að veita þessa þjónustu sem er ekkert veitt hvar sem er í dag, að vera með pönnukökur og vöfflur og að hingað geti börn komið að spila með ömmum sínum og annað slíkt,“ segir hann. Arnar segir að margt hafi verið gert til að ná samkomulagi við húseiganda um áframhaldandi leigu húsnæðisins en að það hafi ekki borið árangur. „Þessi staður þarf ákveðið sjarmerandi húsnæði til að vera í. Við getum ekki verið til dæmis í nýju. En við erum byrjaðir að leita og ef það er einhver húseigandi þarna úti sem að vill hýsa okkur þá má hann endilega hafa samband,“ segir hann. „Þetta er mjög sorglegt og leiðinlegt. Það er stór hópur fastakúnna sem koma hérna daglega. Þetta er leiðinlegt fyrir alla held ég, og miðbæinn,“ segir Ingimar Böðvarsson sem hefur verið fastagestur á Tíu dropum undanfarin ár en fréttastofa ræddi við nokkra gesti kaffihússins í dag eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira