Sérmál ef fýla ræður för á Landspítalanum Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. maí 2016 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segir útboð auðvelda sparnaðarleið fyrir ríkið. Fréttablaðið/Anton „Ef menn hafa bara farið í fýlu og ekkert viljað gera þá er það bara alveg sérmál,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, um skort á þátttöku Landspítalans í samnorrænum lyfjaútboðum. Til mikils væri hins vegar að vinna. Orðin lét Guðlaugur falla á fundi Félags atvinnurekenda um útboðsmál hins opinbera í gærmorgun, en hann var þar meðal frummælenda.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, á morgunverðarfundi FA í gær. Fréttablaðið/AntonLandspítalinn hefur vísað til þess að breytingar á lögum um opinber innkaup 2011 hafi komið í veg fyfrir að hægt væri að fara í útboð með öðrum þjóðum vegna ákvæða um sérstakt samkeppnismat sem fara þarf fram vegna útboða erlendis. Guðlaugur vísar hins vegar til orða Halldórs Ó. Sigurðssonar, forstjóra ríkiskaupa, um að lögin séu ekki jafnhamlandi og virðast kunni. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ sagði Halldór í viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum.Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður kærunefndar útboðsmála, sem hélt erindi á morgunfundi FA um útboðsmál í gær, segir vanta eftirfylgni með útboðsmálum hjá hinu opinbera.Fréttablaðið/AntonMargrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma.Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur segir nauðsynlegt að fara vel yfir málið og kveðst hlakka til að kalla eftir svörum á vettvangi fjárlaganefndar. „Og fá að vita hvort það geti verið að menn hafi ekki látið á þetta reyna. Það er alveg stórmerkilegt ef menn hafa ekki gert það.“ Baldvin Hafsteinsson, lögmaður á skrifstofu forstjóra Landspítalans, sem var á fundinum, bendir á að hér þurfi sérstakt markaðsleyfi til að koma lyfi á markað. „Það er ekki þannig að hægt sé að hlaupa út í heim og kaupa eitthvað lyf og flytja til landsins.“ Þar að auki séu lyfin verðskráð. „Og þá spyr maður: Til hvers að bjóða út lyf ef þau eru nú þegar með skráð opinbert markaðsverð,“ segir Baldvin. Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, benti á fundinum líka á að lyfin sem rætt væri um að bjóða út erlendis væru sjúkrahúslyf, en þau væru, eins og málum væri nú háttað, á lægsta mögulega verði í Skandinavíu. „Þau eru skráð þannig á Íslandi.“ Þetta væri fyrirkomulag sem Álfheiður Ingadóttir hefði komið á í heilbrigðisráðherratíð sinni. „Ef þessi lyf væru boðin út erlendis þá er ekkert fyrirtæki á Íslandi sem gæti tekið þátt í því útboði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí 2016. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frumvarp um opinber innkaup lent í mótbyr Samkeppniseftirlitið gagnrýnir frumvarp um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að innlent samkeppnismat verði ekki skylda er innlendir aðilar halda útboð með erlendum aðilum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við málið. 12. febrúar 2016 07:00 Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Að mati Landspítalans hamla lög um opinber innkaup því að hægt sé að halda útboð á lyfjakaupum með öðrum þjóðum. Dæmi um allt að 70 prósenta lægra verð í Noregi. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Ef menn hafa bara farið í fýlu og ekkert viljað gera þá er það bara alveg sérmál,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, um skort á þátttöku Landspítalans í samnorrænum lyfjaútboðum. Til mikils væri hins vegar að vinna. Orðin lét Guðlaugur falla á fundi Félags atvinnurekenda um útboðsmál hins opinbera í gærmorgun, en hann var þar meðal frummælenda.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, á morgunverðarfundi FA í gær. Fréttablaðið/AntonLandspítalinn hefur vísað til þess að breytingar á lögum um opinber innkaup 2011 hafi komið í veg fyfrir að hægt væri að fara í útboð með öðrum þjóðum vegna ákvæða um sérstakt samkeppnismat sem fara þarf fram vegna útboða erlendis. Guðlaugur vísar hins vegar til orða Halldórs Ó. Sigurðssonar, forstjóra ríkiskaupa, um að lögin séu ekki jafnhamlandi og virðast kunni. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ sagði Halldór í viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum.Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður kærunefndar útboðsmála, sem hélt erindi á morgunfundi FA um útboðsmál í gær, segir vanta eftirfylgni með útboðsmálum hjá hinu opinbera.Fréttablaðið/AntonMargrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma.Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur segir nauðsynlegt að fara vel yfir málið og kveðst hlakka til að kalla eftir svörum á vettvangi fjárlaganefndar. „Og fá að vita hvort það geti verið að menn hafi ekki látið á þetta reyna. Það er alveg stórmerkilegt ef menn hafa ekki gert það.“ Baldvin Hafsteinsson, lögmaður á skrifstofu forstjóra Landspítalans, sem var á fundinum, bendir á að hér þurfi sérstakt markaðsleyfi til að koma lyfi á markað. „Það er ekki þannig að hægt sé að hlaupa út í heim og kaupa eitthvað lyf og flytja til landsins.“ Þar að auki séu lyfin verðskráð. „Og þá spyr maður: Til hvers að bjóða út lyf ef þau eru nú þegar með skráð opinbert markaðsverð,“ segir Baldvin. Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, benti á fundinum líka á að lyfin sem rætt væri um að bjóða út erlendis væru sjúkrahúslyf, en þau væru, eins og málum væri nú háttað, á lægsta mögulega verði í Skandinavíu. „Þau eru skráð þannig á Íslandi.“ Þetta væri fyrirkomulag sem Álfheiður Ingadóttir hefði komið á í heilbrigðisráðherratíð sinni. „Ef þessi lyf væru boðin út erlendis þá er ekkert fyrirtæki á Íslandi sem gæti tekið þátt í því útboði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí 2016.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frumvarp um opinber innkaup lent í mótbyr Samkeppniseftirlitið gagnrýnir frumvarp um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að innlent samkeppnismat verði ekki skylda er innlendir aðilar halda útboð með erlendum aðilum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við málið. 12. febrúar 2016 07:00 Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Að mati Landspítalans hamla lög um opinber innkaup því að hægt sé að halda útboð á lyfjakaupum með öðrum þjóðum. Dæmi um allt að 70 prósenta lægra verð í Noregi. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Frumvarp um opinber innkaup lent í mótbyr Samkeppniseftirlitið gagnrýnir frumvarp um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að innlent samkeppnismat verði ekki skylda er innlendir aðilar halda útboð með erlendum aðilum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við málið. 12. febrúar 2016 07:00
Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Að mati Landspítalans hamla lög um opinber innkaup því að hægt sé að halda útboð á lyfjakaupum með öðrum þjóðum. Dæmi um allt að 70 prósenta lægra verð í Noregi. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum. 18. janúar 2016 07:00