Einar: Ef þjálfarinn segir mér að spila þá spila ég Anton Ingi Leifsson skrifar 17. maí 2016 19:45 Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga úr Ólafsvík, segir að hann geri engar kröfur um að byrja í markinu í næsta leik. Einar fór á kostum í 3-0 sigri á ÍA í gær þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu. Einar kom óvænt inn í hóp Ólsara fyrir skömmu, en eftir að Cristian Martinez Liberato meiddist í síðasta leik þurfti Einar að fara í markið í gær. „Takk fyrir það. Það er alltaf fínt að vera á sjó," sagði Einar þegar Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborgarinnar, bauð hann velkominn í Akarborgina. „Við fórum út klukkan korter í sex, svo það var ræs klukkan fimm. Ég kem í land einhverntímann í kvöld. Það ræðst af fiskeríi og svona."Sjá einnig:39 ára gamall sjóari og markvörður Ólsara stal senunni í kvöld | Myndband Einar hafði fyrir tímabilið einungis spilað tvo opinbera KSÍ-leiki frá því hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2013. „Það er nokkuð síðan að ég spilaði fótbolta. Þetta er fyrsti leikur í Íslandsmóti sem ég spila síðan 2013. Ég tók þó einn leik í fyrra eða hitt í fyrra, þá tók ég leik í deildarbikar." „Þegar það er frí hjá mér þá leita ég á æfingar og hef gert það allan tímann. Mér þykir rosalega gaman í fótbolta, sérstaklega á grænu grasi. Ég hef því verið að dunda mér með þeim." „Þetta þróaðist þannig að það getur verið ströggl að fá stráka vestur til þess að vera varamaður og þeir leituðu til mín í vetur. Ég kom mér í agætis stand og þeir virtust hafa trú á mér," sagði Einar og hélt áfram: „Ef að klúbburinn, þjálfarar, liðsfélagar og strákarnir hafa trú á manni þá er rosalega þægilegt að taka upp vettlingana og mæta. Þetta þróaðist svona og ég sé ekkert eftir því."Geri engar kröfur um að halda sætinu Ólafsvíkingum hefur gengið afar vel með nágranna sína frá Akranesi undanfarin ár og það gleður sjóarann síkáta. „Þetta er gríðalega ánægjuleg tölfræði. Þetta er eins og maður segir "derby" slagir. Það er ekkert flókið að gíra sig upp í þetta. Við erum með gott lið í dag og síðast þegar við spiluðum í Pepsi-deildinni vorum við ekkert síðra lið en Skaginn." „Staða beggja liða í síðasta leiknum 2013 var svipuð, bæði lið voru á leið niður og bæði lið voru svipuð að getu."Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - ÍA 3-0 | Víkingar á toppinn | Sjáðu mörkin Einar hefur verið duglegur að verja víti undanfarin ár og hann segir að honum líki það afar vel; að verja víti. „Mér leiðist ekkert að verja víti. Þú hefur engu að tapa og þetta er bara skemmtilegt móment. Þú gerir bara eitthvað - stundum virkar það og stundum ekki." Cristian Martinez Liberato verður að öllum líkindum klár í slaginn í næsta leik, en Einar heldur sér á jörðinni þrátt fyrir frábæran leik í gær. „Ég geri engar kröfur um að halda sætinu. Ég fékk hlutverk í þessu liði og ef að þjálfarinn segir mér að spila þá spila ég hvort sem það er í marki, hægri bakverði eða frammi. Bara ef það hjálpar," sagði Einar. Hlusta má á allt viðtalið í glugganum hér efst í fréttinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga úr Ólafsvík, segir að hann geri engar kröfur um að byrja í markinu í næsta leik. Einar fór á kostum í 3-0 sigri á ÍA í gær þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu. Einar kom óvænt inn í hóp Ólsara fyrir skömmu, en eftir að Cristian Martinez Liberato meiddist í síðasta leik þurfti Einar að fara í markið í gær. „Takk fyrir það. Það er alltaf fínt að vera á sjó," sagði Einar þegar Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborgarinnar, bauð hann velkominn í Akarborgina. „Við fórum út klukkan korter í sex, svo það var ræs klukkan fimm. Ég kem í land einhverntímann í kvöld. Það ræðst af fiskeríi og svona."Sjá einnig:39 ára gamall sjóari og markvörður Ólsara stal senunni í kvöld | Myndband Einar hafði fyrir tímabilið einungis spilað tvo opinbera KSÍ-leiki frá því hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2013. „Það er nokkuð síðan að ég spilaði fótbolta. Þetta er fyrsti leikur í Íslandsmóti sem ég spila síðan 2013. Ég tók þó einn leik í fyrra eða hitt í fyrra, þá tók ég leik í deildarbikar." „Þegar það er frí hjá mér þá leita ég á æfingar og hef gert það allan tímann. Mér þykir rosalega gaman í fótbolta, sérstaklega á grænu grasi. Ég hef því verið að dunda mér með þeim." „Þetta þróaðist þannig að það getur verið ströggl að fá stráka vestur til þess að vera varamaður og þeir leituðu til mín í vetur. Ég kom mér í agætis stand og þeir virtust hafa trú á mér," sagði Einar og hélt áfram: „Ef að klúbburinn, þjálfarar, liðsfélagar og strákarnir hafa trú á manni þá er rosalega þægilegt að taka upp vettlingana og mæta. Þetta þróaðist svona og ég sé ekkert eftir því."Geri engar kröfur um að halda sætinu Ólafsvíkingum hefur gengið afar vel með nágranna sína frá Akranesi undanfarin ár og það gleður sjóarann síkáta. „Þetta er gríðalega ánægjuleg tölfræði. Þetta er eins og maður segir "derby" slagir. Það er ekkert flókið að gíra sig upp í þetta. Við erum með gott lið í dag og síðast þegar við spiluðum í Pepsi-deildinni vorum við ekkert síðra lið en Skaginn." „Staða beggja liða í síðasta leiknum 2013 var svipuð, bæði lið voru á leið niður og bæði lið voru svipuð að getu."Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - ÍA 3-0 | Víkingar á toppinn | Sjáðu mörkin Einar hefur verið duglegur að verja víti undanfarin ár og hann segir að honum líki það afar vel; að verja víti. „Mér leiðist ekkert að verja víti. Þú hefur engu að tapa og þetta er bara skemmtilegt móment. Þú gerir bara eitthvað - stundum virkar það og stundum ekki." Cristian Martinez Liberato verður að öllum líkindum klár í slaginn í næsta leik, en Einar heldur sér á jörðinni þrátt fyrir frábæran leik í gær. „Ég geri engar kröfur um að halda sætinu. Ég fékk hlutverk í þessu liði og ef að þjálfarinn segir mér að spila þá spila ég hvort sem það er í marki, hægri bakverði eða frammi. Bara ef það hjálpar," sagði Einar. Hlusta má á allt viðtalið í glugganum hér efst í fréttinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira