Ásgeir ryður Mjóafjarðarheiðina eftir minni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2016 15:37 Snjóveggirnir á Mjóafjarðarheiði eru um fjórir metrar þar sem þeir eru hæstir. Mynd/Kristín Hávarðsdóttir Mjóafjarðarheiði var rudd um helgina og geta heimamenn, sem telja um 35, því loks tekið á móti gestum sem vilja koma akandi í plássið. Yfir vetrartímann er aðeins fært í þorpið með ferju sem siglir reglulega frá Norðfirði. Talað hefur verið um vorboðann ljúfa þegar snjóblásturstækið er sett í gang og vegurinn er ruddur. Enn er þó nokkuð í að snjórinn hverfi en á heiðinni eru nú fjögurra metra háir veggir af snjó. Rutt á Mjóafjarðarheiði.Mynd/Kristín HávarðsdóttirÁsgeir Jónsson er yfirblásari á svæðinu og er með aðstoð góðra blásara búinn að opna í gegn svo fært er fyrir bíla. Hann er þó enn að breikka veginn svo bílar gesta mæst á heiðinni. Sá vandi er hins vegar að á heiðinni er hvorki símasamband né GPS samband. Ásgeir deyr þó ekki ráðalaus enda þekkir hann vel til á svæðinu.„Hann ryður heiðina eftir minni,“ segir Kristín Hávarðsdóttir um Ásgeir eiginmann sinn sem á ættir að rekja til Mjóafjarðar. Foreldrar hans eigi þar stórt land og það séu ær og kýr Ásgeirs að kíkja í plássið og veiða lax.„Hann þekkir þetta eins og handarbakið á sér.“ Bátsferðum á milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar fækkar nú þar sem opið er fyrir bílaumferð. Á milli hálftíma og klukkutíma tekur að fara með ferjunni á milli en um klukkustund að aka frá Norðfirði til Mjóafjarðar.Sólin kíkti í heimsókn á Mjóafjarðarheiði um helgina.Mynd/Kristín HávarðsdóttiVerið er að ryðja heiðina til að gera bílum kleyft að mætast.Mynd/Kristín HávarðsdóttirTilfinningin að aka bíl með háa snjóveggi beggja vegna reynist eflaust einhverjum óþægileg.Mynd/Kristín Hávarðsdóttir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Mjóafjarðarheiði var rudd um helgina og geta heimamenn, sem telja um 35, því loks tekið á móti gestum sem vilja koma akandi í plássið. Yfir vetrartímann er aðeins fært í þorpið með ferju sem siglir reglulega frá Norðfirði. Talað hefur verið um vorboðann ljúfa þegar snjóblásturstækið er sett í gang og vegurinn er ruddur. Enn er þó nokkuð í að snjórinn hverfi en á heiðinni eru nú fjögurra metra háir veggir af snjó. Rutt á Mjóafjarðarheiði.Mynd/Kristín HávarðsdóttirÁsgeir Jónsson er yfirblásari á svæðinu og er með aðstoð góðra blásara búinn að opna í gegn svo fært er fyrir bíla. Hann er þó enn að breikka veginn svo bílar gesta mæst á heiðinni. Sá vandi er hins vegar að á heiðinni er hvorki símasamband né GPS samband. Ásgeir deyr þó ekki ráðalaus enda þekkir hann vel til á svæðinu.„Hann ryður heiðina eftir minni,“ segir Kristín Hávarðsdóttir um Ásgeir eiginmann sinn sem á ættir að rekja til Mjóafjarðar. Foreldrar hans eigi þar stórt land og það séu ær og kýr Ásgeirs að kíkja í plássið og veiða lax.„Hann þekkir þetta eins og handarbakið á sér.“ Bátsferðum á milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar fækkar nú þar sem opið er fyrir bílaumferð. Á milli hálftíma og klukkutíma tekur að fara með ferjunni á milli en um klukkustund að aka frá Norðfirði til Mjóafjarðar.Sólin kíkti í heimsókn á Mjóafjarðarheiði um helgina.Mynd/Kristín HávarðsdóttiVerið er að ryðja heiðina til að gera bílum kleyft að mætast.Mynd/Kristín HávarðsdóttirTilfinningin að aka bíl með háa snjóveggi beggja vegna reynist eflaust einhverjum óþægileg.Mynd/Kristín Hávarðsdóttir
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira