Sjö vikna fríi Sigmundar Davíðs að ljúka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2016 11:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Anton Brink Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, reiknar með því að dagar hans á Alþingi þessa vikuna verði þeir síðustu, í bili að minnsta kosti. Hjálmar Bogi hefur staðið vaktina undanfarnar vikur fyrir forsætisráðherrann fyrrverandi Sigmund Davíð Gunnlaugsson síðan hann sagði af sér í kjölfar umfjöllunar um hann og eiginkonu hans í tengslum við Panamaskjölin. Sigmundur Davíð ákvað að segja af sér sem forsætisráðherra þann 5. apríl en halda áfram sem bæði formaður og þingmaður Framsóknar. Í framhaldinu fór hann í langþráð frí sem nú hefur varið í sex vikur. Hjálmar Bogi segist eiga von á Sigmundi aftur á þing á mánudaginn.Hjálmar Bogi Hafliðason.Vill ræða Dettifossveginn í síðustu vikunni „Það var talað um minnst þrjár vikur í upphafi,“ segir Hjálmar sem var nýlentur á Reykjavíkurflugvelli þegar Vísir náði af honum tali. Bæjarfulltrúinn og kennarinn segir síðustu vikur hafa verið annasamar en hann hafi sinnt þingmennskunni á virkum dögum í höfuðborginni en svo haldið norður yfir helgarnar. Hjálmar er spenntur fyrir umræðum um búvörusamninginn, sem verður til umræðu um helgina. Hann hafi rætt þau mál við bændur um helgina en er þó ekki viss um hvort hann taki til máls undir þeim lið í dag. Þá ætli hann að reyna að koma sjónarmiðum sínum og sveitunga hans að næstu daga er varða Dettifossveginn. Nauðsynlegt sé að setja peninga í vegagerð á svæðinu og raunar löngu tímabært. Til hefur staðið að markaðssetja veginn frá Húsavík að Ásbyrgi og Hljóðaklettum og þaðan að Dettifossi sem Demantshringinn, en líkt og Hjálmar hefur að undanförnu vakið athygli á á Facebook-síðu sinni verður sá vegur ekki tilbúinn í bráð. Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, reiknar með því að dagar hans á Alþingi þessa vikuna verði þeir síðustu, í bili að minnsta kosti. Hjálmar Bogi hefur staðið vaktina undanfarnar vikur fyrir forsætisráðherrann fyrrverandi Sigmund Davíð Gunnlaugsson síðan hann sagði af sér í kjölfar umfjöllunar um hann og eiginkonu hans í tengslum við Panamaskjölin. Sigmundur Davíð ákvað að segja af sér sem forsætisráðherra þann 5. apríl en halda áfram sem bæði formaður og þingmaður Framsóknar. Í framhaldinu fór hann í langþráð frí sem nú hefur varið í sex vikur. Hjálmar Bogi segist eiga von á Sigmundi aftur á þing á mánudaginn.Hjálmar Bogi Hafliðason.Vill ræða Dettifossveginn í síðustu vikunni „Það var talað um minnst þrjár vikur í upphafi,“ segir Hjálmar sem var nýlentur á Reykjavíkurflugvelli þegar Vísir náði af honum tali. Bæjarfulltrúinn og kennarinn segir síðustu vikur hafa verið annasamar en hann hafi sinnt þingmennskunni á virkum dögum í höfuðborginni en svo haldið norður yfir helgarnar. Hjálmar er spenntur fyrir umræðum um búvörusamninginn, sem verður til umræðu um helgina. Hann hafi rætt þau mál við bændur um helgina en er þó ekki viss um hvort hann taki til máls undir þeim lið í dag. Þá ætli hann að reyna að koma sjónarmiðum sínum og sveitunga hans að næstu daga er varða Dettifossveginn. Nauðsynlegt sé að setja peninga í vegagerð á svæðinu og raunar löngu tímabært. Til hefur staðið að markaðssetja veginn frá Húsavík að Ásbyrgi og Hljóðaklettum og þaðan að Dettifossi sem Demantshringinn, en líkt og Hjálmar hefur að undanförnu vakið athygli á á Facebook-síðu sinni verður sá vegur ekki tilbúinn í bráð.
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira