Hermann: Nokkrir menn í mínu liði sem líta út eins og frændur sínir Stefán Árni Pálsson skrifar 16. maí 2016 19:38 Hermann var svekktur í leikslok. Fylkir er án stiga eftir fjóra leiki. vísir/valli „Þetta var auðvitað frábær byrjun hjá okkur eða kannski ekki,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. Fylkir tapaði fjórða leiknum í röð í Pepsi-deild karla í kvöld þegar liðið tók á móti ÍBV. Leikurinn fór 3-0 og hefur Fylkir ekki enn fengið stig í deildinni. „Leikurinn er varla byrjaður og við lentir undir. Það setti okkur aðeins á rassgatið. Síðan fáum við mjög klaufalegt mark á okkur stuttu síðar þar sem maðurinn fær bara að koma skokkandi í frákastið og setja boltann í netið, alveg fáránlegt. Það virðist vanta alla einbeitingu í okkar lið.“ Hermann segir að ákveðin atriði í varnarleik liðsins hafi verið barnalegt og menn náðu ekki að framkvæma hluti sem þeir eiga að hafa lært í sjötta flokki. „Stundum er liðið að koma sér í ágætis stöðu en þá tekur alltaf bara einhver klaufaskapur við og boltinn skoppar bara í legginn á mönnum og slíkt. Við erum með ákveðin gæði í okkar leik og það sást vel í vetur. Svo allt í einu þegar mótið byrjar, þá bara hverfur þetta úr okkar liði. Þetta er alveg hreint gríðarlega svekkjandi, það eru bara einföldu hlutirnir sem eru að klikka hjá okkur og þá er erfitt að vinna fótboltaleik.“ Fylkir hefur aðeins skorað eitt mark á tímabilinu. „Sóknarleikurinn hefur verið okkar sterkasta hlið í vetur en það skiptir engu máli. Það er eitt að spila vel í einhverju vetrarmóti, en núna erum við komnir í alvörumótið. Menn þurfa halda áfram að gera hlutina eins og við gerðum í vetur, en það gerist ekkert að sjálfu sér. Ég veit ekki hvort menn séu farnir inn í einhverja skel en það er nokkur andlit í mínu liði sem líta bara út eins og frændur sínir,“ segir Hermann sem vildi ekki fara nánar út í það hvaða leikmenn það væru. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
„Þetta var auðvitað frábær byrjun hjá okkur eða kannski ekki,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. Fylkir tapaði fjórða leiknum í röð í Pepsi-deild karla í kvöld þegar liðið tók á móti ÍBV. Leikurinn fór 3-0 og hefur Fylkir ekki enn fengið stig í deildinni. „Leikurinn er varla byrjaður og við lentir undir. Það setti okkur aðeins á rassgatið. Síðan fáum við mjög klaufalegt mark á okkur stuttu síðar þar sem maðurinn fær bara að koma skokkandi í frákastið og setja boltann í netið, alveg fáránlegt. Það virðist vanta alla einbeitingu í okkar lið.“ Hermann segir að ákveðin atriði í varnarleik liðsins hafi verið barnalegt og menn náðu ekki að framkvæma hluti sem þeir eiga að hafa lært í sjötta flokki. „Stundum er liðið að koma sér í ágætis stöðu en þá tekur alltaf bara einhver klaufaskapur við og boltinn skoppar bara í legginn á mönnum og slíkt. Við erum með ákveðin gæði í okkar leik og það sást vel í vetur. Svo allt í einu þegar mótið byrjar, þá bara hverfur þetta úr okkar liði. Þetta er alveg hreint gríðarlega svekkjandi, það eru bara einföldu hlutirnir sem eru að klikka hjá okkur og þá er erfitt að vinna fótboltaleik.“ Fylkir hefur aðeins skorað eitt mark á tímabilinu. „Sóknarleikurinn hefur verið okkar sterkasta hlið í vetur en það skiptir engu máli. Það er eitt að spila vel í einhverju vetrarmóti, en núna erum við komnir í alvörumótið. Menn þurfa halda áfram að gera hlutina eins og við gerðum í vetur, en það gerist ekkert að sjálfu sér. Ég veit ekki hvort menn séu farnir inn í einhverja skel en það er nokkur andlit í mínu liði sem líta bara út eins og frændur sínir,“ segir Hermann sem vildi ekki fara nánar út í það hvaða leikmenn það væru.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira