Lífið

Unnsteinn kynnti stigin með Lúnu: „Þegar þú ert ofurillmenni en þarft að kynna stigin í Eurovision“

Birgir Olgeirsson skrifar
Unnsteinn Manúel þegar hann kynnti stig íslensku dómnefndarinnar í kvöld.
Unnsteinn Manúel þegar hann kynnti stig íslensku dómnefndarinnar í kvöld.
Unnsteinn Manúel Stefánsson kynnti stig íslensku dómnefndarinnar í Eurovision. Unnsteinn var ekki einn á ferð heldur hélt hann á hundinum Lúnu á meðan hann tilkynnti að Hollendingar hefðu fengið tólf stig frá íslensku dómnefndinni. Annars fékk Ástralía 10 stig frá okkur Íslendingum, Rússland 8 stig, Króatíu 7 stig, Svíþjóð 6 stig, Tékkland 9 stig, Möltu 4 stig, Belgíu 3 stig, Frakklandi 2 stig og Austurríki 1 stig.

Íslensku dómnefndina skipuðu:

  • Kristín Björg Þorsteinsdóttir fyrrverandi dagskrárgerðarmaður (formaður dómnefndar)
  • Magnús Jón Kjartansson tónlistarmaður
  • Kristjana Stefánsdóttir tónlistarmaður
  • Vera Hjördís Matsdóttir tónlistarnemi
  • Björgvin Ívar Baldursson tónlistarmaður
Eins og Twitter sæmir var aðeins skotið á Unnstein vegna hundsins og meðal annars en sem líkti og honum við ofurillmenni, jafnvel í ætt við það sem sjá má í James Bond myndum, og þá að sjálfsögðu Dr. Evil úr Austin Powers myndunum. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×