Hent út af Twitter Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. maí 2016 19:12 Margir velta því fyrir sér hvort Azealia Banks sé að eyðileggja feril sinn með hegðun sinni á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Rapparinn Azealia Banks hefur verið hent út af Twitter. Eftir að hafa að hafa úthúðað söngvaranum Zayn Malik, sem var áður í One Direction, í fjölda tísta var reikningi hennar skyndilega eytt út af Twitter. Líklega hefur það verið vegna rasískra ummæla í hans garð en Zayn er múslimi. Einnig kallaði hún Zayn fúkyrðum sem oft eru notuð niðrandi í garð samkynhneigða. Í gær afboðuðu umsjónamenn Born & Bred tónleikahátíðarinnar framkomu hennar af sömu ástæðu. Azealia hóf að áreita Zayn fyrir viku síðan þegar hún sagði að nýtt myndband hans við lagið Like I Would væri augljós eftirherma á hennar stílbrigðum. Myndbandið þykir reyndar líka vera undir miklum áhrifum frá kvikmyndinni Tron. Eitthvað orðastríð hófst á milli þeirra og varð Azealia orðljótari og orðljótari með hverri færslunni. Eftir að málið komst í fjölmiðla sendi Azealia út tilkynningu þar sem hún sagðist þykja það miður að orð hennar hefðu móðgað einhvern. Hún baðst þó aldrei afsökunar á sjálfum ummælunum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Azealia Banks kemst í vandræði fyrir tíst sín. Árið 2013 reyndu umboðsmenn hennar að ná stjórn af Twitter reikninginum þar sem þeir töldu að þau vandræði sem hún hefur ítrekað lent í þar væru að skaða feril hennar. Hér fyrir neðan má sjá umrætt myndband frá Zayn. Minnir það ykkur á stíl Azealiu Banks? Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Rapparinn Azealia Banks hefur verið hent út af Twitter. Eftir að hafa að hafa úthúðað söngvaranum Zayn Malik, sem var áður í One Direction, í fjölda tísta var reikningi hennar skyndilega eytt út af Twitter. Líklega hefur það verið vegna rasískra ummæla í hans garð en Zayn er múslimi. Einnig kallaði hún Zayn fúkyrðum sem oft eru notuð niðrandi í garð samkynhneigða. Í gær afboðuðu umsjónamenn Born & Bred tónleikahátíðarinnar framkomu hennar af sömu ástæðu. Azealia hóf að áreita Zayn fyrir viku síðan þegar hún sagði að nýtt myndband hans við lagið Like I Would væri augljós eftirherma á hennar stílbrigðum. Myndbandið þykir reyndar líka vera undir miklum áhrifum frá kvikmyndinni Tron. Eitthvað orðastríð hófst á milli þeirra og varð Azealia orðljótari og orðljótari með hverri færslunni. Eftir að málið komst í fjölmiðla sendi Azealia út tilkynningu þar sem hún sagðist þykja það miður að orð hennar hefðu móðgað einhvern. Hún baðst þó aldrei afsökunar á sjálfum ummælunum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Azealia Banks kemst í vandræði fyrir tíst sín. Árið 2013 reyndu umboðsmenn hennar að ná stjórn af Twitter reikninginum þar sem þeir töldu að þau vandræði sem hún hefur ítrekað lent í þar væru að skaða feril hennar. Hér fyrir neðan má sjá umrætt myndband frá Zayn. Minnir það ykkur á stíl Azealiu Banks?
Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira