Segir birtingu gagnanna tilraun til hvítþvottar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. maí 2016 11:10 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir birtingu gagna úr bókhaldi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknar, og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, einungis tilraun til hvítþvottar. Gögnin breyti ekki þeirri staðreynd að hjónin hafi átt svokallað aflandsfélag á lágskattasvæði. „Formaður Framsóknarflokksins hefur verið að reyna að klóra í bakkann með því að senda út á vefinn Excel-skjöl sem hann álítur nægjanleg gögn til þess að hreinsa sig væntanlega af því sem hann telur að á sig hafi verið borið. Það er að segja að hann hafi ekki staðið sína plikt og skilað tilheyrandi gögnum, CFC-skýrslum eða hverju öðru sem þeim hjónum ber að skila en hann sem sagt virðist vera að gera tilraun til þess að hvítþvo sig á því,“ sagði Bjarkey í störfum þingsins á Alþingi í morgun. Gögnin dugi að hennar mati ekki til.Vill að skattaskýrslan verði birt „Það breytir jú engu um það að þau áttu þetta félag og það er það sem skiptir máli í því samhengi. Það er siðferðið sem felst í því að velja sér þessa stöðu, fyrir utan svo það að leggja ekki fram skattaskýrslu fyrst hann telur ástæðu til þess að upplýsa um einhver gögn þeirra hjóna, þá er auðvitað hreinlegast og best til þess fallið í stað þess að birta einhver Excel-skjöl.“ Bjarkey sakaði forystumenn ríkisstjórnarflokkanna um ábyrgðarleysi í þessum efnum, og vísaði meðal í harðorðan pistil Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra í nýjasta tölublaði Tíundar um tíðrædd aflandsfélög. „Margir hafa nú viðurkennt að þeir hafi verið að leita eftir leyndinni á meðan við sjáum hér forystufólk ríkisstjórnarflokkanna neita dag eftir dag að þeir eigi nokkuð í skattaskjóli. Jafnvel að maður gæti haldið að nöfn þeirra hefðu ekki einu sinni birst í Panama-skjölunum. Slíkur er hvítþvotturinn að verða,“ sagði Bjarkey. Alþingi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir birtingu gagna úr bókhaldi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknar, og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, einungis tilraun til hvítþvottar. Gögnin breyti ekki þeirri staðreynd að hjónin hafi átt svokallað aflandsfélag á lágskattasvæði. „Formaður Framsóknarflokksins hefur verið að reyna að klóra í bakkann með því að senda út á vefinn Excel-skjöl sem hann álítur nægjanleg gögn til þess að hreinsa sig væntanlega af því sem hann telur að á sig hafi verið borið. Það er að segja að hann hafi ekki staðið sína plikt og skilað tilheyrandi gögnum, CFC-skýrslum eða hverju öðru sem þeim hjónum ber að skila en hann sem sagt virðist vera að gera tilraun til þess að hvítþvo sig á því,“ sagði Bjarkey í störfum þingsins á Alþingi í morgun. Gögnin dugi að hennar mati ekki til.Vill að skattaskýrslan verði birt „Það breytir jú engu um það að þau áttu þetta félag og það er það sem skiptir máli í því samhengi. Það er siðferðið sem felst í því að velja sér þessa stöðu, fyrir utan svo það að leggja ekki fram skattaskýrslu fyrst hann telur ástæðu til þess að upplýsa um einhver gögn þeirra hjóna, þá er auðvitað hreinlegast og best til þess fallið í stað þess að birta einhver Excel-skjöl.“ Bjarkey sakaði forystumenn ríkisstjórnarflokkanna um ábyrgðarleysi í þessum efnum, og vísaði meðal í harðorðan pistil Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra í nýjasta tölublaði Tíundar um tíðrædd aflandsfélög. „Margir hafa nú viðurkennt að þeir hafi verið að leita eftir leyndinni á meðan við sjáum hér forystufólk ríkisstjórnarflokkanna neita dag eftir dag að þeir eigi nokkuð í skattaskjóli. Jafnvel að maður gæti haldið að nöfn þeirra hefðu ekki einu sinni birst í Panama-skjölunum. Slíkur er hvítþvotturinn að verða,“ sagði Bjarkey.
Alþingi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira