Segir birtingu gagnanna tilraun til hvítþvottar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. maí 2016 11:10 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir birtingu gagna úr bókhaldi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknar, og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, einungis tilraun til hvítþvottar. Gögnin breyti ekki þeirri staðreynd að hjónin hafi átt svokallað aflandsfélag á lágskattasvæði. „Formaður Framsóknarflokksins hefur verið að reyna að klóra í bakkann með því að senda út á vefinn Excel-skjöl sem hann álítur nægjanleg gögn til þess að hreinsa sig væntanlega af því sem hann telur að á sig hafi verið borið. Það er að segja að hann hafi ekki staðið sína plikt og skilað tilheyrandi gögnum, CFC-skýrslum eða hverju öðru sem þeim hjónum ber að skila en hann sem sagt virðist vera að gera tilraun til þess að hvítþvo sig á því,“ sagði Bjarkey í störfum þingsins á Alþingi í morgun. Gögnin dugi að hennar mati ekki til.Vill að skattaskýrslan verði birt „Það breytir jú engu um það að þau áttu þetta félag og það er það sem skiptir máli í því samhengi. Það er siðferðið sem felst í því að velja sér þessa stöðu, fyrir utan svo það að leggja ekki fram skattaskýrslu fyrst hann telur ástæðu til þess að upplýsa um einhver gögn þeirra hjóna, þá er auðvitað hreinlegast og best til þess fallið í stað þess að birta einhver Excel-skjöl.“ Bjarkey sakaði forystumenn ríkisstjórnarflokkanna um ábyrgðarleysi í þessum efnum, og vísaði meðal í harðorðan pistil Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra í nýjasta tölublaði Tíundar um tíðrædd aflandsfélög. „Margir hafa nú viðurkennt að þeir hafi verið að leita eftir leyndinni á meðan við sjáum hér forystufólk ríkisstjórnarflokkanna neita dag eftir dag að þeir eigi nokkuð í skattaskjóli. Jafnvel að maður gæti haldið að nöfn þeirra hefðu ekki einu sinni birst í Panama-skjölunum. Slíkur er hvítþvotturinn að verða,“ sagði Bjarkey. Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir birtingu gagna úr bókhaldi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknar, og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, einungis tilraun til hvítþvottar. Gögnin breyti ekki þeirri staðreynd að hjónin hafi átt svokallað aflandsfélag á lágskattasvæði. „Formaður Framsóknarflokksins hefur verið að reyna að klóra í bakkann með því að senda út á vefinn Excel-skjöl sem hann álítur nægjanleg gögn til þess að hreinsa sig væntanlega af því sem hann telur að á sig hafi verið borið. Það er að segja að hann hafi ekki staðið sína plikt og skilað tilheyrandi gögnum, CFC-skýrslum eða hverju öðru sem þeim hjónum ber að skila en hann sem sagt virðist vera að gera tilraun til þess að hvítþvo sig á því,“ sagði Bjarkey í störfum þingsins á Alþingi í morgun. Gögnin dugi að hennar mati ekki til.Vill að skattaskýrslan verði birt „Það breytir jú engu um það að þau áttu þetta félag og það er það sem skiptir máli í því samhengi. Það er siðferðið sem felst í því að velja sér þessa stöðu, fyrir utan svo það að leggja ekki fram skattaskýrslu fyrst hann telur ástæðu til þess að upplýsa um einhver gögn þeirra hjóna, þá er auðvitað hreinlegast og best til þess fallið í stað þess að birta einhver Excel-skjöl.“ Bjarkey sakaði forystumenn ríkisstjórnarflokkanna um ábyrgðarleysi í þessum efnum, og vísaði meðal í harðorðan pistil Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra í nýjasta tölublaði Tíundar um tíðrædd aflandsfélög. „Margir hafa nú viðurkennt að þeir hafi verið að leita eftir leyndinni á meðan við sjáum hér forystufólk ríkisstjórnarflokkanna neita dag eftir dag að þeir eigi nokkuð í skattaskjóli. Jafnvel að maður gæti haldið að nöfn þeirra hefðu ekki einu sinni birst í Panama-skjölunum. Slíkur er hvítþvotturinn að verða,“ sagði Bjarkey.
Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira