Innlent

Vilja að tíu efstu frambjóðendur skili fjármálum maka

Snærós Sindradóttir skrifar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður er meðflutningsmaður frumvarpsins.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður er meðflutningsmaður frumvarpsins. Fréttablaðið/Vilhelm
Þrjár þingkonur Vinstri grænna hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að frambjóðendur í tíu efstu sætum hvers framboðslista fyrir alþingiskosningar og sveitarstjórnarkosningar greini opinberlega frá fjárhag sínum og maka þeirra um leið og framboðið er lagt fram. Hið sama gildi um forsetakosningar.

Þingkonurnar eru Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Samkvæmt frumvarpinu á að gera grein fyrir heildartekjum á árinu fyrir kosningar og eignum og skuldum beggja hjóna. 

Í greinargerð með frumvarpinu segir: „Trúverðugleiki er meginatriði í samskiptum kjósenda og stjórn­mála­manna og ekkert er betur til þess fallið að skaða slíkt samband en laumuspil og leynd um atriði sem geta valdið hagasmunaárekstrum og vanhæfi stjórn­mála­manns til ákvarðanatöku. Það er því ekki óeðlileg krafa eða úr hófi að frambjóðendur standi skil á yfirliti um fjárhag sinn og maka sinna eins og hér er lagt til að verði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×