Keegan: Íslenska sagan ekki enn öll sögð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. maí 2016 19:00 Kevin Keegan var meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í dag en hann segir að það sé margt áhugavert sem hafi verið rætt þar. Keegan verður áfram þátttakandi á sérstöku EM kvöldi ráðstefnunnar í kvöld en upplýsingar um dagskrá og miðasölu má finna á heimasíðu ráðstefnunnar. „Það eru 37 ár liðin síðan ég kom til Íslands en þá var ég að spila með Hamburg. Það hefur margt breyst en sumt er óbreytt,“ sagði Keegan sem sagði að ráðstefnan í dag hefði verið skemmtileg upplifun. Keegan spilaði á ferli sínum meðal annars með Hamburg í Þýskalandi, Liverpool, Southampton og enska landsliðinu. Sjá einnig: Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM „Við höfum fengið að heyra margt áhugavert frá alls konar fólki sem býr yfir mjög mismunandi reynslu og notið velgengni.“ „Það var vel mætt og margar góðar spurningar bornar upp. Maður áttar sig á því að það er engin ein rétt lausn, hvorki í fótbolta né viðskiptum. Það eru margar leiðin á toppinn.“ Ráðstefnan heldur áfram í kvöld en þar verður til umræðu árangur íslenska knattpsyrnulandsliðsins og hvaða möguleika litlu liðin eiga á EM í sumar. „Þetta er rétti staðurinn til að ræða þetta. Það átti enginn von á þessu,“ sagði Keegan og rifjaði upp þegar hann frétti að Ísland hefði unnið Holland. „Ég vissi ekki um hvaða íþrótt það var. Íshokkí? Körfubolta? Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta var í fótbolta.“ Sjá einnig: Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður „En þetta er saga sem veitir mörgum innblástur, líkt og velgengni Leicester hefur gert í Englandi.“ Hann rifjar upp velgengni Danmerkur á EM 1992 og Grikklandi á EM tólf árum síðar. Nú eru önnur tólf ár liðin. „Ég óska Íslandi alls hins besta. Af hverju ekki? En ef Ísland spilar gegn Englandi í úrslitaleiknum, þá fáið þið ekki minn stuðning.“ Hann hvetur leikmenn til að njóta þess að spila á EM í sumar og láta ekki staðar numið. „Ef ég væri leikmaður Íslands myndi ég vilja vita hvort þetta væri allt og sumt eða hvort við ætluðum að gera eitthvað enn meira.“ „Ég held að sagan sé ekki öll sögð.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Kevin Keegan var meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í dag en hann segir að það sé margt áhugavert sem hafi verið rætt þar. Keegan verður áfram þátttakandi á sérstöku EM kvöldi ráðstefnunnar í kvöld en upplýsingar um dagskrá og miðasölu má finna á heimasíðu ráðstefnunnar. „Það eru 37 ár liðin síðan ég kom til Íslands en þá var ég að spila með Hamburg. Það hefur margt breyst en sumt er óbreytt,“ sagði Keegan sem sagði að ráðstefnan í dag hefði verið skemmtileg upplifun. Keegan spilaði á ferli sínum meðal annars með Hamburg í Þýskalandi, Liverpool, Southampton og enska landsliðinu. Sjá einnig: Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM „Við höfum fengið að heyra margt áhugavert frá alls konar fólki sem býr yfir mjög mismunandi reynslu og notið velgengni.“ „Það var vel mætt og margar góðar spurningar bornar upp. Maður áttar sig á því að það er engin ein rétt lausn, hvorki í fótbolta né viðskiptum. Það eru margar leiðin á toppinn.“ Ráðstefnan heldur áfram í kvöld en þar verður til umræðu árangur íslenska knattpsyrnulandsliðsins og hvaða möguleika litlu liðin eiga á EM í sumar. „Þetta er rétti staðurinn til að ræða þetta. Það átti enginn von á þessu,“ sagði Keegan og rifjaði upp þegar hann frétti að Ísland hefði unnið Holland. „Ég vissi ekki um hvaða íþrótt það var. Íshokkí? Körfubolta? Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta var í fótbolta.“ Sjá einnig: Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður „En þetta er saga sem veitir mörgum innblástur, líkt og velgengni Leicester hefur gert í Englandi.“ Hann rifjar upp velgengni Danmerkur á EM 1992 og Grikklandi á EM tólf árum síðar. Nú eru önnur tólf ár liðin. „Ég óska Íslandi alls hins besta. Af hverju ekki? En ef Ísland spilar gegn Englandi í úrslitaleiknum, þá fáið þið ekki minn stuðning.“ Hann hvetur leikmenn til að njóta þess að spila á EM í sumar og láta ekki staðar numið. „Ef ég væri leikmaður Íslands myndi ég vilja vita hvort þetta væri allt og sumt eða hvort við ætluðum að gera eitthvað enn meira.“ „Ég held að sagan sé ekki öll sögð.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15