Heimir: Er svo tapsár að ég tala aldrei við leikmenn eftir leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 14:25 Heimir Hallgrímsson talar ekki við leikmenn fyrr en daginn eftir leik. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, sat með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, Grím Sæmundssyni, forstjóra Bláa Lónsins, og Ramón Calderón, fyrrverandi forseta Real Madrid, í pallborðsumræðum á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í dag. Umræðuefnið var Davíð gegn Golíat í knattspyrnunni en Árelía Eydís Guðmundsdóttir, doktor við HÍ, sem stýrði umræðunum vildi vita hvernig þessir menn taka tapi og byrjaði á Heimi. "Maður lærir að jafna sig og hugsa um næsta leik en það er ekki gaman að tapa," sagði Heimir. "Lífið snýst um þetta og maður tapar oft. Lífið býður manni samt alltaf tækifæri til að hætta við hluti eða fresta þeim. Ef þú vilt verða sigurvegari þarftu að komast í gegnum svona hluti." Heimir segist fara svo hátt upp eftir sigurleiki og vera svo svekktur þegar hann tapar að hann ræðir ekki við leikmenn fyrr en daginn eftir leik.Heimir með Calderón, Degi, Grím og Árelíu í Hörpu í dag.vísir/anton brinkLítið sem þjálfari getur gert "Vanalega er ég mjög tapsár og ég lærði það fyrir mörgum árum að tala aldrei við leikmenn eftir tapleiki. Sama gildir um sigurleiki. Þá gat ég verið í svo mikilli sigurvímu. Ég sagði kannski við leikmann að hann hefði spilað frábærlega en svo var hann ekki í liðinu í næsta leik. Þá bar hann upp á mig það sem ég sagði eftir síðasta leik," sagði Heimir. "Ég lærði þetta um sjálfan mig frekar snemma þannig ég tala aldrei við leikmenn eftir leik heldur daginn eftir." Landsliðsþjálfarinn segir að það eina sem þjálfari getur í raun gert fyrir leik er að undirbúa liðið eins vel og hann getur. "Það eina sem fær mann mögulega til að líða vel eða betur eftir tapleiki er ef þér finnst þú hafa undirbúið liðið vel. Það er svo lítið sem þjálfarar geta gert þegar leikurinn er farinn af stað. Sérstaklega ef spilað er á stórum völlum þar sem heyrist ekki einu sinni í manni ef maður er að reyna að gera einhverjar breytingar," sagði Heimir. "Ef maður undirbýr sig og liðið vel og maður veit það þá líður manni betur þrátt fyrir að liðið tapi. Ef maður veit að liðið var ekki nógu vel undirbúið þá líður manni illa," sagði Heimir Hallgrímsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Hugarfar Evrópumeistara Dags byggt á „Bad Boys“-liði Detroit Pistons Dagur Sigurðsson sýndi leikmönnum þýska landsliðsins heimildamyndina um eitt harðasta liðið í sögu NBA-deildarinnar. 11. maí 2016 13:30 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, sat með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, Grím Sæmundssyni, forstjóra Bláa Lónsins, og Ramón Calderón, fyrrverandi forseta Real Madrid, í pallborðsumræðum á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í dag. Umræðuefnið var Davíð gegn Golíat í knattspyrnunni en Árelía Eydís Guðmundsdóttir, doktor við HÍ, sem stýrði umræðunum vildi vita hvernig þessir menn taka tapi og byrjaði á Heimi. "Maður lærir að jafna sig og hugsa um næsta leik en það er ekki gaman að tapa," sagði Heimir. "Lífið snýst um þetta og maður tapar oft. Lífið býður manni samt alltaf tækifæri til að hætta við hluti eða fresta þeim. Ef þú vilt verða sigurvegari þarftu að komast í gegnum svona hluti." Heimir segist fara svo hátt upp eftir sigurleiki og vera svo svekktur þegar hann tapar að hann ræðir ekki við leikmenn fyrr en daginn eftir leik.Heimir með Calderón, Degi, Grím og Árelíu í Hörpu í dag.vísir/anton brinkLítið sem þjálfari getur gert "Vanalega er ég mjög tapsár og ég lærði það fyrir mörgum árum að tala aldrei við leikmenn eftir tapleiki. Sama gildir um sigurleiki. Þá gat ég verið í svo mikilli sigurvímu. Ég sagði kannski við leikmann að hann hefði spilað frábærlega en svo var hann ekki í liðinu í næsta leik. Þá bar hann upp á mig það sem ég sagði eftir síðasta leik," sagði Heimir. "Ég lærði þetta um sjálfan mig frekar snemma þannig ég tala aldrei við leikmenn eftir leik heldur daginn eftir." Landsliðsþjálfarinn segir að það eina sem þjálfari getur í raun gert fyrir leik er að undirbúa liðið eins vel og hann getur. "Það eina sem fær mann mögulega til að líða vel eða betur eftir tapleiki er ef þér finnst þú hafa undirbúið liðið vel. Það er svo lítið sem þjálfarar geta gert þegar leikurinn er farinn af stað. Sérstaklega ef spilað er á stórum völlum þar sem heyrist ekki einu sinni í manni ef maður er að reyna að gera einhverjar breytingar," sagði Heimir. "Ef maður undirbýr sig og liðið vel og maður veit það þá líður manni betur þrátt fyrir að liðið tapi. Ef maður veit að liðið var ekki nógu vel undirbúið þá líður manni illa," sagði Heimir Hallgrímsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Hugarfar Evrópumeistara Dags byggt á „Bad Boys“-liði Detroit Pistons Dagur Sigurðsson sýndi leikmönnum þýska landsliðsins heimildamyndina um eitt harðasta liðið í sögu NBA-deildarinnar. 11. maí 2016 13:30 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Hugarfar Evrópumeistara Dags byggt á „Bad Boys“-liði Detroit Pistons Dagur Sigurðsson sýndi leikmönnum þýska landsliðsins heimildamyndina um eitt harðasta liðið í sögu NBA-deildarinnar. 11. maí 2016 13:30
Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45
Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45