Margverðlaunaður karlakór býður til fjörlegra tónleika Magnús Guðmundsson skrifar 11. maí 2016 12:00 Svissneski karlakórinn Männerstimmen Basel syngur í Akureyrarkirkju í kvöld. Svissneski karlakórinn Männerstimmen Basel verður með tónleika í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20 og er aðgangur að tónleikunum ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum að tónleikum loknum. Männerstimmen Basel er allsérstæður karlakór sem notið hefur mikillar velgengni á síðustu árum. Eitt af því sem einkennir kórinn er klæðaburðurinn sem samanstendur af hnébuxum, axlaböndum, skyrtu og flauelsjakka sem er í senn skemmtilega gamaldags og í sterkri mótsögn við afar nútímalega og lifandi tónleikaframkomu enda hafa þeir unnið til verðlauna víða um heim. Meðlimir kórsins eru á aldrinum 18-32 ára og þeir hafa heillað tónleikagesti bæði í heimalandi sínu og víðar með flutningi sínum. Þessi orkumikli kór sameinar ástríðu og afslappað andrúmsloft, bæði á sviði og utan þess. Samvera og góðar hlátursrokur eru eins mikilvægar og æfingar og tónleikar. Þar sem kórinn er á styrktarsamningi við bruggverksmiðju í Basel er alltaf gullinn mjöður á boðstólum á æfingum hjá þeim þar sem sungið er af hjartans lyst og mikilli innlifun. En á tónleikum eru allir á tánum og fylgja stjórnanda sínum, Oliver Rudin, og aðstoðarstjórnanda, David Rossel. Kórinn flytur afar fjölbreytta efnisskrá með kirkjulegri og veraldlegri tónlist frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar en á hverju ári pantar kórinn nýtt tónverk frá þekktum tónskáldum. Männerstimmen Basel hefur tvisvar unnið Gullverðlaun á World Choir Games í Riga, verið valinn besti kór Sviss og besti karlakórinn á Montreux Choral Festival. Auk þess hafa þeir drengirnir fengið Fleischmann International Trophy á Írlandi 2011 fyrir besta flutninginn á samtímatónlist. Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Svissneski karlakórinn Männerstimmen Basel verður með tónleika í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20 og er aðgangur að tónleikunum ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum að tónleikum loknum. Männerstimmen Basel er allsérstæður karlakór sem notið hefur mikillar velgengni á síðustu árum. Eitt af því sem einkennir kórinn er klæðaburðurinn sem samanstendur af hnébuxum, axlaböndum, skyrtu og flauelsjakka sem er í senn skemmtilega gamaldags og í sterkri mótsögn við afar nútímalega og lifandi tónleikaframkomu enda hafa þeir unnið til verðlauna víða um heim. Meðlimir kórsins eru á aldrinum 18-32 ára og þeir hafa heillað tónleikagesti bæði í heimalandi sínu og víðar með flutningi sínum. Þessi orkumikli kór sameinar ástríðu og afslappað andrúmsloft, bæði á sviði og utan þess. Samvera og góðar hlátursrokur eru eins mikilvægar og æfingar og tónleikar. Þar sem kórinn er á styrktarsamningi við bruggverksmiðju í Basel er alltaf gullinn mjöður á boðstólum á æfingum hjá þeim þar sem sungið er af hjartans lyst og mikilli innlifun. En á tónleikum eru allir á tánum og fylgja stjórnanda sínum, Oliver Rudin, og aðstoðarstjórnanda, David Rossel. Kórinn flytur afar fjölbreytta efnisskrá með kirkjulegri og veraldlegri tónlist frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar en á hverju ári pantar kórinn nýtt tónverk frá þekktum tónskáldum. Männerstimmen Basel hefur tvisvar unnið Gullverðlaun á World Choir Games í Riga, verið valinn besti kór Sviss og besti karlakórinn á Montreux Choral Festival. Auk þess hafa þeir drengirnir fengið Fleischmann International Trophy á Írlandi 2011 fyrir besta flutninginn á samtímatónlist.
Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira