Buffon ætlar að spila til fertugs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2016 12:45 Gianluigi Buffon. Vísir/Getty Juventus hefur boðað til blaðamannafundar í dag og ítalskir fjölmiðlar hafa komist að því að það sé félagið að fara að tilkynna um nýja samninga hjá þeim Gianluigi Buffon og Andrea Barzagli. Gianluigi Buffon er 38 ára gamall markmaður og Andrea Barzagli er 35 ára gamall miðvörður en þeir eru lykilmenn í hinni frábæru vörn liðsins. Juventus-liðið hefur aðeins fengið á sig 20 mörk í 37 leikjum eða tólf mörkum minna en næsta lið. Liðið hefur níu stiga forskot á liðið í öðru sæti þegar aðeins ein umferð er eftir. Það er talið nánast öruggt að þeir séu báðir að fara gera nýjan tveggja ára samning við Juventus eða til ársins 2018. Það myndi þýða að Buffon spili til fertugs. Gianluigi Buffon er fæddur 28. janúar 1978 og hélt því upp á 38 ára afmælið í vetur en hann er aðalmarkvörður hjá bæði besta félagsliði Ítala sem og ítalska landsliðinu. Hann er nú að klára sitt fimmtánda tímabil með félaginu og verður því búinn með sautján þegar nýi samningurinn rennur út. Buffon varð ítalskur meistari í sjöunda sinn á þessu tímabili en Juve hefur nú unnið titilinn fimm ár í röð. Gianluigi Buffon hefur aðeins fengið á sig 17 mörk í þeim 35 leikjum sem hann hefur spila og haldið hreinu í 21 leik í ítölsku deildinni á tímabilinu. Buffon hefur ekki sýnt nein veikleikamerki á leiktíðinni og hefur aðeins misst af tveimur leikjum Juventus í deild og Meistaradeild. Hann setti nýtt met í ítölsku deildinni í vetur þegar hann hélt markinu hreinu í 974 mínútur samfellt og bætti með því met Sebastiano Rossi. Nú er talið líklegast að Gianluigi Buffon endi ferill sinn með ítalska landsliðinu á HM í Rússlandi 2018. Ítalski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Juventus hefur boðað til blaðamannafundar í dag og ítalskir fjölmiðlar hafa komist að því að það sé félagið að fara að tilkynna um nýja samninga hjá þeim Gianluigi Buffon og Andrea Barzagli. Gianluigi Buffon er 38 ára gamall markmaður og Andrea Barzagli er 35 ára gamall miðvörður en þeir eru lykilmenn í hinni frábæru vörn liðsins. Juventus-liðið hefur aðeins fengið á sig 20 mörk í 37 leikjum eða tólf mörkum minna en næsta lið. Liðið hefur níu stiga forskot á liðið í öðru sæti þegar aðeins ein umferð er eftir. Það er talið nánast öruggt að þeir séu báðir að fara gera nýjan tveggja ára samning við Juventus eða til ársins 2018. Það myndi þýða að Buffon spili til fertugs. Gianluigi Buffon er fæddur 28. janúar 1978 og hélt því upp á 38 ára afmælið í vetur en hann er aðalmarkvörður hjá bæði besta félagsliði Ítala sem og ítalska landsliðinu. Hann er nú að klára sitt fimmtánda tímabil með félaginu og verður því búinn með sautján þegar nýi samningurinn rennur út. Buffon varð ítalskur meistari í sjöunda sinn á þessu tímabili en Juve hefur nú unnið titilinn fimm ár í röð. Gianluigi Buffon hefur aðeins fengið á sig 17 mörk í þeim 35 leikjum sem hann hefur spila og haldið hreinu í 21 leik í ítölsku deildinni á tímabilinu. Buffon hefur ekki sýnt nein veikleikamerki á leiktíðinni og hefur aðeins misst af tveimur leikjum Juventus í deild og Meistaradeild. Hann setti nýtt met í ítölsku deildinni í vetur þegar hann hélt markinu hreinu í 974 mínútur samfellt og bætti með því met Sebastiano Rossi. Nú er talið líklegast að Gianluigi Buffon endi ferill sinn með ítalska landsliðinu á HM í Rússlandi 2018.
Ítalski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira