Ný ópera um fótbolta og önnur um Selsham Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2016 09:30 "Það verður allt á suðupunkti í bænum,“ segir Guja Sandholt, listrænn stjórnandi Óperudaganna í Kópavogi. Vísir/Anton „Óperudagar í Kópavogi er glæný hátíð sem verður haldin fyrstu fimm dagana í júní og þá verður allt á suðupunkti í bænum,“ segir Guja Sandholt, listrænn stjórnandi Óperudaga. „Reynar þjófstörtuðum við á laugardaginn með frumflutningi Fótboltaóperunnar sem við fengum Helga Rafn Ingólfsson, tónskáld í London, til að skrifa. Það er örstutt verk sem Tryggvi Gunnarsson stjórnar, samið bæði í tilefni af Óperudögunum og EM og í henni taka þátt sex einsöngvarar, auk barnakórs Kársness, sem Þórunn Björnsdóttir þjálfar.“ Guja segir Fótboltaóperuna verða flutta öðru hverju á hátíðinni og hvetur áhugasama til að skella sér í krakkagönguna eða á lokatónleikana í Salnum. Listafólkið sem kemur fram á Óperudögum er ýmist að ljúka námi eða byrjað að starfa við sitt fag, að sögn Guju. Hún nefnir meðal annars Aron Cortes, litla bróður Garðars Thors. Hann verður í nýrri sýningu sem heitir Selshamurinn. Árni Kristjánsson skrifaði handritið sem byggir á samnefndri þjóðsögu og Matthildur Anna Gísladóttir tónlistarstjóri valdi óperutónlist við. Selshamurinn verður fluttur í Leikfélagi Kópavogs, Funalind 2 og líka sýningin Poppea Remixed með óperutónlist úr Krýningu Poppeu eftir Monteverdi í bland við poppmúsík hollenska dúósins Sommerhus. Guja vekur sérstaka athygli á óperugöngum. Þær hefjast utan við garðskálann í Gerðarsafni, liggja um hjarta Kópavogs og kíkt verður á staði þar sem búast má við óvæntum uppákomum. „Ég veit ekki til að boðið hafi verið upp á slíkar göngur hér á landi áður,“ segir hún. „Tugir fólks koma fram á Óperudögum í Kópavogi, lífga upp á bæinn og langflestir viðburðirnir eru ókeypis. Fólk getur fylgst með Kristni Sigmundssyni og nemendum hans í Salnum, tekið þátt í kabarettkvöldi í garðskála Gerðarsafns eða stungið sér inn á stofutónleika í heimahúsum,“ segir Guja og bendir á heimasíðu hátíðarinnar: www.operudagar.is. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016. Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
„Óperudagar í Kópavogi er glæný hátíð sem verður haldin fyrstu fimm dagana í júní og þá verður allt á suðupunkti í bænum,“ segir Guja Sandholt, listrænn stjórnandi Óperudaga. „Reynar þjófstörtuðum við á laugardaginn með frumflutningi Fótboltaóperunnar sem við fengum Helga Rafn Ingólfsson, tónskáld í London, til að skrifa. Það er örstutt verk sem Tryggvi Gunnarsson stjórnar, samið bæði í tilefni af Óperudögunum og EM og í henni taka þátt sex einsöngvarar, auk barnakórs Kársness, sem Þórunn Björnsdóttir þjálfar.“ Guja segir Fótboltaóperuna verða flutta öðru hverju á hátíðinni og hvetur áhugasama til að skella sér í krakkagönguna eða á lokatónleikana í Salnum. Listafólkið sem kemur fram á Óperudögum er ýmist að ljúka námi eða byrjað að starfa við sitt fag, að sögn Guju. Hún nefnir meðal annars Aron Cortes, litla bróður Garðars Thors. Hann verður í nýrri sýningu sem heitir Selshamurinn. Árni Kristjánsson skrifaði handritið sem byggir á samnefndri þjóðsögu og Matthildur Anna Gísladóttir tónlistarstjóri valdi óperutónlist við. Selshamurinn verður fluttur í Leikfélagi Kópavogs, Funalind 2 og líka sýningin Poppea Remixed með óperutónlist úr Krýningu Poppeu eftir Monteverdi í bland við poppmúsík hollenska dúósins Sommerhus. Guja vekur sérstaka athygli á óperugöngum. Þær hefjast utan við garðskálann í Gerðarsafni, liggja um hjarta Kópavogs og kíkt verður á staði þar sem búast má við óvæntum uppákomum. „Ég veit ekki til að boðið hafi verið upp á slíkar göngur hér á landi áður,“ segir hún. „Tugir fólks koma fram á Óperudögum í Kópavogi, lífga upp á bæinn og langflestir viðburðirnir eru ókeypis. Fólk getur fylgst með Kristni Sigmundssyni og nemendum hans í Salnum, tekið þátt í kabarettkvöldi í garðskála Gerðarsafns eða stungið sér inn á stofutónleika í heimahúsum,“ segir Guja og bendir á heimasíðu hátíðarinnar: www.operudagar.is. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016.
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira