Stjórnvöld dofin fyrir vanda vegna umbúða og sóunar Svavar Hávarðsson skrifar 28. maí 2016 07:00 Endurvinnsla umbúða hvers konar er orðin stór iðnaðargrein – lítið er þó gert til að sporna við umbúðanotkun. Fréttablaðið/Valli „Þessi tiltekna þingsályktunartillaga er jákvæð, hún á að vera hvetjandi fyrir íslenska matvælaframleiðendur, en kannski er nauðsynlegt að henda fram tillögu sem er mun róttækari, þá kannski fer fólk að hlusta,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingsályktunartillögu sína um hvatningu til íslenskra matvælaframleiðenda til að draga úr umbúðanotkun.Margrét Gauja MagnúsdóttirTillagan hefur verið lögð fram á Alþingi í tvígang frá 2013 með fulltingi 13 þingmanna allra flokka, en dagaði uppi í bæði skiptin. Eins og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag hvetja þær Arndís Soffía Sigurðardóttir, eigandi Hótels Fljótshlíðar, og Elísabet Björney Lárusdóttir, umhverfisstjóri hótelsins, til þess að dreifingarkerfi vöru á milli framleiðenda, birgja og neytenda verði hugsað upp á nýtt í þeim tilgangi að minnka umbúðanotkun og sóun. Engir opinberir hvatar eru til þess að reka ferðaþjónustufyrirtæki undir slíkri stefnu. Þingsályktunartillaga Margrétar snýst um að Alþingi feli umhverfis- og auðlindaráðherra að hvetja til þess að íslenskir matvælaframleiðendur dragi úr notkun umbúða utan um vörur sínar og nýti sér efni sem eru umhverfisvæn. Þetta verði gert í samráði við hagsmunaaðila - Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Margrét Gauja lýsir því að tillagan hafi aldrei vakið athygli stjórnvalda en það eigi við um fleira. „Það er búið að reyna margt til að vekja áhuga Alþingis á þessu sívaxandi vandamáli sem plastið er og hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að ef við förum ekki að taka á þessu, þá erum við í vondum málum – og ekki eftir 100 ár heldur eftir 20 ár,“ segir Margrét Gauja. Hún lagði fram þingsályktunartillögu um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun sem var samþykkt í lok september 2014. „Aðgerðaáætlun átti að liggja fyrir í fyrra en ekkert bólar á henni ennþá. Þessi tillaga er þverpólitísk, uppáskrifuð af þingmönnum allra flokka, en hún bara nær ekki í gegn, sem er miður. Á meðan tekur hver þjóðin á fætur annarri framúr okkur og samþykkir hrein bönn við t.d. plastpokum, frauðplasti og er í markvissri vinnu í að vinna gegn plasti,“ segir Margrét Gauja. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
„Þessi tiltekna þingsályktunartillaga er jákvæð, hún á að vera hvetjandi fyrir íslenska matvælaframleiðendur, en kannski er nauðsynlegt að henda fram tillögu sem er mun róttækari, þá kannski fer fólk að hlusta,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingsályktunartillögu sína um hvatningu til íslenskra matvælaframleiðenda til að draga úr umbúðanotkun.Margrét Gauja MagnúsdóttirTillagan hefur verið lögð fram á Alþingi í tvígang frá 2013 með fulltingi 13 þingmanna allra flokka, en dagaði uppi í bæði skiptin. Eins og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag hvetja þær Arndís Soffía Sigurðardóttir, eigandi Hótels Fljótshlíðar, og Elísabet Björney Lárusdóttir, umhverfisstjóri hótelsins, til þess að dreifingarkerfi vöru á milli framleiðenda, birgja og neytenda verði hugsað upp á nýtt í þeim tilgangi að minnka umbúðanotkun og sóun. Engir opinberir hvatar eru til þess að reka ferðaþjónustufyrirtæki undir slíkri stefnu. Þingsályktunartillaga Margrétar snýst um að Alþingi feli umhverfis- og auðlindaráðherra að hvetja til þess að íslenskir matvælaframleiðendur dragi úr notkun umbúða utan um vörur sínar og nýti sér efni sem eru umhverfisvæn. Þetta verði gert í samráði við hagsmunaaðila - Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Margrét Gauja lýsir því að tillagan hafi aldrei vakið athygli stjórnvalda en það eigi við um fleira. „Það er búið að reyna margt til að vekja áhuga Alþingis á þessu sívaxandi vandamáli sem plastið er og hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að ef við förum ekki að taka á þessu, þá erum við í vondum málum – og ekki eftir 100 ár heldur eftir 20 ár,“ segir Margrét Gauja. Hún lagði fram þingsályktunartillögu um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun sem var samþykkt í lok september 2014. „Aðgerðaáætlun átti að liggja fyrir í fyrra en ekkert bólar á henni ennþá. Þessi tillaga er þverpólitísk, uppáskrifuð af þingmönnum allra flokka, en hún bara nær ekki í gegn, sem er miður. Á meðan tekur hver þjóðin á fætur annarri framúr okkur og samþykkir hrein bönn við t.d. plastpokum, frauðplasti og er í markvissri vinnu í að vinna gegn plasti,“ segir Margrét Gauja.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira