Þróunarfélag stofnað vegna lestar frá Keflavíkurflugvelli Sæunn Gísladóttir skrifar 28. maí 2016 07:00 Ferðamenn gætu komist beint frá Keflavíkurflugvelli að BSÍ með fluglestinni. vísir/Vilhelm „Lest milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins er orðin raunhæf og möguleg. Til þess að gera hana að veruleika þarf þróun og samstarf.“ Þetta sagði Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Fluglestarinnar þróunarfélags, á málþinginu í gær. Hann kynnti stöðu mála varðandi fluglestina og gerði grein fyrir mögulegri samvinnu með Borgarlínunni. Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur eignast þriggja prósenta hlut í félaginu með því að leggja inn sem stofnfé þegar framlagðan kostnað við frumskoðun verkefnisins. Eftir stofnfund verður breyting á hlutafjáreign Reykjavíkurborgar vegna innkomu aukins hlutafjár í verkefnið og verður eignin þá tvö prósent. Gert er ráð fyrir að fluglestin kosti 730 milljónir evra, jafnvirði 101,8 milljarða króna. Frá því í nóvember hafa staðið yfir samningaviðræður við sveitarfélögin um málið og liggur nú fyrir til afgreiðslu samstarfssamningur við þau um skipulagsmál. Meðal hluthafa í þróunarfélaginu eru Reykjavíkurborg og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum. Með samstarfssamningi verður tryggt að þróunarfélagið geti framkvæmt og fjármagnað nauðsynlegar rannsóknir til undirbúnings framkvæmdinni næstu þrjú árin, það mun kosta 1,5 milljarða króna. Fram kom í máli Runólfs að þróunarfélagið hefur fimm ár frá undirritun, eða þrjú ár frá því að skipulagsvinnu af hálfu sveitarfélagsins lýkur, til að nýta til hönnunar og fjármögnunar verkefnisins.Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri. Fréttablaðið/Stefán„Það eru margir möguleikar á tengslum Borgarlínu og Fluglestar. Engin tenging, möguleg tenging til framtíðar litið eða mikil tenging þannig að þau eigi að vinna saman,“ sagði Runólfur. „Kostnaðurinn af samnýtingu væri óviss, en skýr samlegðaráhrif væru til lækkunar á stofnkostnaði,“ sagði hann. Runólfur telur að fluglestin muni koma til með að hafa jákvæð áhrif á losun CO2. Heildarmagn CO2 ígildis frá bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu árið 2014 var um 800 þúsund tonn. Fluglestin myndi minnka losun um Reykjanesbraut um 19 prósent, en um 36 prósent árið 2040 (inni í þeim tölum er ekki reiknað með fjölgun rafbíla). Runólfur telur einnig að fluglestin muni draga úr umferðarþunga. „Reykjanesbraut verður með 17 þúsund bíla á dag árið 2025. Sú umferð myndi minnka um 21 prósent, eða um 3.600 bíla með fluglest. Áætluð umferð árið 2040 myndi minnka um 27 prósent,“ sagði Runólfur. Samstarfssamningur vegna fluglestarinnar hefur verið samþykktur hjá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum, í Reykjavíkurborg og verið afgreiddur í Garðabæ. Hann bíður enn afgreiðslu í Hafnarfirði og Kópavogi. Í sumar og haust fer svo fram umfangsmikil rannsóknarvinna á jarðfræði höfuðborgarsvæðisins, markaðsgreining og ráðgjöf við leiðaval, og undirbúningur mats á umhverfisáhrifum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Sjá meira
„Lest milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins er orðin raunhæf og möguleg. Til þess að gera hana að veruleika þarf þróun og samstarf.“ Þetta sagði Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Fluglestarinnar þróunarfélags, á málþinginu í gær. Hann kynnti stöðu mála varðandi fluglestina og gerði grein fyrir mögulegri samvinnu með Borgarlínunni. Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur eignast þriggja prósenta hlut í félaginu með því að leggja inn sem stofnfé þegar framlagðan kostnað við frumskoðun verkefnisins. Eftir stofnfund verður breyting á hlutafjáreign Reykjavíkurborgar vegna innkomu aukins hlutafjár í verkefnið og verður eignin þá tvö prósent. Gert er ráð fyrir að fluglestin kosti 730 milljónir evra, jafnvirði 101,8 milljarða króna. Frá því í nóvember hafa staðið yfir samningaviðræður við sveitarfélögin um málið og liggur nú fyrir til afgreiðslu samstarfssamningur við þau um skipulagsmál. Meðal hluthafa í þróunarfélaginu eru Reykjavíkurborg og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum. Með samstarfssamningi verður tryggt að þróunarfélagið geti framkvæmt og fjármagnað nauðsynlegar rannsóknir til undirbúnings framkvæmdinni næstu þrjú árin, það mun kosta 1,5 milljarða króna. Fram kom í máli Runólfs að þróunarfélagið hefur fimm ár frá undirritun, eða þrjú ár frá því að skipulagsvinnu af hálfu sveitarfélagsins lýkur, til að nýta til hönnunar og fjármögnunar verkefnisins.Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri. Fréttablaðið/Stefán„Það eru margir möguleikar á tengslum Borgarlínu og Fluglestar. Engin tenging, möguleg tenging til framtíðar litið eða mikil tenging þannig að þau eigi að vinna saman,“ sagði Runólfur. „Kostnaðurinn af samnýtingu væri óviss, en skýr samlegðaráhrif væru til lækkunar á stofnkostnaði,“ sagði hann. Runólfur telur að fluglestin muni koma til með að hafa jákvæð áhrif á losun CO2. Heildarmagn CO2 ígildis frá bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu árið 2014 var um 800 þúsund tonn. Fluglestin myndi minnka losun um Reykjanesbraut um 19 prósent, en um 36 prósent árið 2040 (inni í þeim tölum er ekki reiknað með fjölgun rafbíla). Runólfur telur einnig að fluglestin muni draga úr umferðarþunga. „Reykjanesbraut verður með 17 þúsund bíla á dag árið 2025. Sú umferð myndi minnka um 21 prósent, eða um 3.600 bíla með fluglest. Áætluð umferð árið 2040 myndi minnka um 27 prósent,“ sagði Runólfur. Samstarfssamningur vegna fluglestarinnar hefur verið samþykktur hjá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum, í Reykjavíkurborg og verið afgreiddur í Garðabæ. Hann bíður enn afgreiðslu í Hafnarfirði og Kópavogi. Í sumar og haust fer svo fram umfangsmikil rannsóknarvinna á jarðfræði höfuðborgarsvæðisins, markaðsgreining og ráðgjöf við leiðaval, og undirbúningur mats á umhverfisáhrifum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Sjá meira