Hefðu ekki haldið blaðamannafund eftir fund með Sigmundi Davíð líkt og Ólafur Ragnar gerði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2016 22:01 Þau Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir hefðu ekki haldið blaðamannafund beint á eftir fundi með forsætisráðherra, líkt og Ólafur Ragnar Grímsson gerði þann 5. apríl þegar hann fundaði með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, um mögulegt þingrof. Þetta kom fram í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjórir forsetaframbjóðendur sátu fyrir svörum. Voru þeir meðal annars spurðir að því hvað þeir hefðu gert hefðu þeir verið í sömu sporum og Ólafur Ragnar eftir fundinn með Sigmundi Davíð. „Ég hefði líklega hagað mér í öllum aðalatriðum eins og Ólafur Ragnar fram til klukkan rúmlega eitt ég hefði ekki boðað til blaðamannafundar eftir það,“ sagði Guðni.Telur að menn hafi ofmetið atburðarásina Andri Snær Magnason sagði auðvelt að vera vitur eftir í þessari atburðarás. „Mér finnst menn hafa ofmetið þessa atburðarás það þurfti bara að skýra myndina sjá hvort það væri meirihluti fyrir þingrofi og þá var málið mjög einfalt og lá ljóst fyrir,“ sagði Andri. Davíð Oddsson sagði að engin skrifleg þingrofstillaga hefði legið fyrir á fundi Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars. „Menn hafa verið með ágiskanir um að þingrofstillagan hafi verið í tiltekinni tösku frammi í eldhúsi og svo fara menn að ræða það að forsetinn hafi hafnað þingrofstillögu. Það er auðvitað ekki réttþ Þingrofstillagan er framborin fyrir forseta skriflega. Nú virðast einhverjir hafa haldið að Ólafur gæti samþykkt þingrofstillögu og skrifað upp á hana og forsætisráðherrann gæti svo veifað henni framan í hina og þessa en það er líka vitleysa,“ sagði Davíð. Þá bætti hann við að um leið og forseti væri búinn að skrifa undir þingrofstillöguna væri þingrofið komið, það sent til Stjórnartíðinda og kosningar boðaðar. „Þannig að umræðan hefur öll verið í skötulíki í þessum efnum því miður.“„Það hefur ekki stjórnskipunarlegt gildi sem þú segir á Facebook“ Davíð var þá bent á það að aðeins væru tveir menn til frásagnar um þennan fund og þeim bæri ekki saman. „Ég nefndi það en engu að síður, formið liggur þá fyrir. Báðir viðurkenna það að það var engin þingrofstillaga lögð fram og það skiptir meginmáli.“ Þá sagði Davíð að forsetinn hefði sagt að Sigmundur Davíð hafi verið að hugleiða þingrof. Guðni skaut því þá inn í að Sigmundur hafi sagt á Facebook-síðu sinni að hann myndi hugsanlega rjúfa þing. „Það hefur nú örugglega pirrað Ólaf Ragnar.“ „Það hefur ekki stjórnskipunarlegt gildi sem þú segir á Facebook,“ sagði Davíð þá og svaraði Guðni: „Já, akkúrat, sem betur fer.“Hefði rætt við formann samstarfsflokksins Halla Tómasdóttir sagði að hún hefði kallað formann samstarfsflokksins til fundar áður en hún hefði gripið til aðgerða og þá hefði hún líklega ekki haldið blaðamannafund. „Ég hef reynslu af því sem mannauðsstjóri að tveggja manna tal og fara svo og segja frá því getur verið mjög hættulegt þegar aðstæður eru viðkvæmar og sérkennilegar eins og þær eru núna,“ sagði Halla. Í spilaranum hér að ofan má sjá síðari hluta kappræðnanna í kvöld. Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Tengdar fréttir Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24 Davíð reyndi að staðsetja Guðna í pólitík: „Fólkið sér hvar þú ert í flokki“ „Það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð um stuðningsmenn Guðna en var bent á að þeir kæmu nánast úr öllum flokkum miðað við kannanir. 26. maí 2016 21:14 Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Þau Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir hefðu ekki haldið blaðamannafund beint á eftir fundi með forsætisráðherra, líkt og Ólafur Ragnar Grímsson gerði þann 5. apríl þegar hann fundaði með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, um mögulegt þingrof. Þetta kom fram í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjórir forsetaframbjóðendur sátu fyrir svörum. Voru þeir meðal annars spurðir að því hvað þeir hefðu gert hefðu þeir verið í sömu sporum og Ólafur Ragnar eftir fundinn með Sigmundi Davíð. „Ég hefði líklega hagað mér í öllum aðalatriðum eins og Ólafur Ragnar fram til klukkan rúmlega eitt ég hefði ekki boðað til blaðamannafundar eftir það,“ sagði Guðni.Telur að menn hafi ofmetið atburðarásina Andri Snær Magnason sagði auðvelt að vera vitur eftir í þessari atburðarás. „Mér finnst menn hafa ofmetið þessa atburðarás það þurfti bara að skýra myndina sjá hvort það væri meirihluti fyrir þingrofi og þá var málið mjög einfalt og lá ljóst fyrir,“ sagði Andri. Davíð Oddsson sagði að engin skrifleg þingrofstillaga hefði legið fyrir á fundi Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars. „Menn hafa verið með ágiskanir um að þingrofstillagan hafi verið í tiltekinni tösku frammi í eldhúsi og svo fara menn að ræða það að forsetinn hafi hafnað þingrofstillögu. Það er auðvitað ekki réttþ Þingrofstillagan er framborin fyrir forseta skriflega. Nú virðast einhverjir hafa haldið að Ólafur gæti samþykkt þingrofstillögu og skrifað upp á hana og forsætisráðherrann gæti svo veifað henni framan í hina og þessa en það er líka vitleysa,“ sagði Davíð. Þá bætti hann við að um leið og forseti væri búinn að skrifa undir þingrofstillöguna væri þingrofið komið, það sent til Stjórnartíðinda og kosningar boðaðar. „Þannig að umræðan hefur öll verið í skötulíki í þessum efnum því miður.“„Það hefur ekki stjórnskipunarlegt gildi sem þú segir á Facebook“ Davíð var þá bent á það að aðeins væru tveir menn til frásagnar um þennan fund og þeim bæri ekki saman. „Ég nefndi það en engu að síður, formið liggur þá fyrir. Báðir viðurkenna það að það var engin þingrofstillaga lögð fram og það skiptir meginmáli.“ Þá sagði Davíð að forsetinn hefði sagt að Sigmundur Davíð hafi verið að hugleiða þingrof. Guðni skaut því þá inn í að Sigmundur hafi sagt á Facebook-síðu sinni að hann myndi hugsanlega rjúfa þing. „Það hefur nú örugglega pirrað Ólaf Ragnar.“ „Það hefur ekki stjórnskipunarlegt gildi sem þú segir á Facebook,“ sagði Davíð þá og svaraði Guðni: „Já, akkúrat, sem betur fer.“Hefði rætt við formann samstarfsflokksins Halla Tómasdóttir sagði að hún hefði kallað formann samstarfsflokksins til fundar áður en hún hefði gripið til aðgerða og þá hefði hún líklega ekki haldið blaðamannafund. „Ég hef reynslu af því sem mannauðsstjóri að tveggja manna tal og fara svo og segja frá því getur verið mjög hættulegt þegar aðstæður eru viðkvæmar og sérkennilegar eins og þær eru núna,“ sagði Halla. Í spilaranum hér að ofan má sjá síðari hluta kappræðnanna í kvöld.
Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Tengdar fréttir Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24 Davíð reyndi að staðsetja Guðna í pólitík: „Fólkið sér hvar þú ert í flokki“ „Það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð um stuðningsmenn Guðna en var bent á að þeir kæmu nánast úr öllum flokkum miðað við kannanir. 26. maí 2016 21:14 Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24
Davíð reyndi að staðsetja Guðna í pólitík: „Fólkið sér hvar þú ert í flokki“ „Það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð um stuðningsmenn Guðna en var bent á að þeir kæmu nánast úr öllum flokkum miðað við kannanir. 26. maí 2016 21:14
Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57