Bandarískir hermenn berjast með Kúrdum og aröbum í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2016 16:30 Ljósmyndari AFP tók mynd af hermönnunum í Sýrlandi í dag. Vísir/AFP Bandarískir sérsveitarmenn taka þátta í bardögum nærri Raqqa, höfuðvígi Íslamska ríkisins, í Sýrlandi. Bandalagið Syrian Democratic Forces, sem stýrt er af Kúrdum, vinnur nú að því að einangra borgina. Ljósmyndari AFP sá allt að 20 hermenn og einhverjir þeirra fóru upp á þak húss nærri víglínunni norður af Raqqa í dag. Þaðan skutu þeir eldflaugum að fararækjum sem ISIS-liðar notuðu til sjálfsmorðsárása. Farartækin eru brynvarin og hlaðin sprengiefnum. Svo er þeim ekið inn í víglínur SDF og sprengd í loft upp. Nokkrir tugir sérsveitarmanna hafa verið í Sýrlandi um nokkuð skeið, en í þessari viku áttu fyrstu af 250 mönnum til viðbótar að ferðast til Sýrlands. Stjórnvöld í Washington hafa ávalt haldið því fram að mennirnir séu ekki sendir til Sýrlands til að taka þátt í bardögum. Sókn SDF er einnig studd af loftárásum Bandaríkjanna. Allt í allt eru um 25 þúsund vopnaðir Kúrdar og fimm þúsund Arabar í bandalaginu. Bandaríkjamenn vilja fá fleiri Araba til að ganga til liðs við bandalagið þar sem Arabar eru fjölmennasti hluti íbúa á svæðinu. Kúrdum hefur gengið vel að berjast gegn ISIS í bæði Sýrlandi og Írak.Absolutely remarkable seeing US special forces personnel wearing #YPG patches in northern #Raqqa operation.#Syria pic.twitter.com/6NM87QVOhz— Charles Lister (@Charles_Lister) May 26, 2016 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Bandarískir sérsveitarmenn taka þátta í bardögum nærri Raqqa, höfuðvígi Íslamska ríkisins, í Sýrlandi. Bandalagið Syrian Democratic Forces, sem stýrt er af Kúrdum, vinnur nú að því að einangra borgina. Ljósmyndari AFP sá allt að 20 hermenn og einhverjir þeirra fóru upp á þak húss nærri víglínunni norður af Raqqa í dag. Þaðan skutu þeir eldflaugum að fararækjum sem ISIS-liðar notuðu til sjálfsmorðsárása. Farartækin eru brynvarin og hlaðin sprengiefnum. Svo er þeim ekið inn í víglínur SDF og sprengd í loft upp. Nokkrir tugir sérsveitarmanna hafa verið í Sýrlandi um nokkuð skeið, en í þessari viku áttu fyrstu af 250 mönnum til viðbótar að ferðast til Sýrlands. Stjórnvöld í Washington hafa ávalt haldið því fram að mennirnir séu ekki sendir til Sýrlands til að taka þátt í bardögum. Sókn SDF er einnig studd af loftárásum Bandaríkjanna. Allt í allt eru um 25 þúsund vopnaðir Kúrdar og fimm þúsund Arabar í bandalaginu. Bandaríkjamenn vilja fá fleiri Araba til að ganga til liðs við bandalagið þar sem Arabar eru fjölmennasti hluti íbúa á svæðinu. Kúrdum hefur gengið vel að berjast gegn ISIS í bæði Sýrlandi og Írak.Absolutely remarkable seeing US special forces personnel wearing #YPG patches in northern #Raqqa operation.#Syria pic.twitter.com/6NM87QVOhz— Charles Lister (@Charles_Lister) May 26, 2016
Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira