Tólf kynferðisbrot frá árinu 2011 eru sögð tengjast kampavínsklúbbunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Upphafsmaður umræðu á Alþingi um kampavínsklúbba sagði þá vera sér þyrni í augum. NordicPhotos/Getty Frá árinu 2011 hafa 66 brot sem tengjast svokölluðum kampavínsklúbbum verið skráð í málaskrá lögreglu. Þetta kom fram í máli Ólafar Nordal innanríkisráðherra í sérstakri umræðu um kampavínsklúbba á Alþingi í gær. Ólöf sagði að af þessum 66 brotum væru tólf kynferðisbrot og þar af 11 brot sem tengjast vændi. Ólöf sagði að þessir staðir væru leyfisskyldir og þeim væri ekki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar. Upphafsmaður umræðunnar var Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þorsteinn sagði að starfsemi kampavínsklúbba hefði lengi verið sér þyrnir í augum. Vændi og mansal sem tengjast þessum stöðum væri vandamál. Vildi Þorsteinn vita hvort innanríkisráðherra teldi að lagabreytingu þyrfti til að koma böndum á klúbbana og hvort ráðherra ætlaði að beita sér fyrir slíkri lagasetningu. Ólöf Nordal svaraði því til að starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba væri eftirlitsskyld. Þeim væri bannað að gera út á nektarsýningar og nekt starfsmanna eða annarra. „Um þessar mundir er mikil vitundarvakning innan samfélagsins um vændi og mansal,“ sagði Ólöf. Að sögn innanríkisráðherra er nú á vegum ráðuneytisins unnið eftir aðgerðaáætlun gegn mansali. „Í því samhengi ber að geta þess að hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð aukin áhersla á brot er tengjast mansali og vændi. Rannsóknir á mansali og vændi hafa verið settar í forgang og sérstakur lögreglufulltrúi embættisins gerður ábyrgur fyrir rannsóknum á umræddum brotum,“ sagði ráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira
Frá árinu 2011 hafa 66 brot sem tengjast svokölluðum kampavínsklúbbum verið skráð í málaskrá lögreglu. Þetta kom fram í máli Ólafar Nordal innanríkisráðherra í sérstakri umræðu um kampavínsklúbba á Alþingi í gær. Ólöf sagði að af þessum 66 brotum væru tólf kynferðisbrot og þar af 11 brot sem tengjast vændi. Ólöf sagði að þessir staðir væru leyfisskyldir og þeim væri ekki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar. Upphafsmaður umræðunnar var Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þorsteinn sagði að starfsemi kampavínsklúbba hefði lengi verið sér þyrnir í augum. Vændi og mansal sem tengjast þessum stöðum væri vandamál. Vildi Þorsteinn vita hvort innanríkisráðherra teldi að lagabreytingu þyrfti til að koma böndum á klúbbana og hvort ráðherra ætlaði að beita sér fyrir slíkri lagasetningu. Ólöf Nordal svaraði því til að starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba væri eftirlitsskyld. Þeim væri bannað að gera út á nektarsýningar og nekt starfsmanna eða annarra. „Um þessar mundir er mikil vitundarvakning innan samfélagsins um vændi og mansal,“ sagði Ólöf. Að sögn innanríkisráðherra er nú á vegum ráðuneytisins unnið eftir aðgerðaáætlun gegn mansali. „Í því samhengi ber að geta þess að hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð aukin áhersla á brot er tengjast mansali og vændi. Rannsóknir á mansali og vændi hafa verið settar í forgang og sérstakur lögreglufulltrúi embættisins gerður ábyrgur fyrir rannsóknum á umræddum brotum,“ sagði ráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira