Hannes Þór fagnaði sigri í vítakeppni | Góð æfing fyrir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2016 18:44 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Getty Fjögur Íslendingalið fögnuðu sigri í dag í sextán liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla og eru þar með komin áfram í átta liða úrslitin. Kvennalið Avaldsnes komst einnig áfram og það geta fleiri Íslendingalið bæst í hópinn í kvöld. Mesta dramatíkin var hjá Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Bodö/Glimt sem þurftu framlengda vítakeppni til að tryggja sér sigur í úrvalsdeildarslag á móti Haugesund.Hannes Þór, sem er markvörður íslenska landsliðsins, fékk á sig þrjú mörk í leiknum sjálfum og það var síðan skorað úr sex fyrstu vítaspyrnunum á móti honum í vítakeppninni. Liðsfélagar Hannesar nýttu öll sín víti og Sverre Björkkjær klikkaði síðan í síðustu vítaspyrnunni á móti Hannesi. Bodö/Glimt vann vítakeppnina því 7-6 og er komið áfram í átta liða úrslitin. Þetta var fín æfing fyrir okkar mann sem gæti mögulega lent í því að taka þátt í vítakeppni með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. Mathias Normann skoraði fyrsta mark leiksins á 48. mínútu og þannig var staðan þangað til að innan við tíu mínútur voru eftir. Haugesund jafnaði þá tvisvar eftir að Bodö/Glimt hafði komist aftur yfir. Liðin skoruðu síðan bæði í framlengingunni en úrslitin réðust síðan ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni.Thomas Lehne Olsen skoraði sigurmark Tromsö í framlengingu þegar Íslendingaliðið Tromsö sló Odd út úr norska bikarnum í kvöld eftir 3-2 heimasigur. Aron Sigurðarson leikur með Tromsö og hann lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir liðsfélaga sinn Sofien Moussa strax á 13. mínútu. Það dugði skammt því Odd var komið yfir í 2-1 fyrir hálfleik. Aron var síðan tekinn af velli á 71. mínútu en varmanni hans, Runar Espejord, tókst að jafna metin í 2-2 á 78. mínútu. Grípa varð til framlengingar og þar kom Lehne Olsen sterkur inn.Elías Már Ómarsson lagði upp mark fyrsta mark Vålerenga í 3-1 sigri á C-deildarliðinu Vidar en Elías Már var farinn af velli þegar Vålerenga skoraði tvö síðustu mörkin sín í leiknum.Kristinn Jónsson og félagar í Sarpsborg 08 fóru örugglega áfram eftir 3-0 heimasigur á C-deildarliðinu Stjørdals-Blink. Kristinn lék allan leikinn í vinstri bakverðinum.Hólmfríður Magnúsdóttir, Þórunn Helga Jóndóttir og félagar þeirra í Avaldsnes komust áfram í bikarnum í kvöld eftir 7-0 sigur á Fyllingsdalen. Íslensku stelpurnar komust ekki á blað í leiknum en norska landsliðskonan Maren Mjelde var með þrennu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Fjögur Íslendingalið fögnuðu sigri í dag í sextán liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla og eru þar með komin áfram í átta liða úrslitin. Kvennalið Avaldsnes komst einnig áfram og það geta fleiri Íslendingalið bæst í hópinn í kvöld. Mesta dramatíkin var hjá Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Bodö/Glimt sem þurftu framlengda vítakeppni til að tryggja sér sigur í úrvalsdeildarslag á móti Haugesund.Hannes Þór, sem er markvörður íslenska landsliðsins, fékk á sig þrjú mörk í leiknum sjálfum og það var síðan skorað úr sex fyrstu vítaspyrnunum á móti honum í vítakeppninni. Liðsfélagar Hannesar nýttu öll sín víti og Sverre Björkkjær klikkaði síðan í síðustu vítaspyrnunni á móti Hannesi. Bodö/Glimt vann vítakeppnina því 7-6 og er komið áfram í átta liða úrslitin. Þetta var fín æfing fyrir okkar mann sem gæti mögulega lent í því að taka þátt í vítakeppni með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. Mathias Normann skoraði fyrsta mark leiksins á 48. mínútu og þannig var staðan þangað til að innan við tíu mínútur voru eftir. Haugesund jafnaði þá tvisvar eftir að Bodö/Glimt hafði komist aftur yfir. Liðin skoruðu síðan bæði í framlengingunni en úrslitin réðust síðan ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni.Thomas Lehne Olsen skoraði sigurmark Tromsö í framlengingu þegar Íslendingaliðið Tromsö sló Odd út úr norska bikarnum í kvöld eftir 3-2 heimasigur. Aron Sigurðarson leikur með Tromsö og hann lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir liðsfélaga sinn Sofien Moussa strax á 13. mínútu. Það dugði skammt því Odd var komið yfir í 2-1 fyrir hálfleik. Aron var síðan tekinn af velli á 71. mínútu en varmanni hans, Runar Espejord, tókst að jafna metin í 2-2 á 78. mínútu. Grípa varð til framlengingar og þar kom Lehne Olsen sterkur inn.Elías Már Ómarsson lagði upp mark fyrsta mark Vålerenga í 3-1 sigri á C-deildarliðinu Vidar en Elías Már var farinn af velli þegar Vålerenga skoraði tvö síðustu mörkin sín í leiknum.Kristinn Jónsson og félagar í Sarpsborg 08 fóru örugglega áfram eftir 3-0 heimasigur á C-deildarliðinu Stjørdals-Blink. Kristinn lék allan leikinn í vinstri bakverðinum.Hólmfríður Magnúsdóttir, Þórunn Helga Jóndóttir og félagar þeirra í Avaldsnes komust áfram í bikarnum í kvöld eftir 7-0 sigur á Fyllingsdalen. Íslensku stelpurnar komust ekki á blað í leiknum en norska landsliðskonan Maren Mjelde var með þrennu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira