Þetta eru óhreinu Rússarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2016 16:00 Hástökkvarinn Anna Chicherova er ein af þessum fjórtán. Vísir/Getty Alþjóðaólympíunefndin sagði heiminum frá því í síðustu viku að upp hafi komist að 31 íþróttamaður hafi notað ólögleg lyf á Ólympíuleikunum í Peking 2008 án þess að það uppgötvaðist þá. Nú er komið í ljós að 14 þeirra voru frá Rússlandi og hverjir þessir fjórtán eru. 454 sýni frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 voru prófuð aftur með nýjustu tækni og þá kom í ljós að 31 óhreinn íþróttamaður hafði sloppið í gegnum lyfjaprófið. Rússneska sjónvarpsstöðin Match ákvað að bíða ekkert með staðfestingu frá rússneska Ólympíusambandinu heldur birti nöfn þeirra fjórtán sem höfðu fallið á lyfjaprófi tæpum átta árum eftir að þau voru tekin. Meðla þessara fjórtán eru fjölmargir verðlaunahafar frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Rússar unnu alls 73 verðlaun þar af 23 gull. Rússneska Ólympíusambandið ætlar ekki að gefa þessi fjórtán nöfn út fyrr en að framkvæmt hefur verið próf á B-sýni viðkomandi íþróttafólks. Þau fara ekki fram fyrr en í júní. Rússneska sjónvarpsstöðin Match hefur ekki gefið það upp hvaðan hún fékk upplýsingarnar um óhreinu íþróttamennina. Rússneskir frjálsíþróttamenn eru í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um vísvitandi svindl rússneska frjálsíþróttasambandsins og þessar fréttir eru ekki til auka líkurnar að þeir fái að vera með á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Anna Chicherova er á listanum en hún vann brons í hástökki. Hún ætlar að fara með málið fyrir rétt verði niðurstaðan úr b-sýni hennar sú saman. „Ég skil ekki hvernig þeir fá þessa niðurstöðu. Kannski eru þetta mistök því ég er í sjokki eins og allir aðrir. Ég skil ekki hvernig þetta próf kom út jákvætt því ég hef farið í fjölda annarra lyfjaprófa," sagði Anna Chicherova í samtali við Match-sjónvarpsstöðina.Hér fyrir neðan er listinn yfir þessa fjórtán óhreinu Rússa. Julia Chermoshanskaya (Gull í boðhlaupi) Mariya Abakumova (Silfur í spjótkasti) Denis Alexeyev (Brons í 400 metra hlaupi) Inga Abitova (Keppti í 10 þúsund metra hlaupi) Yekaterina Volkova, (Brons í 3000 metra hindrunarhlaupi) Nadezhda Evstyukhina (Brons í lyftingum) Anastasia Kapachinskaya (Silfur í boðhlaupi) Alexander Kornilov (Keppti í róðri) Denis Nizhegorodov (Brons í 50 km göngu) Alexandr Pogorelov (Keppti í tugþraut) Tatyana Firova (Silfur í boðhlaupi) Anna Chicherova (Brons í hástökki) Maria Shainova (Silfur í lyftingum) Ivan Jusjkov (Keppti í kúluvarpi) Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin sagði heiminum frá því í síðustu viku að upp hafi komist að 31 íþróttamaður hafi notað ólögleg lyf á Ólympíuleikunum í Peking 2008 án þess að það uppgötvaðist þá. Nú er komið í ljós að 14 þeirra voru frá Rússlandi og hverjir þessir fjórtán eru. 454 sýni frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 voru prófuð aftur með nýjustu tækni og þá kom í ljós að 31 óhreinn íþróttamaður hafði sloppið í gegnum lyfjaprófið. Rússneska sjónvarpsstöðin Match ákvað að bíða ekkert með staðfestingu frá rússneska Ólympíusambandinu heldur birti nöfn þeirra fjórtán sem höfðu fallið á lyfjaprófi tæpum átta árum eftir að þau voru tekin. Meðla þessara fjórtán eru fjölmargir verðlaunahafar frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Rússar unnu alls 73 verðlaun þar af 23 gull. Rússneska Ólympíusambandið ætlar ekki að gefa þessi fjórtán nöfn út fyrr en að framkvæmt hefur verið próf á B-sýni viðkomandi íþróttafólks. Þau fara ekki fram fyrr en í júní. Rússneska sjónvarpsstöðin Match hefur ekki gefið það upp hvaðan hún fékk upplýsingarnar um óhreinu íþróttamennina. Rússneskir frjálsíþróttamenn eru í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um vísvitandi svindl rússneska frjálsíþróttasambandsins og þessar fréttir eru ekki til auka líkurnar að þeir fái að vera með á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Anna Chicherova er á listanum en hún vann brons í hástökki. Hún ætlar að fara með málið fyrir rétt verði niðurstaðan úr b-sýni hennar sú saman. „Ég skil ekki hvernig þeir fá þessa niðurstöðu. Kannski eru þetta mistök því ég er í sjokki eins og allir aðrir. Ég skil ekki hvernig þetta próf kom út jákvætt því ég hef farið í fjölda annarra lyfjaprófa," sagði Anna Chicherova í samtali við Match-sjónvarpsstöðina.Hér fyrir neðan er listinn yfir þessa fjórtán óhreinu Rússa. Julia Chermoshanskaya (Gull í boðhlaupi) Mariya Abakumova (Silfur í spjótkasti) Denis Alexeyev (Brons í 400 metra hlaupi) Inga Abitova (Keppti í 10 þúsund metra hlaupi) Yekaterina Volkova, (Brons í 3000 metra hindrunarhlaupi) Nadezhda Evstyukhina (Brons í lyftingum) Anastasia Kapachinskaya (Silfur í boðhlaupi) Alexander Kornilov (Keppti í róðri) Denis Nizhegorodov (Brons í 50 km göngu) Alexandr Pogorelov (Keppti í tugþraut) Tatyana Firova (Silfur í boðhlaupi) Anna Chicherova (Brons í hástökki) Maria Shainova (Silfur í lyftingum) Ivan Jusjkov (Keppti í kúluvarpi)
Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Sjá meira