Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fylkir 1-2 | Fylkismenn sóttu sigur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. maí 2016 22:45 Úr leik Fylkis og Keflavíkur í fyrra. Vísir/Anton Sólskinsbærinn Keflavík stóð ekki undir nafni þegar 1. deildarlið Keflavíkur tók á móti botnliði Pepsi-deildarinnar, Fylki, í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla. Flottur fyrri hálfleikur Fylkismanna varð til þess að þeir verða eitt af liðunum sextán í hattinum þegar dregið verður á föstudag. Mörk Ragnars Braga Sveinssonar og Víðis Þorvarðarsonar undir lok fyrri hálfleiks byggðu upp forystu sem Keflvíkingar náðu ekki að vinna upp þrátt fyrir heiðarlega tilraun til þess. Heimamenn fengu ágæt færi til að minnka muninn en tókst það ekki fyrr en í uppbótartíma með marki varamannsins Magnúsar Sverris Þorsteinssonar úr vítaspyrnu. Það var einfaldlega of lítið og of seint.Af hverju vann Fylkir leikinn? Appelsínugulir Árbæingar voru sprækari aðilinn í fyrri hálfleik, líkt og áður segir, og það dugði. Leikurinn var líflaus í upphafi en eftir því sem á leið sóttu gestirnir í sig veðrið. Sóknartilburðir þeirra voru öruggari og á stuttum kafla var hægri vængurinn hjá þeim í miklu stuði. Þá má alls ekki gleyma hlut Ólafs Íshólm Ólafssonar í markinu en hann virðist staðráðinn í því að Englendingurinn Lewis Ward muni ekki sjá fótbolta nema í upphitun og á æfingum. Ólafur varði oft á tíðum afar vel og kom í veg fyrir það að Keflvíkingar kæmust á blað.Þessir stóðu upp úr Líkt og áður hefur verið komið inn á þá átti Ólafur Íshólm afar góðan leik á milli stanganna. Samkvæmt skráningu varði hann sjö skot heimamanna, misgóð að vísu, auk þess að vera fljótur út að hirða fyrirgjafir og sendingar inn fyrir. Þætti fyrirliðans Ragnars Braga Sveinssonar má ekki gleyma en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað. Sendingar hans úr holunni og út á vængina eða í gegnum vörnina sköpuðu mikinn usla. Þar að auki bauð hann reglulega upp á góð hlaup sem ógnuðu mjög. Að endingu er rétt að nefna að Víðir Þorvarðarson var afar líflegur á hægri vængnum. Hjá Keflavík má nefna framtak Jónasar Guðna á miðjunni en hann var duglegur við að koma sér í hættulegar stöður og átti nokkur skot sem, því miður fyrir Keflvíkinga, voru ekki til útflutnings. Þá barðist Einar Orri eins og ljón við hlið hans á miðjunni og Bojan Stefán átti öðru hvoru fínar rispur.Hvað gekk illa? Heimamönnum gekk bölvanlega að nýta sér þau færi sem þeir sköpuðu. Það er ekki unnt að segja að það hafi fengið nein dauðafæri en þeir fengu þó fjöldamarga sénsa sem stimpla má sem „rúmlega hálffæri“. Skot þeirra voru of oft hátt yfir markið úr góðum stöðum og önnur enduðu á Ólafi Íshólm. Axel Kári Vignisson hefur eflaust átt betri daga í vinstri bakverðinum. Á stuttum kafla í fyrri hálfleik lenti hann í basli með Víði og liðið hans lenti undir í kjölfarið. Í broddi fylkingar hjá Fylki var José „Sitó“ Vergara í tómu tjóni. Í fyrri hálfleik sást hann lítið og í þeim síðari ekki neitt fyrr en hann var tekinn út af. Það var helst þegar hann var flaggaður rangstæður sem hann minnti fólk á að hann væri inn á vellinum.Hvað gerist næst? Eins og alltaf vill vera í bikarnum þá heldur annað liðið áfram keppni á meðan hitt situr eftir. Að þessu sinni verður það hlutskipti Fylkismanna að fara áfram meðan Keflvíkingar bíta í hið súra epli. Fylkismenn vona að sigurinn veiti þeim hvað sem það nú er sem þá skortir þannig þeir geti farið að vinna leiki í deildinni. Þetta var fyrsti sigurleikur þeirra í sumar en liðið situr á botni Pepsi-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er á mánudag gegn Fjölni og morgunljóst að ætli Fylkir að spila í Pepsi að ári verður liðið að landa fleiri punktum í þeim leikjum sem eftir eru. Keflvíkingar voru að tapa sínum fyrsta leik í sumar en liðið hafði unnið einn og gert tvö jafntefli í Inkasso-deildinni. Þeirra bíður grannaslagur gegn nágrönnum sínum í Grindavík á laugardag en Grindvíkingar eru á mikilli siglingu með fullt hús á toppi deildarinnar. Markmið Keflvíkinga fyrir sumarið er að komast á ný í deild með Fylki nema auðvitað Fylkismenn taki upp á því að fara niður. Aðeins tíminn getur leitt í ljós hvort liðin spila saman í deild að ári og þá hvaða deild það verður.Hermann var léttari á brún en hann hefur verið eftir undanfarna leiki.vísir/valliHermann: „Það voru gæði í okkar aðgerðum“ „Að sjálfsögðu erum við sáttir. Það leið öllum vel inni í klefa núna,“ sagðir sigurreifur Hermann Hreiðarsson eftir 2-1 sigur Fylkis á Keflavík suður með sjó. Leikurinn var hluti af 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins og úrslitin þýða að Árbæingar verða í pottinum þegar dregið verður á föstudag. Fyrir leik hafði Fylkis ekki unnið leik það sem af er sumri og úrslitin því kærkomin. „Mér fannst við vera heldur sterkari í fyrri. Við áttum stórskemmtilegar sóknir, skoruðum frábær mörk og fengum þrjú flott færi. Það voru gæði í okkar aðgerðum. Svo settu þeir aukna pressu á okkur með vindinum í síðari hálfleik, við náðum engum takti við leikinn en stóðum þetta af okkur.“ Mark Keflavíkur kom út vítaspyrnu í uppbótartíma. Þeir höfðu átt skot að marki sem Ólafur Íshólm varði út í teiginn og síðan fylgdi annað skot í rammann. Skyndilega var búið að flauta vítaspyrnu og enginn virtist vita neitt hvað hafði gerst. „Ég er búinn að spyrja alla í klefanum og það veit enginn neitt. Þú verður eiginlega að taka dómarann í viðtal og spyrja hann á hvað hann var að dæma. Hann verður að gefa svarið,“ sagði Hermann og brosti út í annað. Eyjamaðurinn telur að sigurinn muni gefa sínum strákum það sem þarf til að spyrna sér frá botni Pepsi-deildarinnar. „Við erum í þessu til að vinna leiki. Að geta fagnað í klefanum eftir leik er það sem telur. Svo verðum við líka í hattinum í bikarnum og erum spenntir fyrir því,“ sagði Hermann að lokum.Þorvaldur Örlygsson var handviss um að sínir menn hefðu haft þetta hefði jöfnunarmarkið komið.vísir/stefánÞorvaldur: Skiptir engu máli í hvaða deild þú ert í bikarnum „Við sýndum í dag að við hefðum getað jafnað og ég er nokkuð viss um að hefðum við jafnað þá hefðum við unnið leikinn,“ sagði Þorvaldur Örlygsson að leik loknum. Framan af var leikurinn í járnum en skyndilega voru Keflvíkingar komnir tveimur mörkum undir. „Fyrsta markið var hálfklaufalegt. Við höfðum náð leiknum á okkar vald en fáum mark á okkur. Annað markið var svo erfitt og það tók okkur smá tíma að ranka við okkur.“ Í síðari háflleiknum fengu Keflvíkingar marga sénsa til að skora en nýttu aðeins vítaspyrnu á lokamínútunum. „Við fengum nóg af færum og við sýndum sannarlega að við ætluðum okkur að jafna. Ég hefði viljað fá markið aðeins fyrr en því miður gekk það ekki í dag og bikarinn búinn í ár.“ Í dag tókust á lið sem leika í Pepsi-deildinni og Inkasso-deildinni. Þorvaldur vildi ekki leggja mat á hvort sá munur hefði sést á leik liðanna. „Einhver annar verður að dæma um það enda skiptir það svo sem engu máli. Við mætum í alla leiki til að vinna þá. Í bikar skiptir líka engu máli í hvaða deild þú ert eins og hefur svo oft sýnt sig,“ voru lokaorð Þorvalds.Ragnar Bragi Sveinsson í leik með Fylki í fyrra.Ragnar Bragi: Fórum loksins að gera það sem þjálfarinn biður um „Þetta er fyrsti leikurinn sem við vinnum síðan í byrjun apríl svo þetta er gríðarlega sætt,“ sagði Ragnar Bragi Sveinsson að leik loknum. Ragnar bar fyrirliðabandið í dag og skilaði marki og stoðsendingu úr holunni. „Við ætluðum að fara bak við þá og hlaupa svolítið í kringum þá og það virkaði vel. Bæði mörkin komu með því að fara upp hægri kanntinn. Uppeggið virkaði að mestu leiti, liðið spilaði vel og sigldi þessu heim í restina.“ Ragnar fór út af þegar tæplega hálftími lifði leiks en skömmu áður hafði hann fengið högg á sig og haltrað um stund. Hann segist þó ekki vera að bætast á meiðslalista Fylkis. „Þetta er ekki neitt, bara smá bólga sem þarf að kæla. Það er leikur í deild á mánudaginn og ég ákvað að vera skynsamur.“ Í deildinni eru Fylkismenn enn án sigurs en Ragnar vonar að leikurinn í dag gæti orðið vendipunktur á þeirra sumri. „Við ætlum að taka sigurinn með í næsta leik og byggja ofan á þetta. Það er gott að losa um stífluna og loksins fórum við að láta boltann ganga og gera það sem þjálfarinn segir okkur að gera. Það hlýtur að vera að þetta spyrni okkur frá botninum.“ Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Sólskinsbærinn Keflavík stóð ekki undir nafni þegar 1. deildarlið Keflavíkur tók á móti botnliði Pepsi-deildarinnar, Fylki, í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla. Flottur fyrri hálfleikur Fylkismanna varð til þess að þeir verða eitt af liðunum sextán í hattinum þegar dregið verður á föstudag. Mörk Ragnars Braga Sveinssonar og Víðis Þorvarðarsonar undir lok fyrri hálfleiks byggðu upp forystu sem Keflvíkingar náðu ekki að vinna upp þrátt fyrir heiðarlega tilraun til þess. Heimamenn fengu ágæt færi til að minnka muninn en tókst það ekki fyrr en í uppbótartíma með marki varamannsins Magnúsar Sverris Þorsteinssonar úr vítaspyrnu. Það var einfaldlega of lítið og of seint.Af hverju vann Fylkir leikinn? Appelsínugulir Árbæingar voru sprækari aðilinn í fyrri hálfleik, líkt og áður segir, og það dugði. Leikurinn var líflaus í upphafi en eftir því sem á leið sóttu gestirnir í sig veðrið. Sóknartilburðir þeirra voru öruggari og á stuttum kafla var hægri vængurinn hjá þeim í miklu stuði. Þá má alls ekki gleyma hlut Ólafs Íshólm Ólafssonar í markinu en hann virðist staðráðinn í því að Englendingurinn Lewis Ward muni ekki sjá fótbolta nema í upphitun og á æfingum. Ólafur varði oft á tíðum afar vel og kom í veg fyrir það að Keflvíkingar kæmust á blað.Þessir stóðu upp úr Líkt og áður hefur verið komið inn á þá átti Ólafur Íshólm afar góðan leik á milli stanganna. Samkvæmt skráningu varði hann sjö skot heimamanna, misgóð að vísu, auk þess að vera fljótur út að hirða fyrirgjafir og sendingar inn fyrir. Þætti fyrirliðans Ragnars Braga Sveinssonar má ekki gleyma en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað. Sendingar hans úr holunni og út á vængina eða í gegnum vörnina sköpuðu mikinn usla. Þar að auki bauð hann reglulega upp á góð hlaup sem ógnuðu mjög. Að endingu er rétt að nefna að Víðir Þorvarðarson var afar líflegur á hægri vængnum. Hjá Keflavík má nefna framtak Jónasar Guðna á miðjunni en hann var duglegur við að koma sér í hættulegar stöður og átti nokkur skot sem, því miður fyrir Keflvíkinga, voru ekki til útflutnings. Þá barðist Einar Orri eins og ljón við hlið hans á miðjunni og Bojan Stefán átti öðru hvoru fínar rispur.Hvað gekk illa? Heimamönnum gekk bölvanlega að nýta sér þau færi sem þeir sköpuðu. Það er ekki unnt að segja að það hafi fengið nein dauðafæri en þeir fengu þó fjöldamarga sénsa sem stimpla má sem „rúmlega hálffæri“. Skot þeirra voru of oft hátt yfir markið úr góðum stöðum og önnur enduðu á Ólafi Íshólm. Axel Kári Vignisson hefur eflaust átt betri daga í vinstri bakverðinum. Á stuttum kafla í fyrri hálfleik lenti hann í basli með Víði og liðið hans lenti undir í kjölfarið. Í broddi fylkingar hjá Fylki var José „Sitó“ Vergara í tómu tjóni. Í fyrri hálfleik sást hann lítið og í þeim síðari ekki neitt fyrr en hann var tekinn út af. Það var helst þegar hann var flaggaður rangstæður sem hann minnti fólk á að hann væri inn á vellinum.Hvað gerist næst? Eins og alltaf vill vera í bikarnum þá heldur annað liðið áfram keppni á meðan hitt situr eftir. Að þessu sinni verður það hlutskipti Fylkismanna að fara áfram meðan Keflvíkingar bíta í hið súra epli. Fylkismenn vona að sigurinn veiti þeim hvað sem það nú er sem þá skortir þannig þeir geti farið að vinna leiki í deildinni. Þetta var fyrsti sigurleikur þeirra í sumar en liðið situr á botni Pepsi-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er á mánudag gegn Fjölni og morgunljóst að ætli Fylkir að spila í Pepsi að ári verður liðið að landa fleiri punktum í þeim leikjum sem eftir eru. Keflvíkingar voru að tapa sínum fyrsta leik í sumar en liðið hafði unnið einn og gert tvö jafntefli í Inkasso-deildinni. Þeirra bíður grannaslagur gegn nágrönnum sínum í Grindavík á laugardag en Grindvíkingar eru á mikilli siglingu með fullt hús á toppi deildarinnar. Markmið Keflvíkinga fyrir sumarið er að komast á ný í deild með Fylki nema auðvitað Fylkismenn taki upp á því að fara niður. Aðeins tíminn getur leitt í ljós hvort liðin spila saman í deild að ári og þá hvaða deild það verður.Hermann var léttari á brún en hann hefur verið eftir undanfarna leiki.vísir/valliHermann: „Það voru gæði í okkar aðgerðum“ „Að sjálfsögðu erum við sáttir. Það leið öllum vel inni í klefa núna,“ sagðir sigurreifur Hermann Hreiðarsson eftir 2-1 sigur Fylkis á Keflavík suður með sjó. Leikurinn var hluti af 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins og úrslitin þýða að Árbæingar verða í pottinum þegar dregið verður á föstudag. Fyrir leik hafði Fylkis ekki unnið leik það sem af er sumri og úrslitin því kærkomin. „Mér fannst við vera heldur sterkari í fyrri. Við áttum stórskemmtilegar sóknir, skoruðum frábær mörk og fengum þrjú flott færi. Það voru gæði í okkar aðgerðum. Svo settu þeir aukna pressu á okkur með vindinum í síðari hálfleik, við náðum engum takti við leikinn en stóðum þetta af okkur.“ Mark Keflavíkur kom út vítaspyrnu í uppbótartíma. Þeir höfðu átt skot að marki sem Ólafur Íshólm varði út í teiginn og síðan fylgdi annað skot í rammann. Skyndilega var búið að flauta vítaspyrnu og enginn virtist vita neitt hvað hafði gerst. „Ég er búinn að spyrja alla í klefanum og það veit enginn neitt. Þú verður eiginlega að taka dómarann í viðtal og spyrja hann á hvað hann var að dæma. Hann verður að gefa svarið,“ sagði Hermann og brosti út í annað. Eyjamaðurinn telur að sigurinn muni gefa sínum strákum það sem þarf til að spyrna sér frá botni Pepsi-deildarinnar. „Við erum í þessu til að vinna leiki. Að geta fagnað í klefanum eftir leik er það sem telur. Svo verðum við líka í hattinum í bikarnum og erum spenntir fyrir því,“ sagði Hermann að lokum.Þorvaldur Örlygsson var handviss um að sínir menn hefðu haft þetta hefði jöfnunarmarkið komið.vísir/stefánÞorvaldur: Skiptir engu máli í hvaða deild þú ert í bikarnum „Við sýndum í dag að við hefðum getað jafnað og ég er nokkuð viss um að hefðum við jafnað þá hefðum við unnið leikinn,“ sagði Þorvaldur Örlygsson að leik loknum. Framan af var leikurinn í járnum en skyndilega voru Keflvíkingar komnir tveimur mörkum undir. „Fyrsta markið var hálfklaufalegt. Við höfðum náð leiknum á okkar vald en fáum mark á okkur. Annað markið var svo erfitt og það tók okkur smá tíma að ranka við okkur.“ Í síðari háflleiknum fengu Keflvíkingar marga sénsa til að skora en nýttu aðeins vítaspyrnu á lokamínútunum. „Við fengum nóg af færum og við sýndum sannarlega að við ætluðum okkur að jafna. Ég hefði viljað fá markið aðeins fyrr en því miður gekk það ekki í dag og bikarinn búinn í ár.“ Í dag tókust á lið sem leika í Pepsi-deildinni og Inkasso-deildinni. Þorvaldur vildi ekki leggja mat á hvort sá munur hefði sést á leik liðanna. „Einhver annar verður að dæma um það enda skiptir það svo sem engu máli. Við mætum í alla leiki til að vinna þá. Í bikar skiptir líka engu máli í hvaða deild þú ert eins og hefur svo oft sýnt sig,“ voru lokaorð Þorvalds.Ragnar Bragi Sveinsson í leik með Fylki í fyrra.Ragnar Bragi: Fórum loksins að gera það sem þjálfarinn biður um „Þetta er fyrsti leikurinn sem við vinnum síðan í byrjun apríl svo þetta er gríðarlega sætt,“ sagði Ragnar Bragi Sveinsson að leik loknum. Ragnar bar fyrirliðabandið í dag og skilaði marki og stoðsendingu úr holunni. „Við ætluðum að fara bak við þá og hlaupa svolítið í kringum þá og það virkaði vel. Bæði mörkin komu með því að fara upp hægri kanntinn. Uppeggið virkaði að mestu leiti, liðið spilaði vel og sigldi þessu heim í restina.“ Ragnar fór út af þegar tæplega hálftími lifði leiks en skömmu áður hafði hann fengið högg á sig og haltrað um stund. Hann segist þó ekki vera að bætast á meiðslalista Fylkis. „Þetta er ekki neitt, bara smá bólga sem þarf að kæla. Það er leikur í deild á mánudaginn og ég ákvað að vera skynsamur.“ Í deildinni eru Fylkismenn enn án sigurs en Ragnar vonar að leikurinn í dag gæti orðið vendipunktur á þeirra sumri. „Við ætlum að taka sigurinn með í næsta leik og byggja ofan á þetta. Það er gott að losa um stífluna og loksins fórum við að láta boltann ganga og gera það sem þjálfarinn segir okkur að gera. Það hlýtur að vera að þetta spyrni okkur frá botninum.“
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira