Vildi ögra mér, leiða verkin áfram og taka áhættu Magnús Guðmundsson skrifar 24. maí 2016 10:30 Hulda Stefánsdóttir myndlistarkona á sýningu sinni Færslu í BERG Contemporary við Klapparstíg. Visir/Anton Brink Ferðalagi um myndheim Huldu Stefánsdóttur verður kannski helst lýst sem varfærnislegum rannsóknarleiðangri. En síðastliðinn laugardag var opnuð sýning á verkum Huldu í BERG Contemporary við Klapparstíg sem er ekki laust við að boði ákveðin tímamót í verkum og á ferli Huldu. Sýning Huldu er hluti af Listahátíðinni í Reykjavík.Sterkar raddir Þegar náðist í Huldu var hún í óðaönn að undirbúa næstu opnun sem er samsýning í Hafnarborg og það sætir nú óneitanlega tíðindum að myndlistarmaður taki þátt í tveimur opnunum á innan við viku. „Það er ýmist í ökkla eða eyra en þetta bara raðaðist svona. Það getur sitthvað gerst í þessum bransa,“ segir Hulda og hlær bara að þessu. „En í BERG er ég að sýna verk þar sem þessi tvö elstu eru frá 2013 og 2014. Sýningin kallast Færsla sem felur kannski í sér að maður er alltaf að reyna að leiða verkin sín áfram, brjóta upp og bregðast við einhverju sem maður hefur áður gert. En þetta er frekar afgerandi tilraun þar sem ég hef áður verið að vinna með verk í klösum sem mynda eina heild sem innsetning í sýningarrými en nú er ég að láta reyna á stök verk og stærri. Það verður óneitanlega öðruvísi samtal sem myndast í rýminu við þessa breytingu og það gerist í þessu ferli. Smám saman áttar maður sig á því að þessi breyting er að eiga sér stað. Ég var til að mynda með önnur minni verk sem ég ætlaði að hafa á sýningunni en svo er það bara í ferlinu þegar ég er að hengja upp að ég átta mig á því að það þurfti ekkert meira. Þarna var ég kominn með sterkar raddir og þær þurftu að fá að njóta sín.“Málverk og sagan Það er óneitanlega ákveðin breyting á verkum Huldu sem þarna hefur átt sér stað og hún telur að skýringin sé í raun einföld. „Ég er bara alltaf að sökkva mér dýpra og dýpra í málverkið. Ég kem úr málverki, lærði í málaradeild Mynd- og hand og fer svo út til New York í School of Visual Arts og lauk meistaragráðu þar í myndlist. Í NY fór ég að gera tilraunir með önnur form, ljósmyndir og vídeó, en einhvern veginn alltaf með tilvísun í möguleika málverksins. En ég finn það núna að ég vil halda áfram inn í málverkið sjálft. Áður má segja að ég hafi oft leitast við að leysa upp myndfletina og fá þá til að renna saman við sýningarrýmið en hér á sér stað ákveðin hleðsla. Verkin eru unnin í hægu ferli og myndflöturinn byggður upp í hálfgegnsæjum lögum. Ég velti fyrir mér þessu samtali sem við eigum stöðugt í við söguna, hvernig upplifun okkar hér og nú getur ekki verið annað en viðbragð við fyrri upplifunum, minningum og reynslu. Líka það hvernig við erum alltaf að horfa á málverkasöguna þegar við horfum á tiltekið málverk. Það á sér m.ö.o. stað ákveðin yfirfærsla. Vinnutitill sýningarinnar var sem sagt: Sagan í núinu, svo ég ljóstri upp um það. En þetta voru rosalega þung og hlaðin orð sem fóru hálfpartinn að þvælast fyrir mér í vinnsluferlinu. Færsla felur í sér meiri léttleika og leik sem lýsir betur því sem ég var leita eftir.“Tímamót Hulda segir að hún líti á þessa sýningu sem tímamót á ferli sínum. „Þegar mér bauðst þetta tækifæri til að ganga til liðs við BERG Contemporary fyrir um einu og hálfu ári var það tækifæri sem ég vildi fylgja eftir með afgerandi hætti. Það hafði eflaust líka áhrif að þessi sýning var búin að gerjast með mér lengi og ég fann að það var kominn tími til þess að ögra sjálfri mér á nýjan hátt, leiða verkin áfram og taka áhættu. Ég er búin að vera prófessor í Listaháskólanum undanfarin átta ár og því er tímabili ráðningarfestu minnar að ljúka þannig að þetta eru tímamót. Það er frábærlega spennandi að fá tækifæri til þess að einbeita sér af fullum krafti að heimi myndsköpunar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira
Ferðalagi um myndheim Huldu Stefánsdóttur verður kannski helst lýst sem varfærnislegum rannsóknarleiðangri. En síðastliðinn laugardag var opnuð sýning á verkum Huldu í BERG Contemporary við Klapparstíg sem er ekki laust við að boði ákveðin tímamót í verkum og á ferli Huldu. Sýning Huldu er hluti af Listahátíðinni í Reykjavík.Sterkar raddir Þegar náðist í Huldu var hún í óðaönn að undirbúa næstu opnun sem er samsýning í Hafnarborg og það sætir nú óneitanlega tíðindum að myndlistarmaður taki þátt í tveimur opnunum á innan við viku. „Það er ýmist í ökkla eða eyra en þetta bara raðaðist svona. Það getur sitthvað gerst í þessum bransa,“ segir Hulda og hlær bara að þessu. „En í BERG er ég að sýna verk þar sem þessi tvö elstu eru frá 2013 og 2014. Sýningin kallast Færsla sem felur kannski í sér að maður er alltaf að reyna að leiða verkin sín áfram, brjóta upp og bregðast við einhverju sem maður hefur áður gert. En þetta er frekar afgerandi tilraun þar sem ég hef áður verið að vinna með verk í klösum sem mynda eina heild sem innsetning í sýningarrými en nú er ég að láta reyna á stök verk og stærri. Það verður óneitanlega öðruvísi samtal sem myndast í rýminu við þessa breytingu og það gerist í þessu ferli. Smám saman áttar maður sig á því að þessi breyting er að eiga sér stað. Ég var til að mynda með önnur minni verk sem ég ætlaði að hafa á sýningunni en svo er það bara í ferlinu þegar ég er að hengja upp að ég átta mig á því að það þurfti ekkert meira. Þarna var ég kominn með sterkar raddir og þær þurftu að fá að njóta sín.“Málverk og sagan Það er óneitanlega ákveðin breyting á verkum Huldu sem þarna hefur átt sér stað og hún telur að skýringin sé í raun einföld. „Ég er bara alltaf að sökkva mér dýpra og dýpra í málverkið. Ég kem úr málverki, lærði í málaradeild Mynd- og hand og fer svo út til New York í School of Visual Arts og lauk meistaragráðu þar í myndlist. Í NY fór ég að gera tilraunir með önnur form, ljósmyndir og vídeó, en einhvern veginn alltaf með tilvísun í möguleika málverksins. En ég finn það núna að ég vil halda áfram inn í málverkið sjálft. Áður má segja að ég hafi oft leitast við að leysa upp myndfletina og fá þá til að renna saman við sýningarrýmið en hér á sér stað ákveðin hleðsla. Verkin eru unnin í hægu ferli og myndflöturinn byggður upp í hálfgegnsæjum lögum. Ég velti fyrir mér þessu samtali sem við eigum stöðugt í við söguna, hvernig upplifun okkar hér og nú getur ekki verið annað en viðbragð við fyrri upplifunum, minningum og reynslu. Líka það hvernig við erum alltaf að horfa á málverkasöguna þegar við horfum á tiltekið málverk. Það á sér m.ö.o. stað ákveðin yfirfærsla. Vinnutitill sýningarinnar var sem sagt: Sagan í núinu, svo ég ljóstri upp um það. En þetta voru rosalega þung og hlaðin orð sem fóru hálfpartinn að þvælast fyrir mér í vinnsluferlinu. Færsla felur í sér meiri léttleika og leik sem lýsir betur því sem ég var leita eftir.“Tímamót Hulda segir að hún líti á þessa sýningu sem tímamót á ferli sínum. „Þegar mér bauðst þetta tækifæri til að ganga til liðs við BERG Contemporary fyrir um einu og hálfu ári var það tækifæri sem ég vildi fylgja eftir með afgerandi hætti. Það hafði eflaust líka áhrif að þessi sýning var búin að gerjast með mér lengi og ég fann að það var kominn tími til þess að ögra sjálfri mér á nýjan hátt, leiða verkin áfram og taka áhættu. Ég er búin að vera prófessor í Listaháskólanum undanfarin átta ár og því er tímabili ráðningarfestu minnar að ljúka þannig að þetta eru tímamót. Það er frábærlega spennandi að fá tækifæri til þess að einbeita sér af fullum krafti að heimi myndsköpunar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira