Litaðir glossar koma sterkir inn fyrir sumarið Ritstjórn skrifar 24. maí 2016 12:00 Kylie Jenner byrjaði að selja glossa fyrr á árinu og það þýðir ekkert annað en að þeir séu komnir aftur í tísku. Glossar hafa lengi þótt vera pirrandi förðunarvara til þess að ganga með dags daglega. Hárið festist í þeim, þeir eru klístraðir og það er erfitt að borða og drekka með þá. Sem betur fer hefur bætt tækni og þróun í förðun gert snyrtivöruframleiðendum kleift að framleiða nýja kynslóð glossa þar sem þessi vandamál eru úr sögunni. Ef eitthvað er að marka það sem stjörnurnar nota á andlitið á sér og helstu hönnuðir tískubransans setja á fyrirsæturnar sínar þá verða litaðir glossar mikilvæg viðbót við snyrtibudduna í sumar. Gloss er skemmtileg og létt skipting við varalitina fyrir sumarið þegar sólin verður orðin tíðari gestur. Á myndbandinu neðst í fréttinni má sjá auglýsingu fyrir glossana hennar Kylie Jenner. Þeir seljast upp í hverri viku á innan við hálftíma þegar hún setur þá á sölu. Fyrirsætur Givenchy gengu niður pallana með dökka litaða glossa fyrir haustið 15/16.Bella Hadid klæddist léttum bleikum gloss á dögunum.Sarah Jessica Parker var með ljósbleikan gloss á Met Gala. Mest lesið Ólétt Natalie Portman kafar fyrir James Blake Glamour Litaðir glossar koma sterkir inn fyrir sumarið Glamour Skyggnst bakvið tjöldin hjá JÖR Glamour Forsmekkur af haustinu hjá H&M Glamour Emmy 2015: Best klæddar á rauða dreglinum Glamour Sportleg sólgleraugu með endurkomu Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Hedi Slimane hjólar í tískugagnrýnanda Glamour Vinsælustu fatamerki ársins Glamour Kim Kardashian heldur áfram að hneyksla Glamour
Glossar hafa lengi þótt vera pirrandi förðunarvara til þess að ganga með dags daglega. Hárið festist í þeim, þeir eru klístraðir og það er erfitt að borða og drekka með þá. Sem betur fer hefur bætt tækni og þróun í förðun gert snyrtivöruframleiðendum kleift að framleiða nýja kynslóð glossa þar sem þessi vandamál eru úr sögunni. Ef eitthvað er að marka það sem stjörnurnar nota á andlitið á sér og helstu hönnuðir tískubransans setja á fyrirsæturnar sínar þá verða litaðir glossar mikilvæg viðbót við snyrtibudduna í sumar. Gloss er skemmtileg og létt skipting við varalitina fyrir sumarið þegar sólin verður orðin tíðari gestur. Á myndbandinu neðst í fréttinni má sjá auglýsingu fyrir glossana hennar Kylie Jenner. Þeir seljast upp í hverri viku á innan við hálftíma þegar hún setur þá á sölu. Fyrirsætur Givenchy gengu niður pallana með dökka litaða glossa fyrir haustið 15/16.Bella Hadid klæddist léttum bleikum gloss á dögunum.Sarah Jessica Parker var með ljósbleikan gloss á Met Gala.
Mest lesið Ólétt Natalie Portman kafar fyrir James Blake Glamour Litaðir glossar koma sterkir inn fyrir sumarið Glamour Skyggnst bakvið tjöldin hjá JÖR Glamour Forsmekkur af haustinu hjá H&M Glamour Emmy 2015: Best klæddar á rauða dreglinum Glamour Sportleg sólgleraugu með endurkomu Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Hedi Slimane hjólar í tískugagnrýnanda Glamour Vinsælustu fatamerki ársins Glamour Kim Kardashian heldur áfram að hneyksla Glamour