Bjarni lofar að kosið verði strax í haust Sveinn Arnarsson skrifar 24. maí 2016 07:00 Ekki voru allir þingmenn mættir í salinn við upphaf þingfundar í gær. vísir/Anton brink Formenn stjórnarflokkanna eru ósammála um hvenær ganga eigi til alþingiskosninga. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tók af öll tvímæli um það að kosið yrði til Alþingis næsta haust. „Það hefur ekkert breyst varðandi það sem við forsætisráðherra höfum áður sagt, það að stefnt er að kosningum í haust,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Helga Hjörvar um málið á þingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sneri aftur til starfa á sunnudaginn sem óbreyttur þingmaður og formaður Framsóknarflokksins. Sem formaður flokksins lét hann hafa eftir sér að það væri ekkert víst að kosningar færu fram í haust. Ekki væri búið að samþykkja þá tilhögun í þingflokki Framsóknarflokksins.Bjarni Benediktssonvísir/anton brinkÞví sá Helgi Hjörvar sig knúinn til að spyrja formann Sjálfstæðisflokksins um hans skoðun á málinu. „Því miður er ekki að ástæðulausu að spyrja hvort fyrirheit um kosningar verði efnd. Fyrirheit voru líka gefin um þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekkert varð af,“ sagði Helgi. „Mér finnst reyndar dálítið merkilegt hversu mjög er dregið í efa að menn standi heilshugar á bak við orð sín miðað við hversu oft ég og forsætisráðherra höfum komið hér upp og sagt að þetta væri áætlunin,“ sagði Bjarni og bætti við að kosningar í haust byggðust á því að þingstörf myndu ganga vel. Bjarni sagði mikilvægt að klára stór mál áður en kosið yrði til þings og benti á að eitt af stóru málunum hefði klárast síðastliðið sunnudagskvöld þegar svokallað aflandskrónufrumvarp var samþykkt í þinginu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna eru ósammála um hvenær ganga eigi til alþingiskosninga. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tók af öll tvímæli um það að kosið yrði til Alþingis næsta haust. „Það hefur ekkert breyst varðandi það sem við forsætisráðherra höfum áður sagt, það að stefnt er að kosningum í haust,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Helga Hjörvar um málið á þingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sneri aftur til starfa á sunnudaginn sem óbreyttur þingmaður og formaður Framsóknarflokksins. Sem formaður flokksins lét hann hafa eftir sér að það væri ekkert víst að kosningar færu fram í haust. Ekki væri búið að samþykkja þá tilhögun í þingflokki Framsóknarflokksins.Bjarni Benediktssonvísir/anton brinkÞví sá Helgi Hjörvar sig knúinn til að spyrja formann Sjálfstæðisflokksins um hans skoðun á málinu. „Því miður er ekki að ástæðulausu að spyrja hvort fyrirheit um kosningar verði efnd. Fyrirheit voru líka gefin um þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekkert varð af,“ sagði Helgi. „Mér finnst reyndar dálítið merkilegt hversu mjög er dregið í efa að menn standi heilshugar á bak við orð sín miðað við hversu oft ég og forsætisráðherra höfum komið hér upp og sagt að þetta væri áætlunin,“ sagði Bjarni og bætti við að kosningar í haust byggðust á því að þingstörf myndu ganga vel. Bjarni sagði mikilvægt að klára stór mál áður en kosið yrði til þings og benti á að eitt af stóru málunum hefði klárast síðastliðið sunnudagskvöld þegar svokallað aflandskrónufrumvarp var samþykkt í þinginu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira