Erlent

Tugir látnir eftir kröftugar sprengingar í Sýrlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Minnst hundrað eru látnir í minnst sjö sprengjuárásum í Sýrlandi í morgun. Minnst sjö árásir voru gerðar í borgunum Jableh og Tartous, sem eru á yfirráðasvæði stjórnarhersins í Sýrlandi. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum, en þær eru sjaldgæfar við strendur Miðjarðarhafsins.

Fjöldi látinna er á einhverju reiki, en Reuters fréttaveitan segir minnst hundrað og hefur það eftir Syrian Observatory for Human Rights. Ríkismiðlar Sýrlands gefa lægri tölur.

Vígamenn eru sagðir hafa sprengt sig í loft upp meðal annars nærri bensínstöð, rútustöð og sjúkrahúsi.

Hér að neðan má sjá nokkrar sjónvarpsfréttir frá Sýrlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×