"Hálfaumingjalegt að upplýsa ekki um íslenska aflandskrónueigendur“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. maí 2016 07:00 Þingmenn fylgdust með umræðum í þingsal. Fréttablaðið/Vilhelm Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. Frumvarpið var lagt fram af Bjarna Benediktssyni á föstudaginn þegar boðað var til þingfundar í skyndi. Frumvarpið fékk hraðameðferð um helgina en efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis tók við umsögnum, fékk til sín fjölda gesta og skilaði meirihlutaáliti auk minnihlutaálits. Meirihluti nefndarinnar styður frumvarpið. „Meiri hlutinn styður það sem fram kemur í frumvarpinu um að næstu skref í áætlun um losun hafta muni snúa að heimilum og fyrirtækjum í landinu,“ segir í álitinu.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, undirritaði ein nefndarálit minnihlutans en Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata og áheirnarfulltrúi í nefndinni tók undir minnihlutaálitið en hún ætlar sér ekki að styðja frumvarpið. Í minnihlutaálitinu er samráðsleysi stjórnvalda gagnrýnt. „Skortur á samráði í þessum málum allt þetta kjörtímabil er óviðunandi enda mikilvægt að góð pólitísk samstaða sé um svo stór og mikilvæg mál og niðurstaðan sé í þágu samfélagsins alls,“ segir í álitinu. Þrátt fyrir almenna sátt um frumvarpið var fundurinn ekki laus við áhyggjur. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, studdi frumvarpið en velti því upp hvort að það stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann sagði að í frumvarpinu sé beinlínis gert ráð fyrir að erlendir lögaðilar séu í raun og veru Íslendingar og að upplýsa þyrfti um það. Slíkar upplýsingar myndu gagnast fyrir dómstólum fari svo að frumvarpið rati þangað. „Þessvegna finnst mér hálfaumingjalegt í þessu frumvarpi að það er ekki lögð áhersla á það að það verði upplýst hvaða íslendingar það eru sem eigi þessar eignir.“ Þá kom það fram í umsögn Bandarísku fjárfestingarsjóðanna Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital að frumvarpið brjóti gegn eignarétti þeirra og fari svo að það verði samþykkt verði ríkið bótaskylt. Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði segir í minnisblaði með frumvarpinu að það standist grundvallarreglu um eignarrétt og bann við mismunun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. Frumvarpið var lagt fram af Bjarna Benediktssyni á föstudaginn þegar boðað var til þingfundar í skyndi. Frumvarpið fékk hraðameðferð um helgina en efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis tók við umsögnum, fékk til sín fjölda gesta og skilaði meirihlutaáliti auk minnihlutaálits. Meirihluti nefndarinnar styður frumvarpið. „Meiri hlutinn styður það sem fram kemur í frumvarpinu um að næstu skref í áætlun um losun hafta muni snúa að heimilum og fyrirtækjum í landinu,“ segir í álitinu.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, undirritaði ein nefndarálit minnihlutans en Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata og áheirnarfulltrúi í nefndinni tók undir minnihlutaálitið en hún ætlar sér ekki að styðja frumvarpið. Í minnihlutaálitinu er samráðsleysi stjórnvalda gagnrýnt. „Skortur á samráði í þessum málum allt þetta kjörtímabil er óviðunandi enda mikilvægt að góð pólitísk samstaða sé um svo stór og mikilvæg mál og niðurstaðan sé í þágu samfélagsins alls,“ segir í álitinu. Þrátt fyrir almenna sátt um frumvarpið var fundurinn ekki laus við áhyggjur. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, studdi frumvarpið en velti því upp hvort að það stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann sagði að í frumvarpinu sé beinlínis gert ráð fyrir að erlendir lögaðilar séu í raun og veru Íslendingar og að upplýsa þyrfti um það. Slíkar upplýsingar myndu gagnast fyrir dómstólum fari svo að frumvarpið rati þangað. „Þessvegna finnst mér hálfaumingjalegt í þessu frumvarpi að það er ekki lögð áhersla á það að það verði upplýst hvaða íslendingar það eru sem eigi þessar eignir.“ Þá kom það fram í umsögn Bandarísku fjárfestingarsjóðanna Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital að frumvarpið brjóti gegn eignarétti þeirra og fari svo að það verði samþykkt verði ríkið bótaskylt. Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði segir í minnisblaði með frumvarpinu að það standist grundvallarreglu um eignarrétt og bann við mismunun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira