Fáránlegt að kvarta yfir að annar frambjóðandi hafi verið „of góður“ í sjónvarpinu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. maí 2016 14:45 Andri Snær er í framboði til forseta Íslands. Vísir/Katrín Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi, segir að sér þyki fáránlegt að gagnrýna aðra frambjóðendur fyrir það að hafa verið „svo góðir í sjónvarpi.“ Andri var gestur Páls Magnússonar á Sprengisandi í morgun. Andri var spurður út í gagnrýni Guðna Th Jóhannssonar á ákveðnum stefnumálum sínum en Guðni nefndi að mörg málanna sem Andri brennur fyrir sýndu í raun að hann ætti heima í kosningabaráttu til Alþingis. Andri telur að svo sé engan veginn, forsetinn geti sett þau mál á dagskrá sem hann brennur fyrir. „Ég tel klárlega að það sem ég hef verið að gera síðastliðin ár, til dæmis að tala við börn um hugmyndir, lýðræði, hugsjónir, tungumálið; á Alþingi myndi ég ekki vera að tala við komandi kynslóðir um þessi mikilvægu mál,“ útskýrir Andri. Hann telur mikilvægt að embættið ræði þessa hluti við börn svo þau fái áhuga á menningararfi þjóðarinnar og tungumálinu.Vongóður um jákvætt gengi „Ég er að tala um hálendið og náttúruna okkar. Yfirleitt ekki við börn heldur þjóðina. Við stöndum ákveðnum tímamótum og ég tel forsetinn verði að greina þjóðarhagsmuni, það hlýtur að vera hans hlutverk. Við vitum að við stöndum á tímamótum hvað varðar þessa þjóðarhagsmuni. Embættið hefur ef til vill á síðustu árum ekki tekið nægilega sterkt til orða vegna þess að menn hafa farið mjög óvarlega í umgengni við auðlindir okkar. Hagnaðurinn af þessum auðlindum lekur úr landi. Þetta embætti sem hefur ákveðið vald til að setja mál á dagskrá hefði mátt biðja okkur um að fara varlegar í þessum málum.“ Andri segir kosningabaráttuna varla byrjaða. Hann er ekkert örvæntingarfullur þrátt fyrir gríðarlegt fylgi Guðna Th. „Ég er mjög vongóður.“ „Það var einhver umræða um að einn frambjóðandi hefði fengið of mikið pláss í sjónvarpi og verið of góður. Mér finnst fáránlegt að kvarta yfir því að einhver hafi verið of góður í sjónvarpinu. Ef menn eru of góðir þá eru þeir bara góðir á sínum forsendum.“ Andri vísar þarna í umfjöllun sem hefur verið um fjölmiðlaumfjöllun í kringum forsetakosningarnar. Sumir frambjóðenda hafa haldið því fram að fjölmiðlar hafi skapað frambjóðandann með mesta fylgið og gert honum hærra undir höfði í fjölmiðlum en öðrum. Andri er mótfallinn því að tala um slíkt. „Hann var bara mjög góður,“ segir Andri afdráttarlaus. „Eins og að kvarta yfir því að einhver íþróttafréttamaður færi í framboð af því að hann hefði lýst einhverjum leik svo vel,“ segir Andri og hlær. Alþingi Tengdar fréttir Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06 Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi, segir að sér þyki fáránlegt að gagnrýna aðra frambjóðendur fyrir það að hafa verið „svo góðir í sjónvarpi.“ Andri var gestur Páls Magnússonar á Sprengisandi í morgun. Andri var spurður út í gagnrýni Guðna Th Jóhannssonar á ákveðnum stefnumálum sínum en Guðni nefndi að mörg málanna sem Andri brennur fyrir sýndu í raun að hann ætti heima í kosningabaráttu til Alþingis. Andri telur að svo sé engan veginn, forsetinn geti sett þau mál á dagskrá sem hann brennur fyrir. „Ég tel klárlega að það sem ég hef verið að gera síðastliðin ár, til dæmis að tala við börn um hugmyndir, lýðræði, hugsjónir, tungumálið; á Alþingi myndi ég ekki vera að tala við komandi kynslóðir um þessi mikilvægu mál,“ útskýrir Andri. Hann telur mikilvægt að embættið ræði þessa hluti við börn svo þau fái áhuga á menningararfi þjóðarinnar og tungumálinu.Vongóður um jákvætt gengi „Ég er að tala um hálendið og náttúruna okkar. Yfirleitt ekki við börn heldur þjóðina. Við stöndum ákveðnum tímamótum og ég tel forsetinn verði að greina þjóðarhagsmuni, það hlýtur að vera hans hlutverk. Við vitum að við stöndum á tímamótum hvað varðar þessa þjóðarhagsmuni. Embættið hefur ef til vill á síðustu árum ekki tekið nægilega sterkt til orða vegna þess að menn hafa farið mjög óvarlega í umgengni við auðlindir okkar. Hagnaðurinn af þessum auðlindum lekur úr landi. Þetta embætti sem hefur ákveðið vald til að setja mál á dagskrá hefði mátt biðja okkur um að fara varlegar í þessum málum.“ Andri segir kosningabaráttuna varla byrjaða. Hann er ekkert örvæntingarfullur þrátt fyrir gríðarlegt fylgi Guðna Th. „Ég er mjög vongóður.“ „Það var einhver umræða um að einn frambjóðandi hefði fengið of mikið pláss í sjónvarpi og verið of góður. Mér finnst fáránlegt að kvarta yfir því að einhver hafi verið of góður í sjónvarpinu. Ef menn eru of góðir þá eru þeir bara góðir á sínum forsendum.“ Andri vísar þarna í umfjöllun sem hefur verið um fjölmiðlaumfjöllun í kringum forsetakosningarnar. Sumir frambjóðenda hafa haldið því fram að fjölmiðlar hafi skapað frambjóðandann með mesta fylgið og gert honum hærra undir höfði í fjölmiðlum en öðrum. Andri er mótfallinn því að tala um slíkt. „Hann var bara mjög góður,“ segir Andri afdráttarlaus. „Eins og að kvarta yfir því að einhver íþróttafréttamaður færi í framboð af því að hann hefði lýst einhverjum leik svo vel,“ segir Andri og hlær.
Alþingi Tengdar fréttir Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06 Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06
Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58