Fáránlegt að kvarta yfir að annar frambjóðandi hafi verið „of góður“ í sjónvarpinu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. maí 2016 14:45 Andri Snær er í framboði til forseta Íslands. Vísir/Katrín Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi, segir að sér þyki fáránlegt að gagnrýna aðra frambjóðendur fyrir það að hafa verið „svo góðir í sjónvarpi.“ Andri var gestur Páls Magnússonar á Sprengisandi í morgun. Andri var spurður út í gagnrýni Guðna Th Jóhannssonar á ákveðnum stefnumálum sínum en Guðni nefndi að mörg málanna sem Andri brennur fyrir sýndu í raun að hann ætti heima í kosningabaráttu til Alþingis. Andri telur að svo sé engan veginn, forsetinn geti sett þau mál á dagskrá sem hann brennur fyrir. „Ég tel klárlega að það sem ég hef verið að gera síðastliðin ár, til dæmis að tala við börn um hugmyndir, lýðræði, hugsjónir, tungumálið; á Alþingi myndi ég ekki vera að tala við komandi kynslóðir um þessi mikilvægu mál,“ útskýrir Andri. Hann telur mikilvægt að embættið ræði þessa hluti við börn svo þau fái áhuga á menningararfi þjóðarinnar og tungumálinu.Vongóður um jákvætt gengi „Ég er að tala um hálendið og náttúruna okkar. Yfirleitt ekki við börn heldur þjóðina. Við stöndum ákveðnum tímamótum og ég tel forsetinn verði að greina þjóðarhagsmuni, það hlýtur að vera hans hlutverk. Við vitum að við stöndum á tímamótum hvað varðar þessa þjóðarhagsmuni. Embættið hefur ef til vill á síðustu árum ekki tekið nægilega sterkt til orða vegna þess að menn hafa farið mjög óvarlega í umgengni við auðlindir okkar. Hagnaðurinn af þessum auðlindum lekur úr landi. Þetta embætti sem hefur ákveðið vald til að setja mál á dagskrá hefði mátt biðja okkur um að fara varlegar í þessum málum.“ Andri segir kosningabaráttuna varla byrjaða. Hann er ekkert örvæntingarfullur þrátt fyrir gríðarlegt fylgi Guðna Th. „Ég er mjög vongóður.“ „Það var einhver umræða um að einn frambjóðandi hefði fengið of mikið pláss í sjónvarpi og verið of góður. Mér finnst fáránlegt að kvarta yfir því að einhver hafi verið of góður í sjónvarpinu. Ef menn eru of góðir þá eru þeir bara góðir á sínum forsendum.“ Andri vísar þarna í umfjöllun sem hefur verið um fjölmiðlaumfjöllun í kringum forsetakosningarnar. Sumir frambjóðenda hafa haldið því fram að fjölmiðlar hafi skapað frambjóðandann með mesta fylgið og gert honum hærra undir höfði í fjölmiðlum en öðrum. Andri er mótfallinn því að tala um slíkt. „Hann var bara mjög góður,“ segir Andri afdráttarlaus. „Eins og að kvarta yfir því að einhver íþróttafréttamaður færi í framboð af því að hann hefði lýst einhverjum leik svo vel,“ segir Andri og hlær. Alþingi Tengdar fréttir Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06 Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi, segir að sér þyki fáránlegt að gagnrýna aðra frambjóðendur fyrir það að hafa verið „svo góðir í sjónvarpi.“ Andri var gestur Páls Magnússonar á Sprengisandi í morgun. Andri var spurður út í gagnrýni Guðna Th Jóhannssonar á ákveðnum stefnumálum sínum en Guðni nefndi að mörg málanna sem Andri brennur fyrir sýndu í raun að hann ætti heima í kosningabaráttu til Alþingis. Andri telur að svo sé engan veginn, forsetinn geti sett þau mál á dagskrá sem hann brennur fyrir. „Ég tel klárlega að það sem ég hef verið að gera síðastliðin ár, til dæmis að tala við börn um hugmyndir, lýðræði, hugsjónir, tungumálið; á Alþingi myndi ég ekki vera að tala við komandi kynslóðir um þessi mikilvægu mál,“ útskýrir Andri. Hann telur mikilvægt að embættið ræði þessa hluti við börn svo þau fái áhuga á menningararfi þjóðarinnar og tungumálinu.Vongóður um jákvætt gengi „Ég er að tala um hálendið og náttúruna okkar. Yfirleitt ekki við börn heldur þjóðina. Við stöndum ákveðnum tímamótum og ég tel forsetinn verði að greina þjóðarhagsmuni, það hlýtur að vera hans hlutverk. Við vitum að við stöndum á tímamótum hvað varðar þessa þjóðarhagsmuni. Embættið hefur ef til vill á síðustu árum ekki tekið nægilega sterkt til orða vegna þess að menn hafa farið mjög óvarlega í umgengni við auðlindir okkar. Hagnaðurinn af þessum auðlindum lekur úr landi. Þetta embætti sem hefur ákveðið vald til að setja mál á dagskrá hefði mátt biðja okkur um að fara varlegar í þessum málum.“ Andri segir kosningabaráttuna varla byrjaða. Hann er ekkert örvæntingarfullur þrátt fyrir gríðarlegt fylgi Guðna Th. „Ég er mjög vongóður.“ „Það var einhver umræða um að einn frambjóðandi hefði fengið of mikið pláss í sjónvarpi og verið of góður. Mér finnst fáránlegt að kvarta yfir því að einhver hafi verið of góður í sjónvarpinu. Ef menn eru of góðir þá eru þeir bara góðir á sínum forsendum.“ Andri vísar þarna í umfjöllun sem hefur verið um fjölmiðlaumfjöllun í kringum forsetakosningarnar. Sumir frambjóðenda hafa haldið því fram að fjölmiðlar hafi skapað frambjóðandann með mesta fylgið og gert honum hærra undir höfði í fjölmiðlum en öðrum. Andri er mótfallinn því að tala um slíkt. „Hann var bara mjög góður,“ segir Andri afdráttarlaus. „Eins og að kvarta yfir því að einhver íþróttafréttamaður færi í framboð af því að hann hefði lýst einhverjum leik svo vel,“ segir Andri og hlær.
Alþingi Tengdar fréttir Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06 Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06
Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58