Innlent

Leggur fram frumvarp um útboð aflandskróna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Anton Brink
Boðað hefur verið til fundar á Alþingi í kvöld en á fundinum verður lagt fram frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um útboð aflandskróna. Þetta herma heimildir Vísis en RÚV greindi fyrst frá málinu.

Um er að ræða fyrra frumvarpið af tveimur vegna afnáms fjármagnshafta. Frumvarpið er sett fram til að leysa snjóhengjuvandann svokallaða.

Líklegt er að þingfundir verði um helgina til að ljúka málinu þar sem nauðsynlegt þykir að því verði lokið fyrir opnun markaða á mánudag.

Að því er fram kemur í frétt RÚV hittust þingflokkar stjórnarandstöðuflokkanna á fundi klukkan fjögur til að fá kynningu á málinu og að þeim fundi loknum verður þingfundur.

Rætt verður við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×