Sport

Eygló Ósk komst ekki í undanúrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Vísir/Valli
Eygló Ósk Gústafsdóttir komst ekki áfram upp úr undanrásum í 50 metra baksundi á Evrópumótinu í sundi í London í morgun.

Eygló Ósk kom í mark á 29.40 sekúndum og var með 22. besta tímann í undanrásunum. Hún var 0,32 sekúndum frá því að komast í undanúrslitin.

Íslandsmet Eyglóar er 28.61 sekúndur en hún setti það í Danmörku árið 2014. Hún var því nokkuð frá sínu besta.

Eygló synti í þriðja riðlinum og varð í sjöunda sæti í sínum riðli. Georgia Davies frá Bretlandi, sem vann riðilinn hennar Eyglóar, var með besta tímann í undanrásunum.

Þetta var þriðja grein Eyglóar Óskar á Evrópumótinu en hún komst í úrslit í hinum tveimur greinunum og endaði í sjötta sæti í bæði 200 metra baksundi og 100 metra baksundi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×