Austurríkismenn, sem mæta Íslandi á EM í næsta mánuði, spiluðu vináttulandsleik í kvöld.
Þá tóku þeir á móti smáríkinu Möltu. Eðlilega var búist við stórsigri Austurríkismanna í kvöld en sigurinn var ekki eins öruggur og margir bjuggust við.
Austurríkismenn létu sér 2-1 sigur duga í kvöld og bæði mörk heimamanna komu á fyrstu 18 mínútum leiksins.
Það voru þeir Marko Arnautovic og Alessandro Schöpf sem skoruðu mörk Austurríkismanna. David Alaba skoraði svo sjálfsmark þrem mínútum fyrir leikslok.
